Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hversu margir rafbílar eru á Íslandi?

JGÞ

Upplýsingar um ökutæki á landinu er meðal annars að finna á vef Samgöngustofu, inni á sérvef um bifreiðatölur. Orka náttúrunnar birtir einnig tölur um fjölda raf- og tengitvinnbíla á Íslandi.

Samkvæmt gögnum frá Orku náttúrunnar er fjöldi skráðra rafbíla eftir árum eftirfarandi, miðað við nóvembermánuð hvers árs:
 • 2021: 7.577 (nýjustu tölur ársins 2021 eru frá maí)
 • 2020: 6.021
 • 2019: 3.667
 • 2018: 2.547
 • 2017: 1.906
 • 2016: 1.065
 • 2015: 679
 • 2014: 295

Séu svonefndir tengitvinnbílar taldir með eru tölurnar vitanlega nokkuð hærri, en slíkir bílar eru aðeins knúnir endurnýjanlegum orkugjafa að hluta.

Samkvæmt tölum frá Orku náttúrnnar voru 7.577 rafbílar á Íslandi í maímánuði 2021.

Í tölum frá Samgöngustofu er einnig hægt að fá yfirlit yfir rafknúin bifhjól og torfæruhjól en þau eru hlutfallslega mun færri en bílarnir.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

11.5.2022

Spyrjandi

Bjarni Ólafsson

Tilvísun

JGÞ. „Hversu margir rafbílar eru á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 11. maí 2022. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80526.

JGÞ. (2022, 11. maí). Hversu margir rafbílar eru á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80526

JGÞ. „Hversu margir rafbílar eru á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 11. maí. 2022. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80526>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu margir rafbílar eru á Íslandi?
Upplýsingar um ökutæki á landinu er meðal annars að finna á vef Samgöngustofu, inni á sérvef um bifreiðatölur. Orka náttúrunnar birtir einnig tölur um fjölda raf- og tengitvinnbíla á Íslandi.

Samkvæmt gögnum frá Orku náttúrunnar er fjöldi skráðra rafbíla eftir árum eftirfarandi, miðað við nóvembermánuð hvers árs:
 • 2021: 7.577 (nýjustu tölur ársins 2021 eru frá maí)
 • 2020: 6.021
 • 2019: 3.667
 • 2018: 2.547
 • 2017: 1.906
 • 2016: 1.065
 • 2015: 679
 • 2014: 295

Séu svonefndir tengitvinnbílar taldir með eru tölurnar vitanlega nokkuð hærri, en slíkir bílar eru aðeins knúnir endurnýjanlegum orkugjafa að hluta.

Samkvæmt tölum frá Orku náttúrnnar voru 7.577 rafbílar á Íslandi í maímánuði 2021.

Í tölum frá Samgöngustofu er einnig hægt að fá yfirlit yfir rafknúin bifhjól og torfæruhjól en þau eru hlutfallslega mun færri en bílarnir.

Heimildir:

Mynd:...