Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur einhver lífvera á jörðinni loðið nef?

Jón Már Halldórsson

Nefið gegnir lykilhlutverki við öndun. Hjá fjölmörgum dýrategundum er nefið einnig mikilvægur þáttur í hitastjórnun. Flest dýr, svo sem apar, rándýr, hófdýr og klaufdýr, hafa hárlaus nef. Það er þó ekki án undantekninga því til eru dýr með loðin nef. Má þar til að mynda nefna sunnlenska loðtrýnisvambann (Lasiorhinus latifrons, e. southern hairy-nosed wombat) og otur af tegundinni Lutra sumatrana (e. hairy-nosed otter). Eins og sjá má vísa ensk heiti þessara tegunda til hárvaxtar á nefi dýranna.

Hært vambanef.

Nef þessara dýra hafa stutt og nokkuð þétt hár en hárvöxturinn er þó ekki eins þéttur og annars staðar á skrokknum. Talið er að einn fylgifiskur þess að hafa hært trýni sé sá að kælieiginleikar nefsins verði minni með þeim afleiðingum að dýrið hafi ekki eins góða stjórn á líkamshita sínum og ef nefið væri hárlaust. Höfundur þessa svars veit ekki til þess að dýrafræðingar hafi sett fram kenningar um hvaða hag dýrin ættu að hafa af loðnu nefi en væntanlega er þetta aðlögun að einhverju í umhverfi þeirra eða atferli í gegnum þróunarsöguna.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.2.2021

Spyrjandi

Hólmar Loki Ragnarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hefur einhver lífvera á jörðinni loðið nef?“ Vísindavefurinn, 16. febrúar 2021, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81059.

Jón Már Halldórsson. (2021, 16. febrúar). Hefur einhver lífvera á jörðinni loðið nef? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81059

Jón Már Halldórsson. „Hefur einhver lífvera á jörðinni loðið nef?“ Vísindavefurinn. 16. feb. 2021. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81059>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hefur einhver lífvera á jörðinni loðið nef?
Nefið gegnir lykilhlutverki við öndun. Hjá fjölmörgum dýrategundum er nefið einnig mikilvægur þáttur í hitastjórnun. Flest dýr, svo sem apar, rándýr, hófdýr og klaufdýr, hafa hárlaus nef. Það er þó ekki án undantekninga því til eru dýr með loðin nef. Má þar til að mynda nefna sunnlenska loðtrýnisvambann (Lasiorhinus latifrons, e. southern hairy-nosed wombat) og otur af tegundinni Lutra sumatrana (e. hairy-nosed otter). Eins og sjá má vísa ensk heiti þessara tegunda til hárvaxtar á nefi dýranna.

Hært vambanef.

Nef þessara dýra hafa stutt og nokkuð þétt hár en hárvöxturinn er þó ekki eins þéttur og annars staðar á skrokknum. Talið er að einn fylgifiskur þess að hafa hært trýni sé sá að kælieiginleikar nefsins verði minni með þeim afleiðingum að dýrið hafi ekki eins góða stjórn á líkamshita sínum og ef nefið væri hárlaust. Höfundur þessa svars veit ekki til þess að dýrafræðingar hafi sett fram kenningar um hvaða hag dýrin ættu að hafa af loðnu nefi en væntanlega er þetta aðlögun að einhverju í umhverfi þeirra eða atferli í gegnum þróunarsöguna.

Heimildir og mynd:...