Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Verða varanlegar skemmdir á lungum eftir COVID-19-veikindi?

Jón Magnús Jóhannesson

COVID-19 er sýking vegna kórónuveirunnar SARS-CoV-2. Hafa ber í huga að þessi veira getur valdið sýkingum víða í líkamanum, meðal annars í öndunarfærum. Flestir fá aðeins væga sýkingu í efri öndunarfæri (allt ofan barkakýlis) og stundum niður í berkjur og minni berkjunga. Gögn hingað til benda til þess að bati eftir slík veikindi geti tekið dágóðan tíma en sé almennt góður og engar langtímaafleiðingar hljótist af.

Hins vegar getur COVID-19 einnig valdið alvarlegri sýkingum sem ná niður í lungun, sérstaklega þann hluta lungna þar sem loftskipti fara fram. Í alvarlegustu tilfellunum verður til ástand sem kallast brátt andnauðarheilkenni (e. acute respiratory distress syndrome), þar sem mikið bólgusvar og vefjaskemmdir fara saman. Við það minnkar geta lungna til að koma súrefni yfir í blóðið og þaðan til annarra vefja.

COVID-19 getur valdið alvarlegri sýkingum sem ná niður í lungun, sérstaklega þann hluta lungna þar sem loftskipti fara fram. Í alvarlegustu tilfellunum verður til ástand sem kallast brátt andnauðarheilkenni og við það minnkar geta lungna til að koma súrefni yfir í blóðið og þaðan til annarra vefja. Skýringarmynd af loftskiptum í lungnablöðru.

Ekki liggja fyrir skýr svör um nákvæmar langtímaafleiðingar af þessum alvarlegum sýkingum í tengslum við COVID-19 - það er hreinlega of stuttur tími liðinn til þess. Hins vegar eru alvarlegar lungnabólgur og brátt andnauðarheilkenni ekki glæný fyrirbæri - margskonar sýkingar geta valdið álíka mynstri veikinda, til að mynda fyrri kórónuveirusýkingarnar SARS (e. severe acute respiratory syndrome) og MERS (e. Middle-East respiratory syndrome) ásamt mörgum gerðum inflúensu (sérstaklega fuglaflensa). Þannig getum við fengið hugmynd um afleiðingar COVID-19 með því að skoða þessar skæðu pestir.

SARS greindist fyrst 2002 og olli faraldri á tímabilinu 2003-2004. Li og félagar skoðuðu sérstaklega einstaklinga sem fengu SARS og brátt andnauðarheilkenni og voru þess vegna alvarlega veikir. Eftir sex mánuði var lungnastarfsemi metin eðlileg hjá öllum, þó lífsgæðamælingar sýndu einhverjar breytingar allt að 12 mánuðum eftir lok veikinda. Í annarri rannsókn könnuðu Hui og félagar einstaklinga sem fengu SARS, óháð alvarleika. Eftir eitt ár voru enn sýnilegar breytingar á lungnamyndum, með minnkuðu þreki og súrefnisflæði gegnum lungnavef. Hins vegar voru ekki marktækar breytingar á starfsemi öndunar og mögulegt að þættir utan lungna (til dæmis áhrif á vöðva, taugar og fleira) spili hér inn í.

MERS kom fyrst upp 2012 og hefur valdið stökum tilfellum og faröldrum síðan þá. Rannsókn Khalid og félaga beindist að langtímahorfum einstaklinga sem fengu MERS og brátt andnauðarheilkenni. Þau komust að því að allir sem lifðu af náðu fullum bata. Batawi og félagar skoðuðu sérstaklega lífsgæði eftir MERS og fundu að ári síðar voru þau enn skert, sérstaklega hjá þeim sem glímdu við alvarlegustu veikindin.

Röntgenmynd af lungum í sjúklingi með MERS.

Hafa ber í huga að bæði SARS og MERS eru talsvert alvarlegri sjúkdómar en COVID-19 - dánarhlutfallið er rúmlega 10% fyrir SARS en um 35% fyrir MERS. Þannig má ekki heimfæra niðurstöður sem tengjast þessum sjúkdómum alfarið yfir á COVID-19.

En hvað er þá hægt að segja um COVID-19? Líklegt má telja að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem fá COVID-19 muni ekki hljóta langvarandi lungnaskaða. Þeir sem verða alvarlega veikir geta búist við því að það taki dágóðan tíma að ná sér að fullu - mögulega marga mánuði. Í vissum tilfellum verða einhverjar breytingar í lungnavef, sem gæti leitt til þess að lungnastarfsemi verði ekki að fullu eðlileg ári eftir veikindin. Þetta áréttar mikilvægi endurhæfingar í kjölfar COVID-19. Með reglulegri hreyfingu og öðrum úrræðum er hægt að hámarka bata eftir alvarleg veikindi og um leið minnka langtímaafleiðingar. Frekari rannsóknir og reynsla mun færa okkur nær því markmiði.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Jón Magnús Jóhannesson

læknir og rannsakandi

Útgáfudagur

22.5.2020

Spyrjandi

Valgerður Anna Þórisdóttir

Tilvísun

Jón Magnús Jóhannesson. „Verða varanlegar skemmdir á lungum eftir COVID-19-veikindi? “ Vísindavefurinn, 22. maí 2020. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79016.

