Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Af hverju missir fólk bragð- og lyktarskyn þegar það fær COVID-19?

Jón Magnús Jóhannesson

Öll spurningin hljóðaði svona:
Hvað er það sem COVID-19 gerir nákvæmlega við bragð- og lyktarskyn þeirra sem fá veiruna? Ég er búin að heyra um fólk sem segist hafa misst bragð- og lyktarskynið eftir að þau veiktust, af hverju?

Breyting á lyktar- og bragðskyni eru algeng einkenni þeirra sem fá sjúkdóminn COVID-19. Birtingarmyndin er oftast skyndilegt tap á lyktarskyni með eða án breytingar á bragðskyni. Einnig hefur því verið lýst að eiginleikar lyktar og bragðs geti breyst. Það er breytilegt hversu algeng þessi einkenni eru en ljóst er að stór hluti sjúklinga upplifir einhverskonar breytingu á lyktar- og bragðskyni. Talið er að um 40%-50% sjúklinga með COVID-19 finni fyrir breytingu á lyktarskyni og rúmlega 40% finna fyrir breytingu á bragðskyni. Algengi þessara einkenna virðist minnka með hækkandi aldri. Hjá sumum er breyting á lyktar- og bragðskyni einu einkenni COVID-19.

Þessi einkenni eru ekki einstök fyrir COVID-19 og í raun geta allar efri öndunarfærasýkingar valdið markvissri truflun á lyktar- og bragðskyni. Orsakavaldar efri öndunarfærasýkinga eru sömuleiðis ótalmargir, en veirur virðast þó hafa meiri áhrif á þessi skynfæri heldur en aðrir sýkingarvaldar. Einnig ber að árétta mikilvægi lyktarskyns í upplifun okkar á bragði - líklegast er orsök breytingar á bragðskyni í flestum tilfellum bein afleiðing breytingar á lyktarskyni.

Skýringarmynd af virkni lyktarskynsins. Lyktarnemar í lyktarslímhúð (fyrir miðju myndarinnar) senda boð til lyktarklumbu (gulleit) sem vinnur úr skilaboðunum og sendir áfram til heilans. Veirusýkingar geta haft áhrif á þetta ferli.

Við finnum lykt þegar lyktarnemar í svokallaðri lyktarslímhúð (e. olfactory epithelium) greina vissar sameindir í lofti sem við öndum að okkur. Lyktarslímhúðin liggur ofarlega í nefholi og er í raun sérstakt form af hefðbundinni öndunarfæraslímhúð. Þegar lyktarnemi virkjast sendir hann skilaboð áfram til lyktarklumbunnar (e. olfactory bulb), sem vinnur úr skilaboðunum og sendir áfram til heilans.

Veirur geta haft áhrif á lyktarskyn á þrjá vegu:
  1. Veirusýking í slímhúð nefhols getur valdið bólgu, sem truflar aðgengi lyktarnema að sameindum í innöndunarlofti.
  2. Veira getur haft bein, skaðleg áhrif á lyktarnema.
  3. Veira getur flust yfir í lyktarklumbu og sýkt taugavef beint.

Talið er líklegt að leið 1 og mögulega leið 2 eigi mestan þátt í einkennum vegna COVID-19. Viss gögn benda til þess að veiran SARS-CoV-2 geti haft bein áhrif á lyktarklumbuna og meira að segja sýkt frumur á því svæði. Þetta eru hins vegar enn sem komið er aðeins tilgátur.

Flestir sem fá ofangreind einkenni jafna sig eftir um 1-2 vikur. Hins vegar má vænta þess að hluti einstaklinga verði fyrir langvarandi skerðingu á lyktar- og bragðskyni, líkt og á við um sumar aðrar veirusýkingar. Þetta mun skýrast á komandi mánuðum og árum.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Jón Magnús Jóhannesson

læknir og rannsakandi

Útgáfudagur

26.11.2020

Spyrjandi

Sólveig Jónsdóttir

Tilvísun

Jón Magnús Jóhannesson. „Af hverju missir fólk bragð- og lyktarskyn þegar það fær COVID-19?“ Vísindavefurinn, 26. nóvember 2020. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80594.

