Sólin Sólin Rís 09:01 • sest 18:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:51 • Sest 10:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:59 • Síðdegis: 24:01 í Reykjavík

Hvers konar hljóð gefa hýenur frá sér?

Jón Már Halldórsson

Hýenur skiptast í fjórar tegundir sem ekki gefa allar frá sér jafn mikil eða sambærileg hljóð. Svarið hér á eftir á því aðeins við um blettahýenur (Crocuta crocuta) en hljóð þeirra hafa verið nokkuð rannsökuð. Oft er talað um að hljóð hýena minni á hlátur þær gefa einnig frá sér ýmis konar önnur hljóð sem eru meira í ætt við öskur, óp eða væl.

Gjarnan er talað um hljóð hýena minni á hlátur.

Fæstum þykir hláturinn eða hljóðin sem hýenur gefa frá sér vera falleg og það á mögulega þátt í þeirra neikvæðu mynd sem loðir við dýrin. Margir hafa einnig þá hugmynd um hýenur að þær séu slægar og ógeðfelldar skepnur sem ræni bráð og drepi ungviði hinna tignarlegu kattardýra á sléttum Suður- og Austur-Afríku. Þetta slæma orðspor blettahýena byggir hins vegar á vanþekkingu. Rannsóknir hafa nefnilega sýnt að oftar en ekki eru það hýenur sem fella bráðina og ljón reyna síðan að stela henni frá þeim.

Ef horft er til síðustu 100 ára kemur í ljós að ekkert stórvaxið rándýr Afríku hefur náð sömu útbreiðslu og vegnað eins vel og hinni hlæjandi blettahýenu. Því má kannski segja að um hana eigi orðatiltækið „sá hlær best sem síðast hlær“ vel við. Það breytir því hins vegar ekki að enn í dag þurfa þær að kljást við það sem kalla mætti „alvarlegan ímyndarvanda“, eða það sem indverski líffræðingurinn Arjun Dheer nefnir á ensku: „serious PR crisis on its paws“. Dheer hefur einmitt stundað vistfræðirannsóknir á blettahýenum í Ngorongora-gígnum í Tansaníu undanfarin ár og viðað að sér dýrmætri þekkingu á þeim.

Hægt er að hlusta á upptökur af hljóðum hýena með því að smella á þennan hlekk.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

24.6.2021

Spyrjandi

Bríet Agnarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar hljóð gefa hýenur frá sér?“ Vísindavefurinn, 24. júní 2021. Sótt 22. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81831.

Jón Már Halldórsson. (2021, 24. júní). Hvers konar hljóð gefa hýenur frá sér? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81831

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar hljóð gefa hýenur frá sér?“ Vísindavefurinn. 24. jún. 2021. Vefsíða. 22. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81831>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar hljóð gefa hýenur frá sér?
Hýenur skiptast í fjórar tegundir sem ekki gefa allar frá sér jafn mikil eða sambærileg hljóð. Svarið hér á eftir á því aðeins við um blettahýenur (Crocuta crocuta) en hljóð þeirra hafa verið nokkuð rannsökuð. Oft er talað um að hljóð hýena minni á hlátur þær gefa einnig frá sér ýmis konar önnur hljóð sem eru meira í ætt við öskur, óp eða væl.

Gjarnan er talað um hljóð hýena minni á hlátur.

Fæstum þykir hláturinn eða hljóðin sem hýenur gefa frá sér vera falleg og það á mögulega þátt í þeirra neikvæðu mynd sem loðir við dýrin. Margir hafa einnig þá hugmynd um hýenur að þær séu slægar og ógeðfelldar skepnur sem ræni bráð og drepi ungviði hinna tignarlegu kattardýra á sléttum Suður- og Austur-Afríku. Þetta slæma orðspor blettahýena byggir hins vegar á vanþekkingu. Rannsóknir hafa nefnilega sýnt að oftar en ekki eru það hýenur sem fella bráðina og ljón reyna síðan að stela henni frá þeim.

Ef horft er til síðustu 100 ára kemur í ljós að ekkert stórvaxið rándýr Afríku hefur náð sömu útbreiðslu og vegnað eins vel og hinni hlæjandi blettahýenu. Því má kannski segja að um hana eigi orðatiltækið „sá hlær best sem síðast hlær“ vel við. Það breytir því hins vegar ekki að enn í dag þurfa þær að kljást við það sem kalla mætti „alvarlegan ímyndarvanda“, eða það sem indverski líffræðingurinn Arjun Dheer nefnir á ensku: „serious PR crisis on its paws“. Dheer hefur einmitt stundað vistfræðirannsóknir á blettahýenum í Ngorongora-gígnum í Tansaníu undanfarin ár og viðað að sér dýrmætri þekkingu á þeim.

Hægt er að hlusta á upptökur af hljóðum hýena með því að smella á þennan hlekk.

Heimildir og mynd:...