Jón Magnús Jóhannesson. (2020, 22. maí). Verða varanlegar skemmdir á lungum eftir COVID-19-veikindi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79016

Jón Magnús Jóhannesson. „Verða varanlegar skemmdir á lungum eftir COVID-19-veikindi? “ Vísindavefurinn. 22. maí. 2020. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79016>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Verða varanlegar skemmdir á lungum eftir COVID-19-veikindi?
COVID-19 er sýking vegna kórónuveirunnar SARS-CoV-2. Hafa ber í huga að þessi veira getur valdið sýkingum víða í líkamanum, meðal annars í öndunarfærum. Flestir fá aðeins væga sýkingu í efri öndunarfæri (allt ofan barkakýlis) og stundum niður í berkjur og minni berkjunga. Gögn hingað til benda til þess að bati eftir slík veikindi geti tekið dágóðan tíma en sé almennt góður og engar langtímaafleiðingar hljótist af.

Hins vegar getur COVID-19 einnig valdið alvarlegri sýkingum sem ná niður í lungun, sérstaklega þann hluta lungna þar sem loftskipti fara fram. Í alvarlegustu tilfellunum verður til ástand sem kallast brátt andnauðarheilkenni (e. acute respiratory distress syndrome), þar sem mikið bólgusvar og vefjaskemmdir fara saman. Við það minnkar geta lungna til að koma súrefni yfir í blóðið og þaðan til annarra vefja.

COVID-19 getur valdið alvarlegri sýkingum sem ná niður í lungun, sérstaklega þann hluta lungna þar sem loftskipti fara fram. Í alvarlegustu tilfellunum verður til ástand sem kallast brátt andnauðarheilkenni og við það minnkar geta lungna til að koma súrefni yfir í blóðið og þaðan til annarra vefja. Skýringarmynd af loftskiptum í lungnablöðru.

Ekki liggja fyrir skýr svör um nákvæmar langtímaafleiðingar af þessum alvarlegum sýkingum í tengslum við COVID-19 - það er hreinlega of stuttur tími liðinn til þess. Hins vegar eru alvarlegar lungnabólgur og brátt andnauðarheilkenni ekki glæný fyrirbæri - margskonar sýkingar geta valdið álíka mynstri veikinda, til að mynda fyrri kórónuveirusýkingarnar SARS (e. severe acute respiratory syndrome) og MERS (e. Middle-East respiratory syndrome) ásamt mörgum gerðum inflúensu (sérstaklega fuglaflensa). Þannig getum við fengið hugmynd um afleiðingar COVID-19 með því að skoða þessar skæðu pestir.

SARS greindist fyrst 2002 og olli faraldri á tímabilinu 2003-2004. Li og félagar skoðuðu sérstaklega einstaklinga sem fengu SARS og brátt andnauðarheilkenni og voru þess vegna alvarlega veikir. Eftir sex mánuði var lungnastarfsemi metin eðlileg hjá öllum, þó lífsgæðamælingar sýndu einhverjar breytingar allt að 12 mánuðum eftir lok veikinda. Í annarri rannsókn könnuðu Hui og félagar einstaklinga sem fengu SARS, óháð alvarleika. Eftir eitt ár voru enn sýnilegar breytingar á lungnamyndum, með minnkuðu þreki og súrefnisflæði gegnum lungnavef. Hins vegar voru ekki marktækar breytingar á starfsemi öndunar og mögulegt að þættir utan lungna (til dæmis áhrif á vöðva, taugar og fleira) spili hér inn í.

MERS kom fyrst upp 2012 og hefur valdið stökum tilfellum og faröldrum síðan þá. Rannsókn Khalid og félaga beindist að langtímahorfum einstaklinga sem fengu MERS og brátt andnauðarheilkenni. Þau komust að því að allir sem lifðu af náðu fullum bata. Batawi og félagar skoðuðu sérstaklega lífsgæði eftir MERS og fundu að ári síðar voru þau enn skert, sérstaklega hjá þeim sem glímdu við alvarlegustu veikindin.

Röntgenmynd af lungum í sjúklingi með MERS.

Hafa ber í huga að bæði SARS og MERS eru talsvert alvarlegri sjúkdómar en COVID-19 - dánarhlutfallið er rúmlega 10% fyrir SARS en um 35% fyrir MERS. Þannig má ekki heimfæra niðurstöður sem tengjast þessum sjúkdómum alfarið yfir á COVID-19.

En hvað er þá hægt að segja um COVID-19? Líklegt má telja að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem fá COVID-19 muni ekki hljóta langvarandi lungnaskaða. Þeir sem verða alvarlega veikir geta búist við því að það taki dágóðan tíma að ná sér að fullu - mögulega marga mánuði. Í vissum tilfellum verða einhverjar breytingar í lungnavef, sem gæti leitt til þess að lungnastarfsemi verði ekki að fullu eðlileg ári eftir veikindin. Þetta áréttar mikilvægi endurhæfingar í kjölfar COVID-19. Með reglulegri hreyfingu og öðrum úrræðum er hægt að hámarka bata eftir alvarleg veikindi og um leið minnka langtímaafleiðingar. Frekari rannsóknir og reynsla mun færa okkur nær því markmiði.

Heimildir:

Mynd:...