Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:36 • Sest 06:48 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 19:33 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:10 • Síðdegis: 13:19 í Reykjavík

Voru grameðlur í rauninni vondar eða voru þær bara að reyna að lifa af?

Jón Már Halldórsson

Grameðlan (Tyrannosaurus rex) var ekki vond í þeim skilningi sem við leggjum í illsku heldur var hún ráneðla sem leitaði uppi bráð eða hræ sér til viðurværis rétt eins og önnur rándýr sem við þekkjum í dag. Í raun er ekki vitað hvort hún veiddi lifandi bráð eða var fyrst og fremst hrææta en um það má lesa meira í svari við spurningunni Hvernig öfluðu grameðlur sér fæðu og hvaða dýr veiddu þær? Það skiptir hins vegar ekki öllu máli þegar spurningunni um meinta illsku grameðlunnar er svarað.

Leifar grameðlu á náttúruminjasafni Bandaríkjanna (e. American Museum of Natural History).

Grameðlan var stór skepna og talið er að hún hafi herjað á nashyrningseðlur (Ceratopsia). Rannsóknir hafa sýnt að bitkraftur grameðlunnar hafi líklegast verið einn sá mesti af þurrlendisdýri, mögulega allt að 60 þúsund newton, sem er um tíu sinnum meiri bitkraftur en hjá krókódílum sem hafa mesta bitkraft núlifandi dýra. Grameðlan gat því rifið í sig bráð af miklu afli.

Á myndbandinu Tyrannosaurus vs Triceratops frá NHK World-Japan má sjá hvernig einhverjir hafa gert sér í hugarlund samskipti grameðla og nashyrningseðlu. Munum þó að í raun er ekki vitað hvort grameðlan veiddi eða lagðist á hræ nashyrningseðla.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.1.2021

Spyrjandi

4. bekkur í Varmárskóla

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Voru grameðlur í rauninni vondar eða voru þær bara að reyna að lifa af?“ Vísindavefurinn, 11. janúar 2021. Sótt 13. ágúst 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=80641.

Jón Már Halldórsson. (2021, 11. janúar). Voru grameðlur í rauninni vondar eða voru þær bara að reyna að lifa af? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80641

Jón Már Halldórsson. „Voru grameðlur í rauninni vondar eða voru þær bara að reyna að lifa af?“ Vísindavefurinn. 11. jan. 2021. Vefsíða. 13. ágú. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80641>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Voru grameðlur í rauninni vondar eða voru þær bara að reyna að lifa af?
Grameðlan (Tyrannosaurus rex) var ekki vond í þeim skilningi sem við leggjum í illsku heldur var hún ráneðla sem leitaði uppi bráð eða hræ sér til viðurværis rétt eins og önnur rándýr sem við þekkjum í dag. Í raun er ekki vitað hvort hún veiddi lifandi bráð eða var fyrst og fremst hrææta en um það má lesa meira í svari við spurningunni Hvernig öfluðu grameðlur sér fæðu og hvaða dýr veiddu þær? Það skiptir hins vegar ekki öllu máli þegar spurningunni um meinta illsku grameðlunnar er svarað.

Leifar grameðlu á náttúruminjasafni Bandaríkjanna (e. American Museum of Natural History).

Grameðlan var stór skepna og talið er að hún hafi herjað á nashyrningseðlur (Ceratopsia). Rannsóknir hafa sýnt að bitkraftur grameðlunnar hafi líklegast verið einn sá mesti af þurrlendisdýri, mögulega allt að 60 þúsund newton, sem er um tíu sinnum meiri bitkraftur en hjá krókódílum sem hafa mesta bitkraft núlifandi dýra. Grameðlan gat því rifið í sig bráð af miklu afli.

Á myndbandinu Tyrannosaurus vs Triceratops frá NHK World-Japan má sjá hvernig einhverjir hafa gert sér í hugarlund samskipti grameðla og nashyrningseðlu. Munum þó að í raun er ekki vitað hvort grameðlan veiddi eða lagðist á hræ nashyrningseðla.

Heimildir og mynd:...