Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvað er popúlismi?

Stefanía Óskarsdóttir

Popúlismi kallast lýðhyggja á íslensku. Fræðimenn hafa skilgreint lýðhyggju sem hugmyndir sem lýsa vanda samfélagsins á einfaldan og yfirborðskenndan hátt og bjóða fram lausnir sem kalla mætti skyndilausnir. Stjórnmálaskoðanir í anda lýðhyggju draga upp mynd af stjórnmálum sem baráttu tveggja afla. Það er að segja baráttu hins venjulega (góða og heiðarlega) fólks við aðila í valdastöðum sem hirða lítið um hagsmuni fólksins. Lýðhyggjan dregur líka upp þá mynd að „fólkið“ sé samstæður hópur og hún gefur takmarkaðan gaum að þeirri staðreynd að einstaklingar í samfélaginu hafa oft og tíðum ólíka hagsmuni og ólíka sýn á stjórnmálin.

Lýðhyggjan er líka upptekin af því að meirihlutinn eigi að ráða og hún er sögð hafa takmarkaða þolinmæði fyrir sjónarmiðum minnihlutahópa. Í málflutningi þeirra sem beita lýðhyggju má því gjarnan heyra að óþarfi sé að fylgja lögum og reglum sem áður hafi verið sett og að varasamt sé að treysta opinberum aðilum og alþjóðlegum stofnunum til að leysa vandamál. Þess í stað eigi vilji „fólksins“ að ráða, annað hvort í gegnum beint lýðræði eða þá í gegnum stjórnmálaforingja sem sagður er skilja vilja fólksins. Enda er það þannig að það er oft stjórnmálamaður sem vill ná áhrifum sem er beitir orðræðu lýðhyggjunnar sjálfum sér til framdráttar.

Fræðimenn hafa skilgreint lýðhyggju sem hugmyndir sem lýsa vanda samfélagsins á einfaldan og yfirborðskenndan hátt og bjóða fram lausnir sem kalla mætti skyndilausnir.

Lýðhyggja er hvorki bundin við hægri né vinstri í stjórnmálunum. Stjórnmálamenn sem beita lýðhyggju reyna að fá fólk til fylgis við sig hvort sem það hefur áður kosið hægri flokka, vinstri flokka eða miðjuflokka. Lýðhyggjumenn sem tala til vinstri eru þó líklegri til að stilla fyrirtækjum upp sem andstæðingi almennings í sambland við sérfræðinga, stjórnmálamenn, fjölmiðla og alþjóðastofnanir og fleira. En þeir sem reyna að höfða til hægri manna eru líklegri til að beina gagnrýni sinni að erlendum aðilum sem sagðir eru ógna fullveldi, hagsæld og menningu hins venjulega manns, ásamt því að kenna stjórnmálamönnum, sérfræðingum og fjölmiðlum um ástandið sem gagnrýnt er.

Lýðhyggja er ekki eiginleg hugmyndafræði. Það er að segja hún er ekki heildstætt kerfi hugmynda um hvað skýri gangverk samfélagsins eins og til dæmis íhaldsstefna, frjálslyndisstefna eða marxismi. Lýðhyggjan er einfaldari. Hún hengir sig þó ef til vill að einhverju leyti í tiltekna hugmyndafræði en heldur sig ekki innan þeirrar hugmyndafræði í greiningu á samfélaginu eða þegar kemur að mögulegum lausnum á vanda samfélagsins.

Stjórnmálamaður sem beitir lýðhyggju notar einfalt mál til að segja söguna um togstreituna á milli hagsmuna góða fólksins og spilltu valdaaflanna. Og hann býður fram einfaldar lausnir sem standast ef til vill ekki skoðun væri öllum réttum upplýsingum haldið til haga. Hann kennir öðrum stjórnmálamönnum, sérfræðingum, fjölmiðlum, fyrirtækjum, útlendingum, Evrópusambandinu eða öðrum alþjóðlegum stofnunum um vandamálin - allt eftir því hvað hentar best málflutningi hans í leit að atkvæðum.

Heimildir:
  • Hanspeter Kriesi (2014) The Populist Challenge, West European Politics, 37:2, 361-378, DOI: 10.1080/01402382.2014.887879
  • Mudde C, Rovira Kaltwasser C. Studying Populism in Comparative Perspective: Reflections on the Contemporary and Future Research Agenda. Comparative Political Studies. 2018;51(13):1667-1693. doi:10.1177/0010414018789490

Mynd:

Spurninga Arnar hljómaði svona: Er popúlismi eitthvað verri en önnur hugmyndafræði? Hvers vegna er hugtakið popúlismi alltaf notað í fjölmiðlum með gildishlöðnum hætti, sem eitthvað neikvætt og jafnvel fyrirlitlegt fyrirbæri?

Höfundur

Stefanía Óskarsdóttir

prófessor í stjórnmálafræðideild við HÍ

Útgáfudagur

19.4.2021

Spyrjandi

Baldur Ragnarsson, Örn, Grétar Einarsson

Tilvísun

Stefanía Óskarsdóttir. „Hvað er popúlismi?“ Vísindavefurinn, 19. apríl 2021. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80930.

