Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Eru einhverjar vísbendingar um að nýja kórónuveiran sé að veikjast og verða minna sýkingarhæf?

Arnar Pálsson

Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvað þýðir að kórónuveiran sé að veikjast sem hver étur upp eftir öðrum í fjölmiðlum? Eru einhverjar vísbendingar um að hún hafi stökkbreyst í þá átt að verða minna sýkingarhæf? Er kannski verið að tala um að með hlýnandi veðri er mögulega smitmagn minna?

Á upplýsingafundi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra þann 25. maí 2020 skýrði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir frá framvindu COVID-19-faraldursins og svaraði spurningum fréttamanna. Þar sagði hann meðal annars:

Það sem er einkennandi fyrir þessa einstaklinga sem hafa greinst upp á síðkastið er að þeir eru ekki mikið veikir [...] og hvað þýðir það? Það er erfitt að segja til um það. Það gæti verið að þetta séu einstaklingar sem hafi verið búnir með sín veikindi. Það gæti líka vel verið að það sé einhver þróttur að fara úr veirunni, hugsanlega. Allavega er tilhneigingin sú að veikindin hafa minnkað eftir því sem liðið hefur frá 28. febrúar. Það gæti gefið okkur hugsanlega vísbendingu um það að veiran sé ekki eins ágeng og slæm og hún var. En tíminn verður að leiða það í ljós.

Ýmislegt bendir til þess að smit vegna COVID-19-veirunnar hafi verið vægari í maí og júní 2020 en ekki er ljóst hvað veldur því.

Getur verið að veiran sé að veikjast, eða að sjúkdómurinn sem hún valdi sé mildari en áður?

Nokkrar skýringar geta verið á mynstrinu. Í fyrsta lagi er mögulegt að mynstrið sé ekki raunverulegt, að tíðni alvarlegra smita sé jafnhá og áður, en vegna þess hve smit eru fá séu litlar líkur á alvarlegum tilfellum. Heimildaleit og skimun á erlendum fréttamiðlum leiðir í ljós að mynstur sambærilegt því sem Þórólfur greinir frá hefur ekki sést erlendis.

Í öðru lagi er mögulegt að breytt hegðun fólks hafi leitt til mildari einkenna, til dæmis vegna þess að smitið berst frekar milli yngra og hraustara fólks. Vitað er að viðkvæmt fólk og eldri hluti þjóðarinnar tók samkomubannið mjög alvarlega og smitaðist því síður.

Í þriðja lagi er mögulegt að breytt hegðun hafi leitt til þess að þau smit sem urðu hafi verið veigaminni. Þetta fæli í sér að færri veiruagnir[1] berist í einstakling, sem veldur ef til vill hægari framvindu sýkingarinnar sem gæfi ónæmiskerfinu þá meiri tíma til að læra á veiruna og berja niður sýkinguna.

Í fjórða lagi getur verið að með því að greina tilfelli fyrr og með aukinni þekkingu á eðli sjúkdómsins hafi heilbrigðisstarfsfólk geta brugðist betur við og afstýrt fleiri alvarlegum tilfellum.

Í fimmta lagi var sú tilgáta að veiran missi þrótt þegar sumar gengur í garð, eins og flensan sem geisar aðallega á veturna. Engar vísbendingar eru um áhrif árstíða eða umhverfishita á veiruna sem veldur COVID-19. Hitt er líklegra, og hættulegra, að hitinn reki fólk út af heimilum og í almenningsrými þar sem smithætta er meiri vegna mannmergðar.

Engar vísbendingar eru um áhrif árstíða eða umhverfishita á veiruna sem veldur COVID-19. Hitt er líklegra, og hættulegra, að hitinn reki fólk út af heimilum og í almenningsrými þar sem smithætta er meiri vegna mannmergðar.

Að síðustu, er mögulegt að veiran hafi þróast og orðið mildari hérlendis. Slíkt fæli í sér að stökkbreytingar sem draga úr alvarleika einkenna vegna smits hafi aukist í stofni veirunnar, og að þeim völdum lækki dánartíðni. Þetta er talin líkleg framvinda, en frekar sé horft til framtíðar en að þetta hafi gerst á þeim fáu mánuðum sem hafa liðið frá því að veiran barst í menn. Þótt veiran fjölgi sér hratt, er ekki búist við að eiginleikar hennar þróist á hálfu ári.

