Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Voru rúnir alltaf ritaðar frá vinstri til hægri?

Þórgunnur Snædal

Öll spurningin hljóðaði svona:

Voru rúnir alltaf ritaðar frá vinstri til hægri? Eru þekkt einhver dæmi um annað? Er vitað um einhverjar rúnir sem voru ritaðar í hring?

Rúnir voru á elsta tímabilinu (frá um 200 til 800 e.Kr.) skrifaðar ýmist frá vinstri eða hægri. Ef þær voru skrifaðar frá hægri voru þær speglaðar. Myndin hér fyrir neðan er af rúnasteini frá Norður-Upplandi í Svíþjóð frá um 500 e.Kr. Rúnirnar í neðri línunni eru túlkaðar sem mannsnafnið: frawaradaR, FráráðR, en ekki eru fræðingar á eitt sáttir um hvernig beri að túlka rúnirnar í efri línunni. Um það má lesa í 3. bindi af Upplands Runinskrifter þar sem steinninn hefur númer U 877 í Hagby socken.

Möjbro-steinninn er tæplega 2,5 m hár grantítsteinn sem fannst í Möjbro í Svíþjóð á 17. öld. Steinninn er talinn er vera frá um 500. Rúnirnar á steininum eru lesnar frá hægri til vinstri.

Speglaðar rúnir eru einnig þekktar í víkingaaldarristum. Stundum er allur textinn speglaður, stundum bara hluti af honum. Speglaðar rúnir koma einnig fyrir í miðaldaristum en ekki jafn oft og þá aðeins einstaka rúnir og þá er ristan yfirleitt alltaf lesin frá vinstri til hægri.

Það þekkist að rúnarista sé sett í einn einfaldan hring og á flestum steinum að minnsta kosti frá 11. öld í Svíþjóð eru rúnirnar höggnar í flókið mynstur af samanfléttuðum drekum. Í Danmörku og Noregi eru risturnar einfaldari.

Frekari fróðleikur:

Mynd:
  • Úr safni höfundar.

Höfundur

Þórgunnur Snædal

rúnafræðingur

Útgáfudagur

21.8.2020

Spyrjandi

Hildur Harðardóttir

Tilvísun

Þórgunnur Snædal. „Voru rúnir alltaf ritaðar frá vinstri til hægri?“ Vísindavefurinn, 21. ágúst 2020, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79726.

Þórgunnur Snædal. (2020, 21. ágúst). Voru rúnir alltaf ritaðar frá vinstri til hægri? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79726

Þórgunnur Snædal. „Voru rúnir alltaf ritaðar frá vinstri til hægri?“ Vísindavefurinn. 21. ágú. 2020. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79726>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Voru rúnir alltaf ritaðar frá vinstri til hægri?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Voru rúnir alltaf ritaðar frá vinstri til hægri? Eru þekkt einhver dæmi um annað? Er vitað um einhverjar rúnir sem voru ritaðar í hring?

Rúnir voru á elsta tímabilinu (frá um 200 til 800 e.Kr.) skrifaðar ýmist frá vinstri eða hægri. Ef þær voru skrifaðar frá hægri voru þær speglaðar. Myndin hér fyrir neðan er af rúnasteini frá Norður-Upplandi í Svíþjóð frá um 500 e.Kr. Rúnirnar í neðri línunni eru túlkaðar sem mannsnafnið: frawaradaR, FráráðR, en ekki eru fræðingar á eitt sáttir um hvernig beri að túlka rúnirnar í efri línunni. Um það má lesa í 3. bindi af Upplands Runinskrifter þar sem steinninn hefur númer U 877 í Hagby socken.

Möjbro-steinninn er tæplega 2,5 m hár grantítsteinn sem fannst í Möjbro í Svíþjóð á 17. öld. Steinninn er talinn er vera frá um 500. Rúnirnar á steininum eru lesnar frá hægri til vinstri.

Speglaðar rúnir eru einnig þekktar í víkingaaldarristum. Stundum er allur textinn speglaður, stundum bara hluti af honum. Speglaðar rúnir koma einnig fyrir í miðaldaristum en ekki jafn oft og þá aðeins einstaka rúnir og þá er ristan yfirleitt alltaf lesin frá vinstri til hægri.

Það þekkist að rúnarista sé sett í einn einfaldan hring og á flestum steinum að minnsta kosti frá 11. öld í Svíþjóð eru rúnirnar höggnar í flókið mynstur af samanfléttuðum drekum. Í Danmörku og Noregi eru risturnar einfaldari.

Frekari fróðleikur:

Mynd:
  • Úr safni höfundar.
...