Stefanía Óskarsdóttir. (2021, 19. apríl). Hvað er popúlismi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80930

Stefanía Óskarsdóttir. „Hvað er popúlismi?“ Vísindavefurinn. 19. apr. 2021. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80930>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er popúlismi?
Popúlismi kallast lýðhyggja á íslensku. Fræðimenn hafa skilgreint lýðhyggju sem hugmyndir sem lýsa vanda samfélagsins á einfaldan og yfirborðskenndan hátt og bjóða fram lausnir sem kalla mætti skyndilausnir. Stjórnmálaskoðanir í anda lýðhyggju draga upp mynd af stjórnmálum sem baráttu tveggja afla. Það er að segja baráttu hins venjulega (góða og heiðarlega) fólks við aðila í valdastöðum sem hirða lítið um hagsmuni fólksins. Lýðhyggjan dregur líka upp þá mynd að „fólkið“ sé samstæður hópur og hún gefur takmarkaðan gaum að þeirri staðreynd að einstaklingar í samfélaginu hafa oft og tíðum ólíka hagsmuni og ólíka sýn á stjórnmálin.

Lýðhyggjan er líka upptekin af því að meirihlutinn eigi að ráða og hún er sögð hafa takmarkaða þolinmæði fyrir sjónarmiðum minnihlutahópa. Í málflutningi þeirra sem beita lýðhyggju má því gjarnan heyra að óþarfi sé að fylgja lögum og reglum sem áður hafi verið sett og að varasamt sé að treysta opinberum aðilum og alþjóðlegum stofnunum til að leysa vandamál. Þess í stað eigi vilji „fólksins“ að ráða, annað hvort í gegnum beint lýðræði eða þá í gegnum stjórnmálaforingja sem sagður er skilja vilja fólksins. Enda er það þannig að það er oft stjórnmálamaður sem vill ná áhrifum sem er beitir orðræðu lýðhyggjunnar sjálfum sér til framdráttar.

Fræðimenn hafa skilgreint lýðhyggju sem hugmyndir sem lýsa vanda samfélagsins á einfaldan og yfirborðskenndan hátt og bjóða fram lausnir sem kalla mætti skyndilausnir.

Lýðhyggja er hvorki bundin við hægri né vinstri í stjórnmálunum. Stjórnmálamenn sem beita lýðhyggju reyna að fá fólk til fylgis við sig hvort sem það hefur áður kosið hægri flokka, vinstri flokka eða miðjuflokka. Lýðhyggjumenn sem tala til vinstri eru þó líklegri til að stilla fyrirtækjum upp sem andstæðingi almennings í sambland við sérfræðinga, stjórnmálamenn, fjölmiðla og alþjóðastofnanir og fleira. En þeir sem reyna að höfða til hægri manna eru líklegri til að beina gagnrýni sinni að erlendum aðilum sem sagðir eru ógna fullveldi, hagsæld og menningu hins venjulega manns, ásamt því að kenna stjórnmálamönnum, sérfræðingum og fjölmiðlum um ástandið sem gagnrýnt er.

Lýðhyggja er ekki eiginleg hugmyndafræði. Það er að segja hún er ekki heildstætt kerfi hugmynda um hvað skýri gangverk samfélagsins eins og til dæmis íhaldsstefna, frjálslyndisstefna eða marxismi. Lýðhyggjan er einfaldari. Hún hengir sig þó ef til vill að einhverju leyti í tiltekna hugmyndafræði en heldur sig ekki innan þeirrar hugmyndafræði í greiningu á samfélaginu eða þegar kemur að mögulegum lausnum á vanda samfélagsins.

Stjórnmálamaður sem beitir lýðhyggju notar einfalt mál til að segja söguna um togstreituna á milli hagsmuna góða fólksins og spilltu valdaaflanna. Og hann býður fram einfaldar lausnir sem standast ef til vill ekki skoðun væri öllum réttum upplýsingum haldið til haga. Hann kennir öðrum stjórnmálamönnum, sérfræðingum, fjölmiðlum, fyrirtækjum, útlendingum, Evrópusambandinu eða öðrum alþjóðlegum stofnunum um vandamálin - allt eftir því hvað hentar best málflutningi hans í leit að atkvæðum.

Heimildir:
  • Hanspeter Kriesi (2014) The Populist Challenge, West European Politics, 37:2, 361-378, DOI: 10.1080/01402382.2014.887879
  • Mudde C, Rovira Kaltwasser C. Studying Populism in Comparative Perspective: Reflections on the Contemporary and Future Research Agenda. Comparative Political Studies. 2018;51(13):1667-1693. doi:10.1177/0010414018789490

Mynd:

Spurninga Arnar hljómaði svona: Er popúlismi eitthvað verri en önnur hugmyndafræði? Hvers vegna er hugtakið popúlismi alltaf notað í fjölmiðlum með gildishlöðnum hætti, sem eitthvað neikvætt og jafnvel fyrirlitlegt fyrirbæri?...