Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:01 • Sest 02:01 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:44 • Síðdegis: 13:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:39 í Reykjavík

Ef vísindamenn mundu finna upp nýtt efni í staðinn fyrir bensín, hvernig efni mundi það vera?

JGÞ

Bensín er unnið úr hráolíu sem einnig er nefnd jarðolía. Í svari Leifs A. Símonarsonar við spurningunni Hversu margir lítrar af olíu eru til í heiminum? segir meðal annars þetta um tilurð jarðolíunnar:
Flestir jarðfræðingar eru sammála um að jarðolía hafi myndast úr plöntu- og dýraleifum sem einkum hafa safnast saman á sjávarbotni, enda er hana nær eingöngu að finna í sjávarseti, oft í tengslum við saltmyndanir. [...] Leifarnar hafa síðan tekið ýmsum efnabreytingum í setlögunum fyrir tilstuðlan gerla og hvata, vaxandi þunga efri jarðlaga og hækkandi hitastigs. Jarðlagafargið þrýsti olíunni úr setlögunum sem hún myndaðist í, hún leitaði upp á við eftir sprungum og gropnum jarðlögum, til dæmis kalksteini eða sandsteini, og safnaðist síðan fyrir undir þéttum jarðlögum sem hún komst ekki í gegnum. Þess vegna menga olíulindir í sjónum ekki út frá sér.
Þegar hráolía er hreinsuð fæst úr henni bensín og dísilolía og einnig flugvélabensín, jarðgas og tjara sem notuð er í malbik. Rúmlega tvo lítra af hráolíu þarf til að vinna einn lítra af bensíni.

Bensín er flókin efnablanda (e. chemical mixture) og hefur því enga ákveðna efnafræðiformúlu eins og kemur fram í svari Emelíu Eiríksdóttur við spurningunni Hvers vegna er bensín þynnra en vatn? Þar segir enn fremur: „Bensín inniheldur að megninu til vetniskolefnin (e. hydrocarbons) hexan (C6H14), heptan (C7H16) og oktan (C8H18). Vetniskolefni innihalda kolefnisfrumeindir og vetnisfrumeindir.“ Nákvæm efnasamsetning bensíns er breytileg eftir uppruna þess og fyrirhugaðri notkun, til dæmis eftir því hvort ætlunin er að nota það á flugvélar eða bíla.

Með aðferðum efnafræðinnar er hægt að búa til bensín. Vísindamenn gætu þess vegna búið til efni í staðinn fyrir bensín, sem væri eins og bensín. Gallinn er hins vegar sá að til þess að búa til bensín þarf eiginlega jafnmikla orku og losnar þegar bensíni er brennt og þess vegna dettur engum í hug að reyna það. Slík framleiðsla á bensíni væri ekki mjög hagkvæm.

Eitt af því sem gæti leyst bensín og jarðefnaeldsneyti af hólmi er talið vera vetni eða vetnisrík efnasambönd sem hægt er að framleiða með hjálp raforku frá vatnsafli eða jarðhita. Hægt er að lesa meira um þetta í svari Braga Árnasonar við spurningunni Hvað er að segja um vetni sem orkugjafa framtíðarinnar?

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

5.4.2011

Spyrjandi

Arngrímur Húni, f. 1996

Tilvísun

JGÞ. „Ef vísindamenn mundu finna upp nýtt efni í staðinn fyrir bensín, hvernig efni mundi það vera?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2011. Sótt 15. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59258.

JGÞ. (2011, 5. apríl). Ef vísindamenn mundu finna upp nýtt efni í staðinn fyrir bensín, hvernig efni mundi það vera? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59258

JGÞ. „Ef vísindamenn mundu finna upp nýtt efni í staðinn fyrir bensín, hvernig efni mundi það vera?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2011. Vefsíða. 15. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59258>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ef vísindamenn mundu finna upp nýtt efni í staðinn fyrir bensín, hvernig efni mundi það vera?
Bensín er unnið úr hráolíu sem einnig er nefnd jarðolía. Í svari Leifs A. Símonarsonar við spurningunni Hversu margir lítrar af olíu eru til í heiminum? segir meðal annars þetta um tilurð jarðolíunnar:

Flestir jarðfræðingar eru sammála um að jarðolía hafi myndast úr plöntu- og dýraleifum sem einkum hafa safnast saman á sjávarbotni, enda er hana nær eingöngu að finna í sjávarseti, oft í tengslum við saltmyndanir. [...] Leifarnar hafa síðan tekið ýmsum efnabreytingum í setlögunum fyrir tilstuðlan gerla og hvata, vaxandi þunga efri jarðlaga og hækkandi hitastigs. Jarðlagafargið þrýsti olíunni úr setlögunum sem hún myndaðist í, hún leitaði upp á við eftir sprungum og gropnum jarðlögum, til dæmis kalksteini eða sandsteini, og safnaðist síðan fyrir undir þéttum jarðlögum sem hún komst ekki í gegnum. Þess vegna menga olíulindir í sjónum ekki út frá sér.
Þegar hráolía er hreinsuð fæst úr henni bensín og dísilolía og einnig flugvélabensín, jarðgas og tjara sem notuð er í malbik. Rúmlega tvo lítra af hráolíu þarf til að vinna einn lítra af bensíni.

Bensín er flókin efnablanda (e. chemical mixture) og hefur því enga ákveðna efnafræðiformúlu eins og kemur fram í svari Emelíu Eiríksdóttur við spurningunni Hvers vegna er bensín þynnra en vatn? Þar segir enn fremur: „Bensín inniheldur að megninu til vetniskolefnin (e. hydrocarbons) hexan (C6H14), heptan (C7H16) og oktan (C8H18). Vetniskolefni innihalda kolefnisfrumeindir og vetnisfrumeindir.“ Nákvæm efnasamsetning bensíns er breytileg eftir uppruna þess og fyrirhugaðri notkun, til dæmis eftir því hvort ætlunin er að nota það á flugvélar eða bíla.

Með aðferðum efnafræðinnar er hægt að búa til bensín. Vísindamenn gætu þess vegna búið til efni í staðinn fyrir bensín, sem væri eins og bensín. Gallinn er hins vegar sá að til þess að búa til bensín þarf eiginlega jafnmikla orku og losnar þegar bensíni er brennt og þess vegna dettur engum í hug að reyna það. Slík framleiðsla á bensíni væri ekki mjög hagkvæm.

Eitt af því sem gæti leyst bensín og jarðefnaeldsneyti af hólmi er talið vera vetni eða vetnisrík efnasambönd sem hægt er að framleiða með hjálp raforku frá vatnsafli eða jarðhita. Hægt er að lesa meira um þetta í svari Braga Árnasonar við spurningunni Hvað er að segja um vetni sem orkugjafa framtíðarinnar?

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur. ...