Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig eltir maður einhvern á röndum?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Öll spurninginn hljóðaði svona:

Hvað merkir það að elta einhvern á röndum? Er eitthvað vitað um uppruna þess?

Orðasambandið að elta einhvern á röndum merkir að ‘elta einhvern hvert sem hann fer, vera sífellt á hælum einhvers’. Það þekkist frá síðari hluta 19. aldar. Rönd merkir ‘brún, jaðar; rák’ og í fornu máli ‘skjöldur’. Uppruni er óljós.

Margir ákafir fótboltaunnendur elta liðið sitt á röndum. Stuðningsmenn þýska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í Moskvu 2018.

Í doktorsritgerð sinni, Íslensk orðtök, frá 1954 giskar Halldór Halldórsson prófessor á hugsanleg erlend tengsl, fornfrönsku randon ‘ofsahraði’ sem komi fyrir á 12. öld í samböndunum de randon og a randon. Halldór segir fornfranska orðið komið úr frankísku *rando[1] og vísar í rönd ‘skjöldur’ í íslensku. Tengsl eru vel hugsanleg og bendir Jón G. Friðjónsson á það en telur að uppruni og líking séu þó óljós (2006:702).

Tilvísun:
  1. ^ * merkir að ekki séu heimildir um þessa orðmynd.

Heimildir og mynd:

  • Halldór Halldórsson. 1954. Íslensk orðtök. Drög að rannsóknum á myndhverfum orðtökum í íslenzku. Bls. 28–30. Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík.
  • Jón G. Friðjónsson. 2002. Mergur málsins. Íslensk orðatiltæki. Uppruni, saga og notkun. 2. útgáfa aukin og endurbætt. Mál og menning, Reykjavík.
  • Mynd: German soccer fans roam the streets of Moscow | Flickr. Höfundur myndar: Marco Verch. Birt undir CC BY 2.0 leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

1.9.2020

Spyrjandi

Alva Kristín

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig eltir maður einhvern á röndum?“ Vísindavefurinn, 1. september 2020, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79794.

Guðrún Kvaran. (2020, 1. september). Hvernig eltir maður einhvern á röndum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79794

Guðrún Kvaran. „Hvernig eltir maður einhvern á röndum?“ Vísindavefurinn. 1. sep. 2020. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79794>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig eltir maður einhvern á röndum?
Öll spurninginn hljóðaði svona:

Hvað merkir það að elta einhvern á röndum? Er eitthvað vitað um uppruna þess?

Orðasambandið að elta einhvern á röndum merkir að ‘elta einhvern hvert sem hann fer, vera sífellt á hælum einhvers’. Það þekkist frá síðari hluta 19. aldar. Rönd merkir ‘brún, jaðar; rák’ og í fornu máli ‘skjöldur’. Uppruni er óljós.

Margir ákafir fótboltaunnendur elta liðið sitt á röndum. Stuðningsmenn þýska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í Moskvu 2018.

Í doktorsritgerð sinni, Íslensk orðtök, frá 1954 giskar Halldór Halldórsson prófessor á hugsanleg erlend tengsl, fornfrönsku randon ‘ofsahraði’ sem komi fyrir á 12. öld í samböndunum de randon og a randon. Halldór segir fornfranska orðið komið úr frankísku *rando[1] og vísar í rönd ‘skjöldur’ í íslensku. Tengsl eru vel hugsanleg og bendir Jón G. Friðjónsson á það en telur að uppruni og líking séu þó óljós (2006:702).

Tilvísun:
  1. ^ * merkir að ekki séu heimildir um þessa orðmynd.

Heimildir og mynd:

  • Halldór Halldórsson. 1954. Íslensk orðtök. Drög að rannsóknum á myndhverfum orðtökum í íslenzku. Bls. 28–30. Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík.
  • Jón G. Friðjónsson. 2002. Mergur málsins. Íslensk orðatiltæki. Uppruni, saga og notkun. 2. útgáfa aukin og endurbætt. Mál og menning, Reykjavík.
  • Mynd: German soccer fans roam the streets of Moscow | Flickr. Höfundur myndar: Marco Verch. Birt undir CC BY 2.0 leyfi.
...