Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Er löglegt að prenta íslenska málshætti á boli til að selja?

Baldur S. Blöndal

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvaða skilningur er lagður í hugtakið málsháttur. Fólki er almennt heimilt að prenta það sem það vill á boli og selja þá, nema textinn sé varinn einhverskonar hugverkarétti.

Spyrjanda væri til að mynda óhætt að prenta máltækið „sjaldan fellur eplið langt frá eikinni“ á stuttermaboli og selja þá, enda er það aldagamalt orðatiltæki sem enginn á höfundarétt á eða hefur einkaleyfi á að dreifa. Máltæki og málshættir eru almennt taldir vera í almannaeigu, en það á þó ekki við ef þeir eru ungir og koma greinilega úr höfundarverki nafngreindra aðila.

Máltæki og málshættir eru almennt taldir vera í almannaeigu, en það á þó ekki við ef þeir eru ungir og koma greinilega úr höfundarverki nafngreindra aðila.

Vörumerkjaréttur veitir heimild til að vernda orðasambönd, slagorð og jafnvel málshætti sem vörumerki. Njóti slík vörumerki verndar, til dæmis með skráningu í vörumerkjaskrá, hefur skráður rétthafi einkarétt á notkun þeirra í tengslum við þá flokka vöru og/eða þjónustu sem merkið er skráð fyrir. Verndin getur þó einnig náð út fyrir þá flokka. Það sama gildir ef merki er notað á markaði sem vörumerki án skráningar. Þá gildir verndin svo lengi sem merkið er notað en fellur niður um leið og notkun er hætt, nema höfundaréttur sé hugsanlega til staðar.

Eigandi merkis getur veitt leyfi til notkunar annarra á merkinu og er því rétt að kanna, ef ljóst er að um vörumerki sé að ræða, hvort hægt sé að leita eftir samkomulagi áður en hafist er handa við prentun.

Svarið við spurningunni er því bæði já og nei. Það fer eftir málshættinum sem um er að ræða og hvort einhver eigi tiltekin réttindi sem ná yfir máltækið. Flesta almenna málshætti sem ekki tengjast neinum samtímahöfundi eða vörumerki ætti því að vera óhætt að prenta á boli og selja.

Mynd:

Höfundur þakkar Hugverkastofu fyrir veitta aðstoð við gerð svarsins.

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

10.12.2021

Spyrjandi

Darlene Smith

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Er löglegt að prenta íslenska málshætti á boli til að selja?“ Vísindavefurinn, 10. desember 2021. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80437.

Baldur S. Blöndal. (2021, 10. desember). Er löglegt að prenta íslenska málshætti á boli til að selja? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80437

Baldur S. Blöndal. „Er löglegt að prenta íslenska málshætti á boli til að selja?“ Vísindavefurinn. 10. des. 2021. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80437>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er löglegt að prenta íslenska málshætti á boli til að selja?
Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvaða skilningur er lagður í hugtakið málsháttur. Fólki er almennt heimilt að prenta það sem það vill á boli og selja þá, nema textinn sé varinn einhverskonar hugverkarétti.

Spyrjanda væri til að mynda óhætt að prenta máltækið „sjaldan fellur eplið langt frá eikinni“ á stuttermaboli og selja þá, enda er það aldagamalt orðatiltæki sem enginn á höfundarétt á eða hefur einkaleyfi á að dreifa. Máltæki og málshættir eru almennt taldir vera í almannaeigu, en það á þó ekki við ef þeir eru ungir og koma greinilega úr höfundarverki nafngreindra aðila.

Máltæki og málshættir eru almennt taldir vera í almannaeigu, en það á þó ekki við ef þeir eru ungir og koma greinilega úr höfundarverki nafngreindra aðila.

Vörumerkjaréttur veitir heimild til að vernda orðasambönd, slagorð og jafnvel málshætti sem vörumerki. Njóti slík vörumerki verndar, til dæmis með skráningu í vörumerkjaskrá, hefur skráður rétthafi einkarétt á notkun þeirra í tengslum við þá flokka vöru og/eða þjónustu sem merkið er skráð fyrir. Verndin getur þó einnig náð út fyrir þá flokka. Það sama gildir ef merki er notað á markaði sem vörumerki án skráningar. Þá gildir verndin svo lengi sem merkið er notað en fellur niður um leið og notkun er hætt, nema höfundaréttur sé hugsanlega til staðar.

Eigandi merkis getur veitt leyfi til notkunar annarra á merkinu og er því rétt að kanna, ef ljóst er að um vörumerki sé að ræða, hvort hægt sé að leita eftir samkomulagi áður en hafist er handa við prentun.

Svarið við spurningunni er því bæði já og nei. Það fer eftir málshættinum sem um er að ræða og hvort einhver eigi tiltekin réttindi sem ná yfir máltækið. Flesta almenna málshætti sem ekki tengjast neinum samtímahöfundi eða vörumerki ætti því að vera óhætt að prenta á boli og selja.

Mynd:

Höfundur þakkar Hugverkastofu fyrir veitta aðstoð við gerð svarsins....