Hin hlið dæmisins er sú að óttast var að stökkbreytingar á veirunni myndu leiða til þess að hún yrði hættulegri, smitaðist betur eða ylli alvarlegri einkennum. Slíkt er ólíklegt - þó fræðilegur möguleiki sé til staðar er mun líklegra að breytingar verði í hina áttina - í átt að vægari veikindum til lengri tíma.[2] Flestar stökkbreytingar á veirunni eru skaðlegar fyrir hana, og valda veikluðum tilbrigðum. Ólíklegt er að þau smiti frekar en „eðlileg“ afbrigði hennar. Að endingu er mögulegt að einhver „veikluð“ afbrigði veirunnar smitist milli manna og valdi mildari einkennum (sleppi frekar undan greiningu). Ef slík afbrigði viðhaldast í stofninum og ná hárri tíðni mun veiran þróast. Ef margar slíkar breytingar veljast úr, myndi veiran mögulega að endingu „aðlagast“ okkur og valda (að meðaltali) mildari einkennum.

Af þeim mögulegu skýringum sem ræddar voru hér að ofan, er líklegra að mynstrið sé ekki raunverulegt eða að það endurspegli bættar smitvarnir og meðhöndlun, frekar en að veiran hafi þróast í mildara afbrigði hérlendis.

Möguleikarnir sem standa veirunni til boða byggjast á hegðun fólks. Með því að fylgja ráðgjöf sóttvarnayfirvalda höfum við breytt aðstæðum veirunnar. En ef einn hópur fólks hlýtir ekki ráðgjöf sóttvarnayfirvalda, þá mun veiran berast aðallega þeirra á milli. Og eins og nýjustu fréttir sýna, jafnvel þótt okkur takist að einangra og útrýma veirunni hérlendis, mun smit berast aftur til landsins. Það er of snemmt að álykta að veiran muni þróast í þá átt að valda vægari sjúkdómi eða missa þróttinn. Aftur vitnum við til orða Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis:
Við erum ekki búin að sjá fyrir endann á þessu. Og á meðan hún er að geisa í heiminum þá getur hún komið hingað [til Íslands]. Hins vegar eru alls konar spurningar með svona veiru, hvað hún gerir, hvort hún missir þróttinn þegar á líður. En það er svosem ekkert augljóst í því núna.

Samantekt

  • Vísbendingar eru um smit vegna COVID-19-veirunnar hafi verið vægari í maí og júní 2020.
  • Ekki er ljóst hvað veldur, breytt hegðan, verndun viðkvæmra hópa, þróun veirunnar að mildara formi?
  • Þótt veirunni verði útrýmt hérlendis munu smit berast frá útlöndum meðan faraldurinn geisar þar.

Tilvísanir:
  1. ^ Vægara smit gæti líka verið vegna þess að þær veiruagnir sem berast inn í líkaman séu veikari vegna bættra þrifa, til dæmis þannig að fólk fær skaddaðar veirur eftir handþvott. Eða að smit berist inn í líkamana eftir leiðum sem hægja á sýkingu. Fær einstaklingur til dæmis vægari sýkingu við smit um auga en um öndunarfæri?
  2. ^ Sjá hér: Vísindavefurinn: Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19? (Sótt 3.07.2020).

Heimildir:

Myndir:

Höfundur þakkar Jóni Magnúsi Jóhannessyni, deildarlækni á Landspítalanum, fyrir yfirlestur, ábendingar um betrumbætur og heimildir Vincent Racaniello.

Höfundur

Arnar Pálsson

erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ

Útgáfudagur

7.7.2020

Spyrjandi

Sigurbjörg Þorsteinsdóttir

Tilvísun

Arnar Pálsson. „Eru einhverjar vísbendingar um að nýja kórónuveiran sé að veikjast og verða minna sýkingarhæf?“ Vísindavefurinn, 7. júlí 2020. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79579.

