Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju ganga bílar ekki fyrir vatni?

Sigþór Pétursson

Spurningin er væntanlega sú, hvort vatn gæti komið í stað bensíns eða dísilolíu sem orkugjafi fyrir bíla? Svarið við því er einfaldlega nei.

Eldsneyti sem notað er á bíla eru aðallega kolvetni (e. hydrocarbons). Þegar slíku eldsneyti er brennt, en bruni er hvarf við súrefni, endar allt kolefnið sem var í eldsneytinu sem koltvíildi (koldíoxíð, CO2) og vetnið endar sem vatn, (H2O). Mikil orka losnar við svona bruna vegna þess að orkuinnihald kolvetnisins sem brann er miklu meiri en koltvíildisins og vatnsins. Það er þessi orka, eða að minnsta kosti hluti af henni, sem er beisluð til þess að knýja bílinn áfram.


Vatn getur ekki komið í staðinn fyrir bensín eða dísilolíu sem eldsneyti.

Í dag eru alkóhól og lífdísill líka notuð sem eldsneyti á bíla og það sama gildir um þessi efni þó orkuinnihaldið sé heldur minna vegna þess að þau eru þegar tengd súrefni að hluta til. Allt venjulegt eldsneyti sem notað er á bíla í dag byggist á sams konar hvarfi við súrefni og myndun þessara tveggja orkusnauðu myndefna, koltvíildis og vatns.

Mynd:

Höfundur

prófessor í efnafræði við HA

Útgáfudagur

26.4.2011

Spyrjandi

Lilja Guðmundsdóttir, f. 1997

Tilvísun

Sigþór Pétursson. „Af hverju ganga bílar ekki fyrir vatni?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2011, sótt 15. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=31865.

Sigþór Pétursson. (2011, 26. apríl). Af hverju ganga bílar ekki fyrir vatni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=31865

Sigþór Pétursson. „Af hverju ganga bílar ekki fyrir vatni?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2011. Vefsíða. 15. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=31865>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju ganga bílar ekki fyrir vatni?
Spurningin er væntanlega sú, hvort vatn gæti komið í stað bensíns eða dísilolíu sem orkugjafi fyrir bíla? Svarið við því er einfaldlega nei.

Eldsneyti sem notað er á bíla eru aðallega kolvetni (e. hydrocarbons). Þegar slíku eldsneyti er brennt, en bruni er hvarf við súrefni, endar allt kolefnið sem var í eldsneytinu sem koltvíildi (koldíoxíð, CO2) og vetnið endar sem vatn, (H2O). Mikil orka losnar við svona bruna vegna þess að orkuinnihald kolvetnisins sem brann er miklu meiri en koltvíildisins og vatnsins. Það er þessi orka, eða að minnsta kosti hluti af henni, sem er beisluð til þess að knýja bílinn áfram.


Vatn getur ekki komið í staðinn fyrir bensín eða dísilolíu sem eldsneyti.

Í dag eru alkóhól og lífdísill líka notuð sem eldsneyti á bíla og það sama gildir um þessi efni þó orkuinnihaldið sé heldur minna vegna þess að þau eru þegar tengd súrefni að hluta til. Allt venjulegt eldsneyti sem notað er á bíla í dag byggist á sams konar hvarfi við súrefni og myndun þessara tveggja orkusnauðu myndefna, koltvíildis og vatns.

Mynd:...