Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju þurfa tenniskonur að spila í pilsum?

EDS

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Á hvaða forsendum eru kvenkyns tennisspilarar skikkaðir til að vera í pilsum, meðan karlarnir mega bara ráða þessu sín megin? Og þá ekki síður, hvers vegna hefur enginn reynt/tekist að breyta þessu fáránlega karlrembulega misræmi?!

Stutta svarið við spurningunni er að engar almennar reglur mæla fyrir um að konur leiki tennis í pilsum. Hins vegar er löng hefð fyrir þeim klæðnaði en margt bendir þó til að sú hefð sé á undanhaldi.

Þau sem hafa fylgst með tennis hafa örugglega veitt því athygli að kvenskyns tennisspilarar eru nánast alltaf í stuttum pilsum. Þess vegna er ekki óeðlilegt að draga þá ályktun að þetta sé sá búningur sem gerð er krafa um. Ýmsar hefðir og í sumum tilfellum reglur gilda um klæðaburð á tennismótum og eins hafa tennisklúbbar oft sett sér sínar reglur um viðeigandi klæðnað sem meðlimum er ætlað að fylgja þegar þeir iðka íþróttina innan klúbbsins.

Franska tenniskonan Suzanne Lenglen sýnir listir sínar árið 1914 íklædd síðu pilsi sem þá þótti viðeigandi klæðnaður í þá daga. Tennispils eru enn hluti af hefðbundnum fatnaði tenniskvenna en hafa styst mikið í gegnum tíðina.

Á vef Alþjóða tennissambandsins (ITF) fannst þó ekkert um að pils séu hluti af klæðnaði tenniskvenna. Í reglubók fyrir stóru mótin fjögur í heimsmótaröðinni (Wimbeldon, Opna ástralska, Opna franska og Opna bandaríska tennismótið) er kafli um klæðnað og búnað þar sem fram kemur hvað telst óásættanlegt en einnig er tekið fram að hvert mót geti sett sínar reglur. Í reglubókinni segir ekkert um að konur eigi að vera í pilsi.

Wimbeldon-tennismótið er elst og íhaldssamast af þessum fjóru stóru mótum. Þar eru stífustu reglurnar um klæðaburð keppenda og þá sérstaklega um lit á fatnaði. Föt frá toppi til táar eiga að vera alveg hvít að því undanskildu að leyfilegt er að hafa mjóa rönd í lit við hálsmál eða á líningum, ekki meira en 10 mm á breidd. Allt annað, þar með taldir skór og skósólar, svitabönd og jafnvel nærföt sem mögulega gæti sést í undan öðrum fatnaði eða þegar keppandi fer að svitna, skal vera hvítt að lit. Hins vegar er ekki sagt að konur eigi að vera í tennispilsum.

Hin bandaríska Serena Williams klæddist buxum á Opna franska tennismótinu árið 2018.

Pils sem hluti af klæðnaði tenniskvenna er sem sagt hefð en ekki regla. Hefðin er þó svo sterk að þrátt fyrir að í reglum komi ekki fram að konur skuli klæðast pilsum í tennis sáu Samtök tenniskvenna (e. Women's Tennis Association) ástæðu til þess að geta þess í reglubók sinni árið 2019 að tenniskonum sé heimilt að vera í „leggings“, síðum eða stuttum, án þess að vera í pilsi yfir. Þessi árétting er í takti við þá þróun sem átt hefur sér stað inn á tennisvellinum undanfarin ár því þótt pilsin séu enn algjörlega ráðandi kjósa sífellt fleiri konur á stórmótum að klæðast buxum.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

27.6.2022

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

EDS. „Af hverju þurfa tenniskonur að spila í pilsum?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2022, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81898.

EDS. (2022, 27. júní). Af hverju þurfa tenniskonur að spila í pilsum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81898

EDS. „Af hverju þurfa tenniskonur að spila í pilsum?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2022. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81898>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju þurfa tenniskonur að spila í pilsum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Á hvaða forsendum eru kvenkyns tennisspilarar skikkaðir til að vera í pilsum, meðan karlarnir mega bara ráða þessu sín megin? Og þá ekki síður, hvers vegna hefur enginn reynt/tekist að breyta þessu fáránlega karlrembulega misræmi?!

Stutta svarið við spurningunni er að engar almennar reglur mæla fyrir um að konur leiki tennis í pilsum. Hins vegar er löng hefð fyrir þeim klæðnaði en margt bendir þó til að sú hefð sé á undanhaldi.

Þau sem hafa fylgst með tennis hafa örugglega veitt því athygli að kvenskyns tennisspilarar eru nánast alltaf í stuttum pilsum. Þess vegna er ekki óeðlilegt að draga þá ályktun að þetta sé sá búningur sem gerð er krafa um. Ýmsar hefðir og í sumum tilfellum reglur gilda um klæðaburð á tennismótum og eins hafa tennisklúbbar oft sett sér sínar reglur um viðeigandi klæðnað sem meðlimum er ætlað að fylgja þegar þeir iðka íþróttina innan klúbbsins.

Franska tenniskonan Suzanne Lenglen sýnir listir sínar árið 1914 íklædd síðu pilsi sem þá þótti viðeigandi klæðnaður í þá daga. Tennispils eru enn hluti af hefðbundnum fatnaði tenniskvenna en hafa styst mikið í gegnum tíðina.

Á vef Alþjóða tennissambandsins (ITF) fannst þó ekkert um að pils séu hluti af klæðnaði tenniskvenna. Í reglubók fyrir stóru mótin fjögur í heimsmótaröðinni (Wimbeldon, Opna ástralska, Opna franska og Opna bandaríska tennismótið) er kafli um klæðnað og búnað þar sem fram kemur hvað telst óásættanlegt en einnig er tekið fram að hvert mót geti sett sínar reglur. Í reglubókinni segir ekkert um að konur eigi að vera í pilsi.

Wimbeldon-tennismótið er elst og íhaldssamast af þessum fjóru stóru mótum. Þar eru stífustu reglurnar um klæðaburð keppenda og þá sérstaklega um lit á fatnaði. Föt frá toppi til táar eiga að vera alveg hvít að því undanskildu að leyfilegt er að hafa mjóa rönd í lit við hálsmál eða á líningum, ekki meira en 10 mm á breidd. Allt annað, þar með taldir skór og skósólar, svitabönd og jafnvel nærföt sem mögulega gæti sést í undan öðrum fatnaði eða þegar keppandi fer að svitna, skal vera hvítt að lit. Hins vegar er ekki sagt að konur eigi að vera í tennispilsum.

Hin bandaríska Serena Williams klæddist buxum á Opna franska tennismótinu árið 2018.

Pils sem hluti af klæðnaði tenniskvenna er sem sagt hefð en ekki regla. Hefðin er þó svo sterk að þrátt fyrir að í reglum komi ekki fram að konur skuli klæðast pilsum í tennis sáu Samtök tenniskvenna (e. Women's Tennis Association) ástæðu til þess að geta þess í reglubók sinni árið 2019 að tenniskonum sé heimilt að vera í „leggings“, síðum eða stuttum, án þess að vera í pilsi yfir. Þessi árétting er í takti við þá þróun sem átt hefur sér stað inn á tennisvellinum undanfarin ár því þótt pilsin séu enn algjörlega ráðandi kjósa sífellt fleiri konur á stórmótum að klæðast buxum.

Heimildir og myndir:...