Arnar Pálsson. (2020, 7. júlí). Eru einhverjar vísbendingar um að nýja kórónuveiran sé að veikjast og verða minna sýkingarhæf? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79579

Arnar Pálsson. „Eru einhverjar vísbendingar um að nýja kórónuveiran sé að veikjast og verða minna sýkingarhæf?“ Vísindavefurinn. 7. júl. 2020. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79579>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru einhverjar vísbendingar um að nýja kórónuveiran sé að veikjast og verða minna sýkingarhæf?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvað þýðir að kórónuveiran sé að veikjast sem hver étur upp eftir öðrum í fjölmiðlum? Eru einhverjar vísbendingar um að hún hafi stökkbreyst í þá átt að verða minna sýkingarhæf? Er kannski verið að tala um að með hlýnandi veðri er mögulega smitmagn minna?

Á upplýsingafundi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra þann 25. maí 2020 skýrði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir frá framvindu COVID-19-faraldursins og svaraði spurningum fréttamanna. Þar sagði hann meðal annars:

Það sem er einkennandi fyrir þessa einstaklinga sem hafa greinst upp á síðkastið er að þeir eru ekki mikið veikir [...] og hvað þýðir það? Það er erfitt að segja til um það. Það gæti verið að þetta séu einstaklingar sem hafi verið búnir með sín veikindi. Það gæti líka vel verið að það sé einhver þróttur að fara úr veirunni, hugsanlega. Allavega er tilhneigingin sú að veikindin hafa minnkað eftir því sem liðið hefur frá 28. febrúar. Það gæti gefið okkur hugsanlega vísbendingu um það að veiran sé ekki eins ágeng og slæm og hún var. En tíminn verður að leiða það í ljós.

Ýmislegt bendir til þess að smit vegna COVID-19-veirunnar hafi verið vægari í maí og júní 2020 en ekki er ljóst hvað veldur því.

Getur verið að veiran sé að veikjast, eða að sjúkdómurinn sem hún valdi sé mildari en áður?

Nokkrar skýringar geta verið á mynstrinu. Í fyrsta lagi er mögulegt að mynstrið sé ekki raunverulegt, að tíðni alvarlegra smita sé jafnhá og áður, en vegna þess hve smit eru fá séu litlar líkur á alvarlegum tilfellum. Heimildaleit og skimun á erlendum fréttamiðlum leiðir í ljós að mynstur sambærilegt því sem Þórólfur greinir frá hefur ekki sést erlendis.

Í öðru lagi er mögulegt að breytt hegðun fólks hafi leitt til mildari einkenna, til dæmis vegna þess að smitið berst frekar milli yngra og hraustara fólks. Vitað er að viðkvæmt fólk og eldri hluti þjóðarinnar tók samkomubannið mjög alvarlega og smitaðist því síður.

Í þriðja lagi er mögulegt að breytt hegðun hafi leitt til þess að þau smit sem urðu hafi verið veigaminni. Þetta fæli í sér að færri veiruagnir[1] berist í einstakling, sem veldur ef til vill hægari framvindu sýkingarinnar sem gæfi ónæmiskerfinu þá meiri tíma til að læra á veiruna og berja niður sýkinguna.

Í fjórða lagi getur verið að með því að greina tilfelli fyrr og með aukinni þekkingu á eðli sjúkdómsins hafi heilbrigðisstarfsfólk geta brugðist betur við og afstýrt fleiri alvarlegum tilfellum.

Í fimmta lagi var sú tilgáta að veiran missi þrótt þegar sumar gengur í garð, eins og flensan sem geisar aðallega á veturna. Engar vísbendingar eru um áhrif árstíða eða umhverfishita á veiruna sem veldur COVID-19. Hitt er líklegra, og hættulegra, að hitinn reki fólk út af heimilum og í almenningsrými þar sem smithætta er meiri vegna mannmergðar.

Engar vísbendingar eru um áhrif árstíða eða umhverfishita á veiruna sem veldur COVID-19. Hitt er líklegra, og hættulegra, að hitinn reki fólk út af heimilum og í almenningsrými þar sem smithætta er meiri vegna mannmergðar.

