Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað er klukkan þegar hún hallar í þrjú? Um þetta erum við hjónin ekki sammála.

Guðrún Kvaran

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað er klukkan þegar hún hallar í þrjú?

  • A) að ganga þrjú
  • B) rúmlega hálf þrjú

Við hjónin erum ekki sammála.

Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV, fjallaði um klukkuna í Málfarsmolum sínum 13. janúar 2015 sem finna má á netinu. Þar nefnir hún margvíslegt orðalag um klukkuna, þar á meðal hallar í en án skýringar.

Ein þekktasta klukka heims, þinghúsklukkan í Lundúnum sem gjarnan er kölluð Big Ben.

Orðasambandið einhverju hallar og einhverju hallar út er notað um tíma í merkingunni ‘farið er að líða á eitthvað’, til dæmis degi hallar (út). Í Íslenskri orðabók Eddu (2002:524) er undir halla í nefnt dæmið klukkan er farin að halla í 12 og klukkan er farin að halla til 12 og gefnar eru tvær merkingar, það er 1. farin að ganga 12 og 2. langt gengin 12.

Þetta svarar ekki spurningunni að fullu því að merking 1. segir ekkert um hvað klukkan er langt gengin 12. Sjálf nota ég merkingu 2. Ég er vönust því að stóri vísirinn á klukkunni þurfi að vera kominn nokkuð vel fram hjá hálfa tímanum til þess að klukkan sé tekin að halla í.

Heimild og mynd:

  • Íslensk orðabók. 2002. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
  • Pixabay.com. (Sótt 18.5.2021).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

26.5.2021

Spyrjandi

Hildur Tómasdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er klukkan þegar hún hallar í þrjú? Um þetta erum við hjónin ekki sammála..“ Vísindavefurinn, 26. maí 2021. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81436.

Guðrún Kvaran. (2021, 26. maí). Hvað er klukkan þegar hún hallar í þrjú? Um þetta erum við hjónin ekki sammála.. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81436

Guðrún Kvaran. „Hvað er klukkan þegar hún hallar í þrjú? Um þetta erum við hjónin ekki sammála..“ Vísindavefurinn. 26. maí. 2021. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81436>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er klukkan þegar hún hallar í þrjú? Um þetta erum við hjónin ekki sammála.
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvað er klukkan þegar hún hallar í þrjú?

  • A) að ganga þrjú
  • B) rúmlega hálf þrjú

Við hjónin erum ekki sammála.

Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV, fjallaði um klukkuna í Málfarsmolum sínum 13. janúar 2015 sem finna má á netinu. Þar nefnir hún margvíslegt orðalag um klukkuna, þar á meðal hallar í en án skýringar.

Ein þekktasta klukka heims, þinghúsklukkan í Lundúnum sem gjarnan er kölluð Big Ben.

Orðasambandið einhverju hallar og einhverju hallar út er notað um tíma í merkingunni ‘farið er að líða á eitthvað’, til dæmis degi hallar (út). Í Íslenskri orðabók Eddu (2002:524) er undir halla í nefnt dæmið klukkan er farin að halla í 12 og klukkan er farin að halla til 12 og gefnar eru tvær merkingar, það er 1. farin að ganga 12 og 2. langt gengin 12.

Þetta svarar ekki spurningunni að fullu því að merking 1. segir ekkert um hvað klukkan er langt gengin 12. Sjálf nota ég merkingu 2. Ég er vönust því að stóri vísirinn á klukkunni þurfi að vera kominn nokkuð vel fram hjá hálfa tímanum til þess að klukkan sé tekin að halla í.

Heimild og mynd:

  • Íslensk orðabók. 2002. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
  • Pixabay.com. (Sótt 18.5.2021).

...