Sólin Sólin Rís 08:40 • sest 17:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:01 • Sest 11:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:09 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:21 í Reykjavík

Mun „jólastjarnan“ sjást frá Íslandi 21. desember 2020?

Sævar Helgi Bragason

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Í norsku blaði var sagt frá því að 21. des. 2020 muni jólastjarna sjást á himni. Síðast sást hún fyrir 826 árum. Mun hún sjást á Íslandi?

„Jólastjarnan“ umrædda eru pláneturnar Júpíter og Satúrnus. Mánudagskvöldið 21. desember 2020 verða þær svo nálægt hvor annarri á himni að það er sem þær snertist. Þetta kallast samstaða og er sú þéttasta sem orðið hefur í rúm 400 ár. Þar sem samstöðuna ber upp um jólaleytið hefur hún í allmörgum fjölmiðlum víða um heim verið kölluð „jólastjarnan“.

Júpíter og Satúrnus.

Júpíter er tæp tólf ár að ganga um sólina en Satúrnus tæp þrjátíu. Á tæplega tuttugu ára fresti mætast pláneturnar á himninum frá jörðu séð og eiga nokkurs konar stefnumót eða samstöðu. Samstöðurnar eru misþéttar vegna þess að sporbrautir beggja plánetna halla miðað við flötinn sem jörðin gengur eftir um sólina.

Fyrir kemur að samstaðan er sérstaklega þétt, eins og 21. desember 2020. Þá skilur aðeins 0,1 gráða á milli plánetanna. Pláneturnar voru líka í þéttri samstöðu þann 16. júlí 1623 en líklega sá hana enginn sökum þess hve nálægt sólu þær voru þá. Því þarf að fara alla leið aftur til 4. mars árið 1226 til að finna álíka þétta samstöðu Júpíters og Satúrnusar sem lá líka vel við athugun. Þá ríkti Sturlungaöld á Íslandi.

Júpíter og Satúrnus eru mjög lágt á loft yfir Íslandi, svo lágt raunar að gæta þarf þess að hvorki byggingar né fjöll skyggi á. Samstaðan liggur best við athugun upp úr klukkan 17 mánudagskvöldið 21. desember. Frá Reykjavík séð eru pláneturnar þá nokkurn veginn í suðvesturátt í aðeins um 3 gráðu hæð yfir sjóndeildarhringnum. Frá Norðurlandi eru þær enn lægra á lofti og þar skyggja fjöll á sjónarspilið.

Fólk sem staðsett er sunnar á jörðinni á meiri möguleika á að berja dýrðina augum. Tvíeykið fer vart fram hjá nokkrum sem lítur í suðvesturátt um kvöldið, ef vel viðrar. Júpíter er áberandi skærari en Satúrnus sem er töluvert dekkri að sjá, sér í lagi í gegnum handsjónauka eða stjörnusjónauka. Með stjörnusjónauka við litla eða meðalstækkun (~50x) má koma auga á fjögur fylgitungl Júpíters og nokkur tungl við Satúrnus, auk hringanna.

Í nóvember árið 2040 verður önnur ekki alveg jafn þétt en samt mjög falleg samstaða Júpíters og Satúrnusar á morgunhimninum.

Næsta álíka þétta samstaða verður þann 16. mars árið 2080. Líklega munu þau sem eru börn í dag geta virt hana fyrir sér.

Mynd:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

19.12.2020

Spyrjandi

Helga Steinarsdóttir

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Mun „jólastjarnan“ sjást frá Íslandi 21. desember 2020? “ Vísindavefurinn, 19. desember 2020. Sótt 22. október 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=80813.

Sævar Helgi Bragason. (2020, 19. desember). Mun „jólastjarnan“ sjást frá Íslandi 21. desember 2020? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80813

Sævar Helgi Bragason. „Mun „jólastjarnan“ sjást frá Íslandi 21. desember 2020? “ Vísindavefurinn. 19. des. 2020. Vefsíða. 22. okt. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80813>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Mun „jólastjarnan“ sjást frá Íslandi 21. desember 2020?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Í norsku blaði var sagt frá því að 21. des. 2020 muni jólastjarna sjást á himni. Síðast sást hún fyrir 826 árum. Mun hún sjást á Íslandi?

„Jólastjarnan“ umrædda eru pláneturnar Júpíter og Satúrnus. Mánudagskvöldið 21. desember 2020 verða þær svo nálægt hvor annarri á himni að það er sem þær snertist. Þetta kallast samstaða og er sú þéttasta sem orðið hefur í rúm 400 ár. Þar sem samstöðuna ber upp um jólaleytið hefur hún í allmörgum fjölmiðlum víða um heim verið kölluð „jólastjarnan“.

Júpíter og Satúrnus.

Júpíter er tæp tólf ár að ganga um sólina en Satúrnus tæp þrjátíu. Á tæplega tuttugu ára fresti mætast pláneturnar á himninum frá jörðu séð og eiga nokkurs konar stefnumót eða samstöðu. Samstöðurnar eru misþéttar vegna þess að sporbrautir beggja plánetna halla miðað við flötinn sem jörðin gengur eftir um sólina.

Fyrir kemur að samstaðan er sérstaklega þétt, eins og 21. desember 2020. Þá skilur aðeins 0,1 gráða á milli plánetanna. Pláneturnar voru líka í þéttri samstöðu þann 16. júlí 1623 en líklega sá hana enginn sökum þess hve nálægt sólu þær voru þá. Því þarf að fara alla leið aftur til 4. mars árið 1226 til að finna álíka þétta samstöðu Júpíters og Satúrnusar sem lá líka vel við athugun. Þá ríkti Sturlungaöld á Íslandi.

Júpíter og Satúrnus eru mjög lágt á loft yfir Íslandi, svo lágt raunar að gæta þarf þess að hvorki byggingar né fjöll skyggi á. Samstaðan liggur best við athugun upp úr klukkan 17 mánudagskvöldið 21. desember. Frá Reykjavík séð eru pláneturnar þá nokkurn veginn í suðvesturátt í aðeins um 3 gráðu hæð yfir sjóndeildarhringnum. Frá Norðurlandi eru þær enn lægra á lofti og þar skyggja fjöll á sjónarspilið.

Fólk sem staðsett er sunnar á jörðinni á meiri möguleika á að berja dýrðina augum. Tvíeykið fer vart fram hjá nokkrum sem lítur í suðvesturátt um kvöldið, ef vel viðrar. Júpíter er áberandi skærari en Satúrnus sem er töluvert dekkri að sjá, sér í lagi í gegnum handsjónauka eða stjörnusjónauka. Með stjörnusjónauka við litla eða meðalstækkun (~50x) má koma auga á fjögur fylgitungl Júpíters og nokkur tungl við Satúrnus, auk hringanna.

Í nóvember árið 2040 verður önnur ekki alveg jafn þétt en samt mjög falleg samstaða Júpíters og Satúrnusar á morgunhimninum.

Næsta álíka þétta samstaða verður þann 16. mars árið 2080. Líklega munu þau sem eru börn í dag geta virt hana fyrir sér.

Mynd:

...