Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvernig er aldursdreifing Íslendinga í dag?

EDS

Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvernig er aldursdreifing Íslendinga í dag? T.d. hversu margir teljast eldri borgarar?

Á vef Hagstofu Íslands má nálgast upplýsingar um aldursdreifingu Íslendinga og byggir þetta svar á tölum þaðan. Í upphafi árs 2020 voru Íslendingar rétt rúmlega 364.000 talsins, 51,3% karlar og 48,7% konur. Til þess að átta sig á aldursdreifingu er gott að skoða mannfjöldapýramída en hann sýnir hversu stórt hlutfall mannfjöldans er í hverjum aldurshópi en einnig sýnir hann skipting á milli kynjanna.

Mannfjöldapýramídi fyrir Ísland árið 2020 sýnir vel að fjölmennustu aldurshóparnir á Íslandi eru 25-29 ára, 30-34 ára og 35-39 ára. Hins vegar eru yngstu aldurshóparnir minni sem gefur til kynna að þjóðin er að eldast og náttúrleg fólksfjölgun er ekki hröð.

Mannfjöldapýramídi fyrir Ísland, janúar 2020.

Sérstaklega var spurt um eldri borgara. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvenær verðum við eldri borgarar? er almennt litið svo á að sá sem hefur lokið föstu starfi og er kominn á eftirlaun sé eldri borgari. Á Íslandi er formlegur eftirlaunaaldur þegar fólk verður 67 ára, en þá hefur það skýlausan rétt til að fá mánaðarlegar greiðslur úr almannatryggingum sem kallast í lögum „ellilífeyrir“. Hugtakið „eldri borgari“ er þó í sjálfu sér teygjanlegt, fólk getur gengið í félag eldri borgara þegar það verður sextugt, 65 ára má hefja snemmtöku ellilífeyris en við 70 ára gera lög og kjarasamningar ráð fyrir að fólk sem starfar hjá hinu opinbera og enn er í vinnu láti af föstu starfi.

Svarið við spurningunni um fjölda eldri borgara á Íslandi fer því eftir því hvaða viðmið við kjósum að nota. Í upphafi árs 2020 voru:
  • Íslendingar 60 ára og eldri alls 72.906 (20%)
  • Íslendingar 65 ára og eldri alls 52.473 (14,4%)
  • Íslendingar 67 ára og eldri alls 45.250 (11,6%)
  • Íslendingar 70 ára og eldri alls 35.492 (9,7%)

Höfundur

Útgáfudagur

1.10.2020

Spyrjandi

Lárus Atlason

Tilvísun

EDS. „Hvernig er aldursdreifing Íslendinga í dag?“ Vísindavefurinn, 1. október 2020. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79469.

EDS. (2020, 1. október). Hvernig er aldursdreifing Íslendinga í dag? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79469

EDS. „Hvernig er aldursdreifing Íslendinga í dag?“ Vísindavefurinn. 1. okt. 2020. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79469>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er aldursdreifing Íslendinga í dag?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvernig er aldursdreifing Íslendinga í dag? T.d. hversu margir teljast eldri borgarar?

Á vef Hagstofu Íslands má nálgast upplýsingar um aldursdreifingu Íslendinga og byggir þetta svar á tölum þaðan. Í upphafi árs 2020 voru Íslendingar rétt rúmlega 364.000 talsins, 51,3% karlar og 48,7% konur. Til þess að átta sig á aldursdreifingu er gott að skoða mannfjöldapýramída en hann sýnir hversu stórt hlutfall mannfjöldans er í hverjum aldurshópi en einnig sýnir hann skipting á milli kynjanna.

Mannfjöldapýramídi fyrir Ísland árið 2020 sýnir vel að fjölmennustu aldurshóparnir á Íslandi eru 25-29 ára, 30-34 ára og 35-39 ára. Hins vegar eru yngstu aldurshóparnir minni sem gefur til kynna að þjóðin er að eldast og náttúrleg fólksfjölgun er ekki hröð.

Mannfjöldapýramídi fyrir Ísland, janúar 2020.

Sérstaklega var spurt um eldri borgara. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvenær verðum við eldri borgarar? er almennt litið svo á að sá sem hefur lokið föstu starfi og er kominn á eftirlaun sé eldri borgari. Á Íslandi er formlegur eftirlaunaaldur þegar fólk verður 67 ára, en þá hefur það skýlausan rétt til að fá mánaðarlegar greiðslur úr almannatryggingum sem kallast í lögum „ellilífeyrir“. Hugtakið „eldri borgari“ er þó í sjálfu sér teygjanlegt, fólk getur gengið í félag eldri borgara þegar það verður sextugt, 65 ára má hefja snemmtöku ellilífeyris en við 70 ára gera lög og kjarasamningar ráð fyrir að fólk sem starfar hjá hinu opinbera og enn er í vinnu láti af föstu starfi.

Svarið við spurningunni um fjölda eldri borgara á Íslandi fer því eftir því hvaða viðmið við kjósum að nota. Í upphafi árs 2020 voru:
  • Íslendingar 60 ára og eldri alls 72.906 (20%)
  • Íslendingar 65 ára og eldri alls 52.473 (14,4%)
  • Íslendingar 67 ára og eldri alls 45.250 (11,6%)
  • Íslendingar 70 ára og eldri alls 35.492 (9,7%)
...