Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Er ódýrara að nota alkóhól sem eldsneyti heldur en bensín? Er til eitthvað annað eldsneyti?

Sigþór Pétursson

Helstu framleiðslulönd lífetanóls (e. bioethanol) árið 2009 eru gefin í töflunni fyrir neðan. Bandaríkin og Brasilía eru í sérflokki hvað framleiðslumagn snertir. Hráefnin fyrir framleiðsluna eru fyrst og fremst korn (Bandaríkin) og sykurreyr (Brasilía).

Land/ ríkjasambandEtanólframleiðsla árið 2009 (milljónir lítra)
Bandaríkin
40.743
Brasilía
27.533
Evrópusambandið
3.940
Kína
2.052
Taíland
1.649
Kanada
1.101
Indland
347
Kólumbía
315
Ástralía
215
Önnur lönd
937

Árið 2008 var gerður samanburður á framleiðslukostnaði etanóls, sem telst til alkóhóls, og bensíns í Bandaríkjunum og kom þá í ljós að miðað við kornverð upp á um 4 dali á skeppu (e. bushel, um það bil 35 L eða 1/4 úr tunnu. Tunna eða fat er 140 L) er framleiðslukostnaður etanólsins 0,44 dalir á lítra eða 0,73 dalir miðað við orkuna sem er í einum lítra af bensíni sem etanólið kæmi í staðinn fyrir; orkuinnihald etanóls miðað við rúmmál er um 61% af orkuinnihaldi venjulegs bensíns. Verðið á olíufatinu væri þá 102 dalir. Miðað við þessar forsendur og að heimsmarkaðsverð á hráolíu sé á bilinu 66-91 dalir á olíufat er kornsterkjuetanól samkeppnisfært við bensín.1

Samsvarandi verð á sykurreyrsetanóli frá Brasilíu er miklu lægra; 0,22-0,37 dalir á orkuinnihald lítra af bensíni eða 31-52 dalir á olíufat. Miðað við heimsmarkaðsverð á olíu þegar þetta er skrifað (í mars 2011) virðist framleiðslukostnaður á etanóli vera mjög samkeppnisfær við bensín eða dísilolíu. Þrátt fyrir þetta hefur etanólframleiðsla í Bandaríkjunum verið styrkt með verulegum og umdeildum ríkisstyrkjum. Einnig er vert að leggja áherslu á að verð á olíu er mjög háð eftirspurn eins og nýlegar hækkanir eru dæmi um. Sama gildir að sjálfsögðu um etanólið. Ef hlutur etanóls yrði aukinn verulega umfram þau fáu prósent sem það er af eldsneytisnotkun í dag myndi það engan veginn anna eftirspurn og þá er líklegt að notast yrði við óhagkvæmari framleiðslusvæði sem myndu hækka verðið.

Hvaða eldsneyti er hagkvæmast að nota til að knýja bíla?

Etanólframleiðsla er og verður til framtíðar aldrei nema lítill hluti af orkunýtingu lífmassa, en framtíðarspár, fyrir árið 2050, um mögulega orkuframleiðslu úr lífmassa eru frá 40 til yfir 1.000 EJ (skammstöfun fyrir exajoule en 1 EJ = 1018 J). Nú þegar er orkuframleiðsla úr lífmassa í heiminum um 40 EJ, sem er um 10% af heildarorkunotkun jarðarbúa, en etanólframleiðsla, sérstaklega úr korni og sykurreyr, er mjög umdeild vegna umhverfisáhrifa.2

Seinni hluti spurningarinnar, hvort það sé til eitthvað annað eldsneyti en etanól sem hægt væri að nota á bíla, snýst ef til vill ekki um aðalatriðið. Einfalda svarið við þessu er að það er hægt að búa til efni eins og metanól (CH3OH) og bútanól (CH3CH2CH2CH2OH) sem hægt væri að blanda í bensín á svipaðan hátt og gert er fyrir etanól. Það er líka hægt að búa til dímetýleter (e. dimethyl ether, CH3OCH3) úr metanóli. Þetta efni er lofttegund með suðumark upp á -23,6 °C, en er ágætiseldsneyti fyrir dísilvélar.3 Þessi efni væru varla ódýrari en etanól. Vandamálið sem heimurinn mun þurfa að takast á við innan fárra ára er ekki hvernig búa eigi til eldsneyti fyrir þá bíla sem nú eru framleiddir heldur hvaða orkugjafi á að koma í staðinn fyrir jarðefnaeldsneytið sem gefur heiminum um 85% af þeirri orku sem nú er notuð.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Frekara lesefni utan Vísindavefsins:

Heimildir:
1 Biofuels for Transportation: A Climate Perspective: Prepared for the Pew Center on Global Climate Change, Naomi Peña, June 2008.

2 Wikipedia - ethanol fuel - Skoðað 15.03.11

3 Wikipedia - dimethyl ether - Skoðað 15.03.11.
Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Er ódýrara að nota alkóhól sem eldsneyti heldur en bensín? Er til eitthvað annað eldsneyti sem er betra og ódýrara í framleiðslu en alkóhól sem hægt væri að nota á bíla sem eru nú þegar með bensínvélar?

Höfundur

prófessor í efnafræði við HA

Útgáfudagur

20.6.2011

Spyrjandi

Árni Freyr Erlingsson

Tilvísun

Sigþór Pétursson. „Er ódýrara að nota alkóhól sem eldsneyti heldur en bensín? Er til eitthvað annað eldsneyti?“ Vísindavefurinn, 20. júní 2011. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=31819.