Jón Magnús Jóhannesson. (2020, 26. nóvember). Af hverju missir fólk bragð- og lyktarskyn þegar það fær COVID-19? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80594

Jón Magnús Jóhannesson. „Af hverju missir fólk bragð- og lyktarskyn þegar það fær COVID-19?“ Vísindavefurinn. 26. nóv. 2020. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80594>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju missir fólk bragð- og lyktarskyn þegar það fær COVID-19?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvað er það sem COVID-19 gerir nákvæmlega við bragð- og lyktarskyn þeirra sem fá veiruna? Ég er búin að heyra um fólk sem segist hafa misst bragð- og lyktarskynið eftir að þau veiktust, af hverju?

Breyting á lyktar- og bragðskyni eru algeng einkenni þeirra sem fá sjúkdóminn COVID-19. Birtingarmyndin er oftast skyndilegt tap á lyktarskyni með eða án breytingar á bragðskyni. Einnig hefur því verið lýst að eiginleikar lyktar og bragðs geti breyst. Það er breytilegt hversu algeng þessi einkenni eru en ljóst er að stór hluti sjúklinga upplifir einhverskonar breytingu á lyktar- og bragðskyni. Talið er að um 40%-50% sjúklinga með COVID-19 finni fyrir breytingu á lyktarskyni og rúmlega 40% finna fyrir breytingu á bragðskyni. Algengi þessara einkenna virðist minnka með hækkandi aldri. Hjá sumum er breyting á lyktar- og bragðskyni einu einkenni COVID-19.

Þessi einkenni eru ekki einstök fyrir COVID-19 og í raun geta allar efri öndunarfærasýkingar valdið markvissri truflun á lyktar- og bragðskyni. Orsakavaldar efri öndunarfærasýkinga eru sömuleiðis ótalmargir, en veirur virðast þó hafa meiri áhrif á þessi skynfæri heldur en aðrir sýkingarvaldar. Einnig ber að árétta mikilvægi lyktarskyns í upplifun okkar á bragði - líklegast er orsök breytingar á bragðskyni í flestum tilfellum bein afleiðing breytingar á lyktarskyni.

Skýringarmynd af virkni lyktarskynsins. Lyktarnemar í lyktarslímhúð (fyrir miðju myndarinnar) senda boð til lyktarklumbu (gulleit) sem vinnur úr skilaboðunum og sendir áfram til heilans. Veirusýkingar geta haft áhrif á þetta ferli.

Við finnum lykt þegar lyktarnemar í svokallaðri lyktarslímhúð (e. olfactory epithelium) greina vissar sameindir í lofti sem við öndum að okkur. Lyktarslímhúðin liggur ofarlega í nefholi og er í raun sérstakt form af hefðbundinni öndunarfæraslímhúð. Þegar lyktarnemi virkjast sendir hann skilaboð áfram til lyktarklumbunnar (e. olfactory bulb), sem vinnur úr skilaboðunum og sendir áfram til heilans.

Veirur geta haft áhrif á lyktarskyn á þrjá vegu:
  1. Veirusýking í slímhúð nefhols getur valdið bólgu, sem truflar aðgengi lyktarnema að sameindum í innöndunarlofti.
  2. Veira getur haft bein, skaðleg áhrif á lyktarnema.
  3. Veira getur flust yfir í lyktarklumbu og sýkt taugavef beint.

Talið er líklegt að leið 1 og mögulega leið 2 eigi mestan þátt í einkennum vegna COVID-19. Viss gögn benda til þess að veiran SARS-CoV-2 geti haft bein áhrif á lyktarklumbuna og meira að segja sýkt frumur á því svæði. Þetta eru hins vegar enn sem komið er aðeins tilgátur.

Flestir sem fá ofangreind einkenni jafna sig eftir um 1-2 vikur. Hins vegar má vænta þess að hluti einstaklinga verði fyrir langvarandi skerðingu á lyktar- og bragðskyni, líkt og á við um sumar aðrar veirusýkingar. Þetta mun skýrast á komandi mánuðum og árum.

Heimildir:

Mynd:...