Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 22:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:15 • Sest 05:53 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:28 • Síðdegis: 21:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:22 • Síðdegis: 15:29 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaða kór er í orðinu kórréttur og hver er uppruni orðsins?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hefði gaman af því að heyra um uppruna orðsins kórréttur, að vera kórréttur.

Orðið kórréttur ‘alveg réttur, fullkomlega réttur’ er ekki mjög gamalt í málinu. Elsta heimild sem fram kemur við leit á timarit.is er úr Morgunblaðinu frá 1960 og sú næsta þar á eftir úr Vísi 1963. Frá svipuðum tíma eru fáein dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans, allmörg úr ritum Halldórs Laxness. Orðið komst ekki inn í þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar frá 2002 þótt það hafi verið nokkuð algengt í málinu miðað við dæmi úr timarit.is.

Lýsingarorðið kórréttur er fengið að láni úr dönsku korrekt ‘réttur, óaðfinnanlegur’. Þangað er orðið komið úr latínu correctus eiginlega ‘réttur’.

Lýsingarorðið kórréttur er fengið að láni úr dönsku korrekt ‘réttur, óaðfinnanlegur’. Þangað er orðið komið úr latínu correctus eiginlega ‘réttur’, lýsingarháttur þátíðar af sögninni corrigere ‘rétta, lagfæra, leiðrétta’.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

3.11.2020

Spyrjandi

Sigurveig

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða kór er í orðinu kórréttur og hver er uppruni orðsins?“ Vísindavefurinn, 3. nóvember 2020. Sótt 20. maí 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=80166.

Guðrún Kvaran. (2020, 3. nóvember). Hvaða kór er í orðinu kórréttur og hver er uppruni orðsins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80166

Guðrún Kvaran. „Hvaða kór er í orðinu kórréttur og hver er uppruni orðsins?“ Vísindavefurinn. 3. nóv. 2020. Vefsíða. 20. maí. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80166>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða kór er í orðinu kórréttur og hver er uppruni orðsins?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hefði gaman af því að heyra um uppruna orðsins kórréttur, að vera kórréttur.

Orðið kórréttur ‘alveg réttur, fullkomlega réttur’ er ekki mjög gamalt í málinu. Elsta heimild sem fram kemur við leit á timarit.is er úr Morgunblaðinu frá 1960 og sú næsta þar á eftir úr Vísi 1963. Frá svipuðum tíma eru fáein dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans, allmörg úr ritum Halldórs Laxness. Orðið komst ekki inn í þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar frá 2002 þótt það hafi verið nokkuð algengt í málinu miðað við dæmi úr timarit.is.

Lýsingarorðið kórréttur er fengið að láni úr dönsku korrekt ‘réttur, óaðfinnanlegur’. Þangað er orðið komið úr latínu correctus eiginlega ‘réttur’.

Lýsingarorðið kórréttur er fengið að láni úr dönsku korrekt ‘réttur, óaðfinnanlegur’. Þangað er orðið komið úr latínu correctus eiginlega ‘réttur’, lýsingarháttur þátíðar af sögninni corrigere ‘rétta, lagfæra, leiðrétta’.

Heimildir og mynd:

...