Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Menga rafbílar og hvers vegna er rafbíllinn ekki vinsælli en bensín- og dísilbílar?

Haukur Hannesson

Margir halda því fram að þegar búið er að framleiða rafbíl, flytja hann á milli landa og koma honum til eigandans sé heildarmengun rafbíls meiri en bíls sem er einfaldari í framleiðslu og gengur fyrir bensíni eða dísil. Svo er þó ekki. Þá hefur einnig verið töluvert rætt um framleiðsluna á rafmagni fyrir rafbílana, því sums staðar er rafmagn framleitt með kolum en þannig virkjanir menga töluvert mikið vegna losunar á koltvísýringi (CO2). Á Íslandi er þetta ekki raunin, þar sem enginn koltvísýringur fer út í andrúmsloftið við framleiðslu rafmagns með vatnsafli eða jarðvarma þó svo að uppdæling jarðhita flýti fyrir losun á koltvísýringi og eitthvað að koltvísýringi myndist við rotnun plantna sem lenda undir lónum vatnsvirkjana. Þess vegna eru til dæmis uppi hugmyndir um að framleiða rafhlöður í rafbíla hérlendis.

Hugmyndin með rafbílunum er að þeir séu umhverfisvænni en eldsneytisbílarnir og hægt verði að keyra bíla í framtíðinni þegar olíulindir hafa tæmst eða of kostnaðarsamt er að ná olíunni þaðan. Rannsókn sem var gerð á rafbílnum Tesla Roadster (sjá mynd til hægri) og bensínbílnum Toyota Corolla styður hugmyndina um að rafbílar séu umhverfisvænni. Rannsóknin sýndi að rafbíllinn mengaði í alla staði minna en bensínbíllinn, þrátt fyrir að Tesla Roadster sé kraftmikill sportbíll en Toyota Corolla aðeins lítill „sparneytinn“ fjölskyldubíll.

Margar ástæður liggja að baki því af hverju rafbílarnir eru ekki vinsælli en bensín- og dísilbílar. Rafbíllinn er enn í hraðri þróun og því er hann dýr í framleiðslu; það er því ódýrara að kaupa bensín- eða dísilbíl. Litlar áhyggjur þarf að hafa af því að bensín- eða dísilbílarnir verði eldsneytislausir úti á miðri götu í þéttbýli því eldsneytisstöðvar eru á öðru hverju götuhorni og það tekur ekki nema fáeinar mínútur að fylla eldsneytistankinn af eldsneyti. Um rafbílana gegnir öðru máli. Það tekur um 8-12 klst að fullhlaða rafhlöðuna í venjulegum rafbílum. Hleðsla á rafbílunum getur því verið vandamál ef hún gleymist. Í Reykjavík eru komin örfá bílastæði sem eru sérstaklega hugsuð fyrir rafbíla; hægt er að hlaða bílana með því að stinga þeim í samband á bílastæðunum.



Nú er framleiðsla á Mini-E rafbílnum hafin!

Aðalástæðurnar fyrir litlum vinsældum rafbíla eru sem sagt verðið og hræðslan við að verða hleðslulaus. Samsæriskenningar hafa sprottið upp vegna þess hversu fáir hafa fjárfest í rafbílum og er því haldið fram að eigendur stóru eldsneytisfyrirtækjanna haldi þróun rafbíla í skefjum til þess að þeir missi ekki viðskiptavini til rafmagnsins. Einnig er talið að bílaframleiðendur vilji ekki framleiða rafbíla þar sem að viðhaldið við þá er töluvert minna en á bensín- og dísilbílum og þá tapi þeir gríðarlegum fjármunum. Enn ein hugmyndin er að bandarískir stjórnmálamenn vilji ekki að rafbílarnir verði vinsælli þar sem að þessir stjórnmálamenn sitja í stjórnum hjá eldsneytis- og bílaframleiðendum.

Það eru sem sagt margar ástæður fyrir því að rafbílarnir eru ekki vinsælli en raun ber vitni. Rafbílarnir eru hins vegar í stöðugri þróun og sækja á hvað vinsældirnar varðar.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

9.9.2010

Spyrjandi

Thelma Hrund Helgadóttir, f. 1997, Karen Sigurlaugsdóttir, f. 1992

Tilvísun

Haukur Hannesson. „Menga rafbílar og hvers vegna er rafbíllinn ekki vinsælli en bensín- og dísilbílar?“ Vísindavefurinn, 9. september 2010. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=30093.

