Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað er píramídasvindl?

Gylfi Magnússon

Fjársöfnun, þar sem lofað er hárri ávöxtun og inngreiðslur frá síðari fjárfestum eru notaðar til að standa við loforð til fyrri fjárfesta, er oft kennd við píramída.

Fyrstu fjárfestarnir eru þá hugsaðir sem efsta lag píramída. Til þess að geta greitt þeim þá ávöxtun sem þeim var lofað þarf næsta lag píramídans að vera stærra en efsta lagið. Til að geta greitt þeim sem eru í næstefsta laginu þarf þriðja efsta lagið að vera enn stærra og þannig koll af kolli. Vandinn er að píramídar geta ekki stækkað endalaust, þótt ekki væri nema vegna þess að hugsanlegir fjárfestar eru ekki óendanlega margir. Fyrr eða síðar er óhjákvæmilegt að vextinum ljúki og þá hljóta þeir sem eru í neðstu lögunum, það er síðustu fjárfestarnir, að tapa fé sínu.

Annað nafn á fyrirbrigðið er Ponzi-leikur (e. Ponzi scheme). Charles Ponzi blekkti fjölmarga íbúa Boston árið 1920. Hann lofaði þeim ýmist 50% ávöxtun á 45 dögum eða tvöföldun höfuðstóls á níutíu dögum. Um 40.000 manns féllu fyrir þessu og fjárfestu fyrir um 15 milljónir Bandaríkjadala í sjóði hans. Þetta gekk í um það bil hálft ár og Ponzi varð moldríkur. Þá hrundi allt saman, Ponzi fór í fangelsi og fjárfestarnir sátu eftir með sárt ennið, fengu einungis um það bil þriðjung fjár síns til baka.

Charles Ponzi blekkti fjölmarga íbúa í Boston árið 1920. Hann fór síðan í fangelsi.

Sumir vilja gera greinarmun á píramídaleikjum og leik Ponzis. Þeir flokka þá fjársöfnun þar sem allir viðskiptavinir skipta við sama aðila sem Ponzi-leik en ef hver kynslóð fjárfesta skiptir við næstu kynslóð á undan þá sé um píramídaleik að ræða. Í báðum tilfellum þarf þó sífellt fleiri þátttakendur, annars hrynur leikurinn.

Af og til heyrist af fjársöfnun af þessu toga hér á landi, oftast með einhvers konar keðjubréfum. Rétt er að taka fram að fjársöfnun með keðjubréfum er þó ólögleg hérlendis, samkvæmt lögum um opinberar fjársafnanir, nr. 5/1977.

Sá sem vakið hefur mesta athygli fyrir að feta í fótspor Ponzis á síðari tímum er Bernie Madoff. Hann flaug hátt á bandarískum fjármálamarkaði áratugum saman og rak fyrirtæki undir heitinu Bernie Madoff Investment Securities. Fyrirtækið var líklega stærsta píramídasvindl sögunnar, mælt í upphæðunum sem voru undir. Það hrundi síðla árs 2008 og Madoff var dæmdur í 150 ára fangelsi.

Ein þekkt tegund píramídasvindls sem erfitt hefur reynst að uppræta í mörgum löndum er svokölluð margþrepa markaðssetning, á ensku Multi-Level-Marketing eða MLM. Í slíkum kerfum selur neðsta lagið einhverja afurð, yfirleitt gagnslitla eða gagnslausa, en fær einungis litla þóknun fyrir hverja sölu, þótt varan sé seld langt yfir kostnaðarverði. Flestir þeirra sem eru neðstir í píramídanum fá varla fyrir kostnaði, hvað þá laun fyrir vinnu sína. Næstu lög fyrir ofan í píramídanum fá hins vegar sífellt hærri þóknanir, eftir því hve margir eru fyrir neðan þá og topparnir græða á tá og fingri á meðan allt gengur vel. Eins og aðrir píramídar ganga þessir illa upp nema lögunum fari sífellt fjölgandi svo að einhver von virðist til þess að þeir sem eru neðstir geti færst fjær botninum og farið að fá hærri þóknun fyrir sit strit. Það gengur hins vegar ekki til lengdar að píramídinn fari sífellt stækkandi svo að fyrr eða síðar hrynur allt kerfið.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

15.12.2020

Spyrjandi

Gunnar Kristjánsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er píramídasvindl?“ Vísindavefurinn, 15. desember 2020. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80792.

