Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað nákvæmlega er hrossaþari og hvar vex hann?

Jón Már Halldórsson

Hrossaþari (Laminaria digitata) er brúnþörungur af ættinni Laminariaceae en brúnþörungar eru stærstir og mest áberandi af öllum botnþörungum. Hrossaþari vex neðst í fjöru og út í sjó, allt niður á 20 metra dýpi. Hann getur myndað þaraskóg neðansjávar þar sem ýmsar smærri þörungategundir og fjölbreytt dýralíf fær þrifist.

Hrossaþari getur myndað þaraskóg neðansjávar og skapað góð skilyrði fyrir ýmsar smærri þörungategundir og annað fjölbreytt dýralíf.

Hrossaþari finnst í Norður-Atlantshafi, frá Cape Cod í Massachusetts í Bandaríkjunum og norður eftir ströndinni, allt í kringum Nýfundnaland, við sunnanvert Grænland og frá ströndum Norður-Rússlands suður til Frakklands. Hann er algengur við strendur Færeyja og Írlands og einnig Stóra-Bretlands, að austurhlutanum undanskildum. Á Íslandi finnst hrossaþarinn allt í kringum landið og er ríkjandi tegund á grjót- og klapparbotni þar sem skjólsælt er, enda getur hann verið viðkvæmur fyrir brimi.

Hrossaþari er lýst á eftirfarandi hátt í bókinni Sjávarnytjar við Ísland:

Hrossaþari er stórvaxin planta sem hefur greinótta festusprota sem festa þarann við botninn. Upp af festusprotunum gengur stilkur sem er lítið eitt hliðflatur og sveigjanlegur. Á stilknum situr þykkt leðurkennt blað sem oftast er klofið upp í margar misbreiðar ræmur. (Bls. 83).

Stilkur hrossþarans, sem oft er einnig nefndur þöngull, er 1,5-2 metrar á lengd þegar þarinn er fullvaxinn en blaðið verður allt að 1,5 m. Þarinn vex fremur hægt fyrstu tvö árin en þá tekur hann kipp og hefur stilkurinn náð fullri lengd 6-7 ára.

Hrossaþari (Laminaria digitata).

Hrossaþari er mikilvæg fæða fyrir ýmis botndýr. Ígulker og sniglar éta þarann beint en tegundir sem sía fæðu úr sjó, til dæmis kræklingur, taka til sín litlar agnir af þaranum sem sífellt brotna af endum blaðanna í öldurótinu.

Hrossaþarinn er nýttur í ýmsar vörur, til dæmis í matvæli og í lyfja- og snyrtivöruiðnaði. Á Reykhólum hefur um áratugaskeið verið þörungaverksmiðja sem vinnur þörungamjöl úr hrossaþara úr Breiðafirði.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.1.2021

Spyrjandi

Guðmundur Ari

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað nákvæmlega er hrossaþari og hvar vex hann?“ Vísindavefurinn, 15. janúar 2021. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80419.

Jón Már Halldórsson. (2021, 15. janúar). Hvað nákvæmlega er hrossaþari og hvar vex hann? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80419

Jón Már Halldórsson. „Hvað nákvæmlega er hrossaþari og hvar vex hann?“ Vísindavefurinn. 15. jan. 2021. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80419>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað nákvæmlega er hrossaþari og hvar vex hann?
Hrossaþari (Laminaria digitata) er brúnþörungur af ættinni Laminariaceae en brúnþörungar eru stærstir og mest áberandi af öllum botnþörungum. Hrossaþari vex neðst í fjöru og út í sjó, allt niður á 20 metra dýpi. Hann getur myndað þaraskóg neðansjávar þar sem ýmsar smærri þörungategundir og fjölbreytt dýralíf fær þrifist.

Hrossaþari getur myndað þaraskóg neðansjávar og skapað góð skilyrði fyrir ýmsar smærri þörungategundir og annað fjölbreytt dýralíf.

Hrossaþari finnst í Norður-Atlantshafi, frá Cape Cod í Massachusetts í Bandaríkjunum og norður eftir ströndinni, allt í kringum Nýfundnaland, við sunnanvert Grænland og frá ströndum Norður-Rússlands suður til Frakklands. Hann er algengur við strendur Færeyja og Írlands og einnig Stóra-Bretlands, að austurhlutanum undanskildum. Á Íslandi finnst hrossaþarinn allt í kringum landið og er ríkjandi tegund á grjót- og klapparbotni þar sem skjólsælt er, enda getur hann verið viðkvæmur fyrir brimi.

Hrossaþari er lýst á eftirfarandi hátt í bókinni Sjávarnytjar við Ísland:

Hrossaþari er stórvaxin planta sem hefur greinótta festusprota sem festa þarann við botninn. Upp af festusprotunum gengur stilkur sem er lítið eitt hliðflatur og sveigjanlegur. Á stilknum situr þykkt leðurkennt blað sem oftast er klofið upp í margar misbreiðar ræmur. (Bls. 83).

Stilkur hrossþarans, sem oft er einnig nefndur þöngull, er 1,5-2 metrar á lengd þegar þarinn er fullvaxinn en blaðið verður allt að 1,5 m. Þarinn vex fremur hægt fyrstu tvö árin en þá tekur hann kipp og hefur stilkurinn náð fullri lengd 6-7 ára.

Hrossaþari (Laminaria digitata).

Hrossaþari er mikilvæg fæða fyrir ýmis botndýr. Ígulker og sniglar éta þarann beint en tegundir sem sía fæðu úr sjó, til dæmis kræklingur, taka til sín litlar agnir af þaranum sem sífellt brotna af endum blaðanna í öldurótinu.

Hrossaþarinn er nýttur í ýmsar vörur, til dæmis í matvæli og í lyfja- og snyrtivöruiðnaði. Á Reykhólum hefur um áratugaskeið verið þörungaverksmiðja sem vinnur þörungamjöl úr hrossaþara úr Breiðafirði.

Heimildir og myndir:

...