Að síðustu, er mögulegt að veiran hafi þróast og orðið mildari hérlendis. Slíkt fæli í sér að stökkbreytingar sem draga úr alvarleika einkenna vegna smits hafi aukist í stofni veirunnar, og að þeim völdum lækki dánartíðni. Þetta er talin líkleg framvinda, en frekar sé horft til framtíðar en að þetta hafi gerst á þeim fáu mánuðum sem hafa liðið frá því að veiran barst í menn. Þótt veiran fjölgi sér hratt, er ekki búist við að eiginleikar hennar þróist á hálfu ári.

Hin hlið dæmisins er sú að óttast var að stökkbreytingar á veirunni myndu leiða til þess að hún yrði hættulegri, smitaðist betur eða ylli alvarlegri einkennum. Slíkt er ólíklegt - þó fræðilegur möguleiki sé til staðar er mun líklegra að breytingar verði í hina áttina - í átt að vægari veikindum til lengri tíma.[2] Flestar stökkbreytingar á veirunni eru skaðlegar fyrir hana, og valda veikluðum tilbrigðum. Ólíklegt er að þau smiti frekar en „eðlileg“ afbrigði hennar. Að endingu er mögulegt að einhver „veikluð“ afbrigði veirunnar smitist milli manna og valdi mildari einkennum (sleppi frekar undan greiningu). Ef slík afbrigði viðhaldast í stofninum og ná hárri tíðni mun veiran þróast. Ef margar slíkar breytingar veljast úr, myndi veiran mögulega að endingu „aðlagast“ okkur og valda (að meðaltali) mildari einkennum.

Af þeim mögulegu skýringum sem ræddar voru hér að ofan, er líklegra að mynstrið sé ekki raunverulegt eða að það endurspegli bættar smitvarnir og meðhöndlun, frekar en að veiran hafi þróast í mildara afbrigði hérlendis.

Möguleikarnir sem standa veirunni til boða byggjast á hegðun fólks. Með því að fylgja ráðgjöf sóttvarnayfirvalda höfum við breytt aðstæðum veirunnar. En ef einn hópur fólks hlýtir ekki ráðgjöf sóttvarnayfirvalda, þá mun veiran berast aðallega þeirra á milli. Og eins og nýjustu fréttir sýna, jafnvel þótt okkur takist að einangra og útrýma veirunni hérlendis, mun smit berast aftur til landsins. Það er of snemmt að álykta að veiran muni þróast í þá átt að valda vægari sjúkdómi eða missa þróttinn. Aftur vitnum við til orða Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis:
Við erum ekki búin að sjá fyrir endann á þessu. Og á meðan hún er að geisa í heiminum þá getur hún komið hingað [til Íslands]. Hins vegar eru alls konar spurningar með svona veiru, hvað hún gerir, hvort hún missir þróttinn þegar á líður. En það er svosem ekkert augljóst í því núna.

Samantekt

  • Vísbendingar eru um smit vegna COVID-19-veirunnar hafi verið vægari í maí og júní 2020.
  • Ekki er ljóst hvað veldur, breytt hegðan, verndun viðkvæmra hópa, þróun veirunnar að mildara formi?
  • Þótt veirunni verði útrýmt hérlendis munu smit berast frá útlöndum meðan faraldurinn geisar þar.

Tilvísanir:
  1. ^ Vægara smit gæti líka verið vegna þess að þær veiruagnir sem berast inn í líkaman séu veikari vegna bættra þrifa, til dæmis þannig að fólk fær skaddaðar veirur eftir handþvott. Eða að smit berist inn í líkamana eftir leiðum sem hægja á sýkingu. Fær einstaklingur til dæmis vægari sýkingu við smit um auga en um öndunarfæri?
  2. ^ Sjá hér: Vísindavefurinn: Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19? (Sótt 3.07.2020).

Heimildir:

Myndir:

Höfundur þakkar Jóni Magnúsi Jóhannessyni, deildarlækni á Landspítalanum, fyrir yfirlestur, ábendingar um betrumbætur og heimildir Vincent Racaniello.

...