Gylfi Magnússon. (2020, 15. desember). Hvað er píramídasvindl? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80792

Gylfi Magnússon. „Hvað er píramídasvindl?“ Vísindavefurinn. 15. des. 2020. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80792>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er píramídasvindl?
Fjársöfnun, þar sem lofað er hárri ávöxtun og inngreiðslur frá síðari fjárfestum eru notaðar til að standa við loforð til fyrri fjárfesta, er oft kennd við píramída.

Fyrstu fjárfestarnir eru þá hugsaðir sem efsta lag píramída. Til þess að geta greitt þeim þá ávöxtun sem þeim var lofað þarf næsta lag píramídans að vera stærra en efsta lagið. Til að geta greitt þeim sem eru í næstefsta laginu þarf þriðja efsta lagið að vera enn stærra og þannig koll af kolli. Vandinn er að píramídar geta ekki stækkað endalaust, þótt ekki væri nema vegna þess að hugsanlegir fjárfestar eru ekki óendanlega margir. Fyrr eða síðar er óhjákvæmilegt að vextinum ljúki og þá hljóta þeir sem eru í neðstu lögunum, það er síðustu fjárfestarnir, að tapa fé sínu.

Annað nafn á fyrirbrigðið er Ponzi-leikur (e. Ponzi scheme). Charles Ponzi blekkti fjölmarga íbúa Boston árið 1920. Hann lofaði þeim ýmist 50% ávöxtun á 45 dögum eða tvöföldun höfuðstóls á níutíu dögum. Um 40.000 manns féllu fyrir þessu og fjárfestu fyrir um 15 milljónir Bandaríkjadala í sjóði hans. Þetta gekk í um það bil hálft ár og Ponzi varð moldríkur. Þá hrundi allt saman, Ponzi fór í fangelsi og fjárfestarnir sátu eftir með sárt ennið, fengu einungis um það bil þriðjung fjár síns til baka.

Charles Ponzi blekkti fjölmarga íbúa í Boston árið 1920. Hann fór síðan í fangelsi.

Sumir vilja gera greinarmun á píramídaleikjum og leik Ponzis. Þeir flokka þá fjársöfnun þar sem allir viðskiptavinir skipta við sama aðila sem Ponzi-leik en ef hver kynslóð fjárfesta skiptir við næstu kynslóð á undan þá sé um píramídaleik að ræða. Í báðum tilfellum þarf þó sífellt fleiri þátttakendur, annars hrynur leikurinn.

Af og til heyrist af fjársöfnun af þessu toga hér á landi, oftast með einhvers konar keðjubréfum. Rétt er að taka fram að fjársöfnun með keðjubréfum er þó ólögleg hérlendis, samkvæmt lögum um opinberar fjársafnanir, nr. 5/1977.

Sá sem vakið hefur mesta athygli fyrir að feta í fótspor Ponzis á síðari tímum er Bernie Madoff. Hann flaug hátt á bandarískum fjármálamarkaði áratugum saman og rak fyrirtæki undir heitinu Bernie Madoff Investment Securities. Fyrirtækið var líklega stærsta píramídasvindl sögunnar, mælt í upphæðunum sem voru undir. Það hrundi síðla árs 2008 og Madoff var dæmdur í 150 ára fangelsi.

Ein þekkt tegund píramídasvindls sem erfitt hefur reynst að uppræta í mörgum löndum er svokölluð margþrepa markaðssetning, á ensku Multi-Level-Marketing eða MLM. Í slíkum kerfum selur neðsta lagið einhverja afurð, yfirleitt gagnslitla eða gagnslausa, en fær einungis litla þóknun fyrir hverja sölu, þótt varan sé seld langt yfir kostnaðarverði. Flestir þeirra sem eru neðstir í píramídanum fá varla fyrir kostnaði, hvað þá laun fyrir vinnu sína. Næstu lög fyrir ofan í píramídanum fá hins vegar sífellt hærri þóknanir, eftir því hve margir eru fyrir neðan þá og topparnir græða á tá og fingri á meðan allt gengur vel. Eins og aðrir píramídar ganga þessir illa upp nema lögunum fari sífellt fjölgandi svo að einhver von virðist til þess að þeir sem eru neðstir geti færst fjær botninum og farið að fá hærri þóknun fyrir sit strit. Það gengur hins vegar ekki til lengdar að píramídinn fari sífellt stækkandi svo að fyrr eða síðar hrynur allt kerfið.

Mynd:...