Haukur Hannesson. (2010, 9. september). Menga rafbílar og hvers vegna er rafbíllinn ekki vinsælli en bensín- og dísilbílar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=30093

Haukur Hannesson. „Menga rafbílar og hvers vegna er rafbíllinn ekki vinsælli en bensín- og dísilbílar?“ Vísindavefurinn. 9. sep. 2010. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=30093>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Menga rafbílar og hvers vegna er rafbíllinn ekki vinsælli en bensín- og dísilbílar?
Margir halda því fram að þegar búið er að framleiða rafbíl, flytja hann á milli landa og koma honum til eigandans sé heildarmengun rafbíls meiri en bíls sem er einfaldari í framleiðslu og gengur fyrir bensíni eða dísil. Svo er þó ekki. Þá hefur einnig verið töluvert rætt um framleiðsluna á rafmagni fyrir rafbílana, því sums staðar er rafmagn framleitt með kolum en þannig virkjanir menga töluvert mikið vegna losunar á koltvísýringi (CO2). Á Íslandi er þetta ekki raunin, þar sem enginn koltvísýringur fer út í andrúmsloftið við framleiðslu rafmagns með vatnsafli eða jarðvarma þó svo að uppdæling jarðhita flýti fyrir losun á koltvísýringi og eitthvað að koltvísýringi myndist við rotnun plantna sem lenda undir lónum vatnsvirkjana. Þess vegna eru til dæmis uppi hugmyndir um að framleiða rafhlöður í rafbíla hérlendis.

Hugmyndin með rafbílunum er að þeir séu umhverfisvænni en eldsneytisbílarnir og hægt verði að keyra bíla í framtíðinni þegar olíulindir hafa tæmst eða of kostnaðarsamt er að ná olíunni þaðan. Rannsókn sem var gerð á rafbílnum Tesla Roadster (sjá mynd til hægri) og bensínbílnum Toyota Corolla styður hugmyndina um að rafbílar séu umhverfisvænni. Rannsóknin sýndi að rafbíllinn mengaði í alla staði minna en bensínbíllinn, þrátt fyrir að Tesla Roadster sé kraftmikill sportbíll en Toyota Corolla aðeins lítill „sparneytinn“ fjölskyldubíll.

Margar ástæður liggja að baki því af hverju rafbílarnir eru ekki vinsælli en bensín- og dísilbílar. Rafbíllinn er enn í hraðri þróun og því er hann dýr í framleiðslu; það er því ódýrara að kaupa bensín- eða dísilbíl. Litlar áhyggjur þarf að hafa af því að bensín- eða dísilbílarnir verði eldsneytislausir úti á miðri götu í þéttbýli því eldsneytisstöðvar eru á öðru hverju götuhorni og það tekur ekki nema fáeinar mínútur að fylla eldsneytistankinn af eldsneyti. Um rafbílana gegnir öðru máli. Það tekur um 8-12 klst að fullhlaða rafhlöðuna í venjulegum rafbílum. Hleðsla á rafbílunum getur því verið vandamál ef hún gleymist. Í Reykjavík eru komin örfá bílastæði sem eru sérstaklega hugsuð fyrir rafbíla; hægt er að hlaða bílana með því að stinga þeim í samband á bílastæðunum.



Nú er framleiðsla á Mini-E rafbílnum hafin!

Aðalástæðurnar fyrir litlum vinsældum rafbíla eru sem sagt verðið og hræðslan við að verða hleðslulaus. Samsæriskenningar hafa sprottið upp vegna þess hversu fáir hafa fjárfest í rafbílum og er því haldið fram að eigendur stóru eldsneytisfyrirtækjanna haldi þróun rafbíla í skefjum til þess að þeir missi ekki viðskiptavini til rafmagnsins. Einnig er talið að bílaframleiðendur vilji ekki framleiða rafbíla þar sem að viðhaldið við þá er töluvert minna en á bensín- og dísilbílum og þá tapi þeir gríðarlegum fjármunum. Enn ein hugmyndin er að bandarískir stjórnmálamenn vilji ekki að rafbílarnir verði vinsælli þar sem að þessir stjórnmálamenn sitja í stjórnum hjá eldsneytis- og bílaframleiðendum.

Það eru sem sagt margar ástæður fyrir því að rafbílarnir eru ekki vinsælli en raun ber vitni. Rafbílarnir eru hins vegar í stöðugri þróun og sækja á hvað vinsældirnar varðar.

Heimildir:

Myndir:...