Sólin Sólin Rís 03:00 • sest 24:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:05 • Síðdegis: 18:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:03 • Síðdegis: 12:08 í Reykjavík

Hvernig er hægt að setja rauðar rendur í hvítt tannkrem án blöndunar?

Röndótt tannkrem hefur löngum þótt dularfullt fyrirbæri. Aðferðin við að setja rauðar rendur í hvítt tannkrem, til dæmis, er þó sáraeinföld. Litunum er ekki blandað saman í túpunni, heldur við stútinn þar sem tannkremið kemur út.

Tannkremstúpunni er skipt í tvö hólf. Annað hólfið er stærra og í því er hvítt tannkrem. Utan um það hólf og næst stútnum er annað hólf sem í er rautt tannkrem. Úr stærra hólfinu er eitt op út í stútinn en úr því minna eru mörg lítil op; jafnmörg og rendurnar eru margar. Þegar túpan er kreist fer hvíta tannkremið að opinu og utan á það leggjast litlar ræmur af rauðu tannkremi. Þetta er skýrt á meðfylgjandi mynd.Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Höfundur

Tryggvi Þorgeirsson

læknir og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.8.2000

Spyrjandi

Halldór Berg Harðarson

Tilvísun

TÞ. „Hvernig er hægt að setja rauðar rendur í hvítt tannkrem án blöndunar?“ Vísindavefurinn, 15. ágúst 2000. Sótt 28. júní 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=800.

TÞ. (2000, 15. ágúst). Hvernig er hægt að setja rauðar rendur í hvítt tannkrem án blöndunar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=800

TÞ. „Hvernig er hægt að setja rauðar rendur í hvítt tannkrem án blöndunar?“ Vísindavefurinn. 15. ágú. 2000. Vefsíða. 28. jún. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=800>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að setja rauðar rendur í hvítt tannkrem án blöndunar?
Röndótt tannkrem hefur löngum þótt dularfullt fyrirbæri. Aðferðin við að setja rauðar rendur í hvítt tannkrem, til dæmis, er þó sáraeinföld. Litunum er ekki blandað saman í túpunni, heldur við stútinn þar sem tannkremið kemur út.

Tannkremstúpunni er skipt í tvö hólf. Annað hólfið er stærra og í því er hvítt tannkrem. Utan um það hólf og næst stútnum er annað hólf sem í er rautt tannkrem. Úr stærra hólfinu er eitt op út í stútinn en úr því minna eru mörg lítil op; jafnmörg og rendurnar eru margar. Þegar túpan er kreist fer hvíta tannkremið að opinu og utan á það leggjast litlar ræmur af rauðu tannkremi. Þetta er skýrt á meðfylgjandi mynd.Frekara lesefni af Vísindavefnum:...