Sigþór Pétursson. (2011, 20. júní). Er ódýrara að nota alkóhól sem eldsneyti heldur en bensín? Er til eitthvað annað eldsneyti? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=31819

Sigþór Pétursson. „Er ódýrara að nota alkóhól sem eldsneyti heldur en bensín? Er til eitthvað annað eldsneyti?“ Vísindavefurinn. 20. jún. 2011. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=31819>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er ódýrara að nota alkóhól sem eldsneyti heldur en bensín? Er til eitthvað annað eldsneyti?
Helstu framleiðslulönd lífetanóls (e. bioethanol) árið 2009 eru gefin í töflunni fyrir neðan. Bandaríkin og Brasilía eru í sérflokki hvað framleiðslumagn snertir. Hráefnin fyrir framleiðsluna eru fyrst og fremst korn (Bandaríkin) og sykurreyr (Brasilía).

Land/ ríkjasambandEtanólframleiðsla árið 2009 (milljónir lítra)
Bandaríkin
40.743
Brasilía
27.533
Evrópusambandið
3.940
Kína
2.052
Taíland
1.649
Kanada
1.101
Indland
347
Kólumbía
315
Ástralía
215
Önnur lönd
937

Árið 2008 var gerður samanburður á framleiðslukostnaði etanóls, sem telst til alkóhóls, og bensíns í Bandaríkjunum og kom þá í ljós að miðað við kornverð upp á um 4 dali á skeppu (e. bushel, um það bil 35 L eða 1/4 úr tunnu. Tunna eða fat er 140 L) er framleiðslukostnaður etanólsins 0,44 dalir á lítra eða 0,73 dalir miðað við orkuna sem er í einum lítra af bensíni sem etanólið kæmi í staðinn fyrir; orkuinnihald etanóls miðað við rúmmál er um 61% af orkuinnihaldi venjulegs bensíns. Verðið á olíufatinu væri þá 102 dalir. Miðað við þessar forsendur og að heimsmarkaðsverð á hráolíu sé á bilinu 66-91 dalir á olíufat er kornsterkjuetanól samkeppnisfært við bensín.1

Samsvarandi verð á sykurreyrsetanóli frá Brasilíu er miklu lægra; 0,22-0,37 dalir á orkuinnihald lítra af bensíni eða 31-52 dalir á olíufat. Miðað við heimsmarkaðsverð á olíu þegar þetta er skrifað (í mars 2011) virðist framleiðslukostnaður á etanóli vera mjög samkeppnisfær við bensín eða dísilolíu. Þrátt fyrir þetta hefur etanólframleiðsla í Bandaríkjunum verið styrkt með verulegum og umdeildum ríkisstyrkjum. Einnig er vert að leggja áherslu á að verð á olíu er mjög háð eftirspurn eins og nýlegar hækkanir eru dæmi um. Sama gildir að sjálfsögðu um etanólið. Ef hlutur etanóls yrði aukinn verulega umfram þau fáu prósent sem það er af eldsneytisnotkun í dag myndi það engan veginn anna eftirspurn og þá er líklegt að notast yrði við óhagkvæmari framleiðslusvæði sem myndu hækka verðið.

Hvaða eldsneyti er hagkvæmast að nota til að knýja bíla?

Etanólframleiðsla er og verður til framtíðar aldrei nema lítill hluti af orkunýtingu lífmassa, en framtíðarspár, fyrir árið 2050, um mögulega orkuframleiðslu úr lífmassa eru frá 40 til yfir 1.000 EJ (skammstöfun fyrir exajoule en 1 EJ = 1018 J). Nú þegar er orkuframleiðsla úr lífmassa í heiminum um 40 EJ, sem er um 10% af heildarorkunotkun jarðarbúa, en etanólframleiðsla, sérstaklega úr korni og sykurreyr, er mjög umdeild vegna umhverfisáhrifa.2

Seinni hluti spurningarinnar, hvort það sé til eitthvað annað eldsneyti en etanól sem hægt væri að nota á bíla, snýst ef til vill ekki um aðalatriðið. Einfalda svarið við þessu er að það er hægt að búa til efni eins og metanól (CH3OH) og bútanól (CH3CH2CH2CH2OH) sem hægt væri að blanda í bensín á svipaðan hátt og gert er fyrir etanól. Það er líka hægt að búa til dímetýleter (e. dimethyl ether, CH3OCH3) úr metanóli. Þetta efni er lofttegund með suðumark upp á -23,6 °C, en er ágætiseldsneyti fyrir dísilvélar.3 Þessi efni væru varla ódýrari en etanól. Vandamálið sem heimurinn mun þurfa að takast á við innan fárra ára er ekki hvernig búa eigi til eldsneyti fyrir þá bíla sem nú eru framleiddir heldur hvaða orkugjafi á að koma í staðinn fyrir jarðefnaeldsneytið sem gefur heiminum um 85% af þeirri orku sem nú er notuð.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Frekara lesefni utan Vísindavefsins:

Heimildir:
1 Biofuels for Transportation: A Climate Perspective: Prepared for the Pew Center on Global Climate Change, Naomi Peña, June 2008.

2 Wikipedia - ethanol fuel - Skoðað 15.03.11

3 Wikipedia - dimethyl ether - Skoðað 15.03.11.
Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Er ódýrara að nota alkóhól sem eldsneyti heldur en bensín? Er til eitthvað annað eldsneyti sem er betra og ódýrara í framleiðslu en alkóhól sem hægt væri að nota á bíla sem eru nú þegar með bensínvélar?
...