Hvaða þanir eru þetta sem fólk er endalaust á og hvers vegna alltaf fleirtalan?Orðið þön þekkist allt frá fornu máli. Það hefur fleiri en eina merkingu: ‘spjálk eða teinn til að þenja e-ð út með; tálkn, tálknbogi; beintindur í ugga; fjaðurgeisli eða fön á fjöðurstaf, …’.

Orðtakið að vera á þönum ‘hafa mikið að gera, vera á sífelldum hlaupum’ þekkist frá 17. öld, eiginlega ‘vera spenntur eða þaninn út með spjálk, vera eins og útspýtt hundskinn’.