Sólin Sólin Rís 03:31 • sest 23:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:43 • Sest 03:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:38 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:37 í Reykjavík

Tengist nafnorðið spjör sögninni spjara?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hverjar eru orðsifjar nafnorðsins spjör og sagnarinnar spjara? Liggja sifjabönd þar á milli?

Tengsl eru milli nafnorðsins spjör ‘flík; tuska, fataleppur,…’ og sagnarinnar spjara ‘klæða sig, fara í spjarir’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er uppruninn indóevrópskur samanber færeysku spjørr kv. ‘tötraleg flík, fataleppur; ónytjungur, rolumenni’, nýnorsku spjør, spjørr kv. ‘leppur, (afrifin) lengja af e-u; fiskuggi,…’, sænskar mállýskur spjurr, spjörr h. ‘uggi’; spjör < *sperrō eða *sperzō skylt grísku sparáttō ‘ríf í sundur’, sbr. armensku p՝ert՝ ‘afrifið stykki’, lettnesku spurs ‘tægja, fiskuggi’ (1989: 938). Sögnin er leidd af nafnorðinu.

Tengsl eru milli nafnorðsins spjör ‘flík; tuska, fataleppur,…’ og sagnarinnar spjara ‘klæða sig, fara í spjarir’.

Spjör kemur fyrir í fornu máli. Í Laxdælu (35. kafla) segir:

Hvárt er þat satt, Þórður, að Auður, kona þín, er jafnan í brókum, og setgeiri í, en vafið skjörum mjög í skúa (þ.e. skó) niður?

Þarna merkir spjör ‘fataleppur, tuska’. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elsta dæmi um sögnina spjara er frá fyrsta þriðjungi 19. aldar og er merkingin þar ‘1. klæða sig; 2. Slá um sig’.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. Orðabókina má einnig finna á Málið.is á vef Stofnunar Árna Magnússonar.
  • Laxdæla. 1934. Íslenzk fornrit V. bindi, 35. kafli, bls. 95. Einar Ólafur Sveinsson gaf út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (4.01.2022).

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

5.1.2022

Spyrjandi

Hrólfur Eyjólfsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Tengist nafnorðið spjör sögninni spjara?“ Vísindavefurinn, 5. janúar 2022. Sótt 29. maí 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=82153.

Guðrún Kvaran. (2022, 5. janúar). Tengist nafnorðið spjör sögninni spjara? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=82153

Guðrún Kvaran. „Tengist nafnorðið spjör sögninni spjara?“ Vísindavefurinn. 5. jan. 2022. Vefsíða. 29. maí. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=82153>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Tengist nafnorðið spjör sögninni spjara?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hverjar eru orðsifjar nafnorðsins spjör og sagnarinnar spjara? Liggja sifjabönd þar á milli?

Tengsl eru milli nafnorðsins spjör ‘flík; tuska, fataleppur,…’ og sagnarinnar spjara ‘klæða sig, fara í spjarir’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er uppruninn indóevrópskur samanber færeysku spjørr kv. ‘tötraleg flík, fataleppur; ónytjungur, rolumenni’, nýnorsku spjør, spjørr kv. ‘leppur, (afrifin) lengja af e-u; fiskuggi,…’, sænskar mállýskur spjurr, spjörr h. ‘uggi’; spjör < *sperrō eða *sperzō skylt grísku sparáttō ‘ríf í sundur’, sbr. armensku p՝ert՝ ‘afrifið stykki’, lettnesku spurs ‘tægja, fiskuggi’ (1989: 938). Sögnin er leidd af nafnorðinu.

Tengsl eru milli nafnorðsins spjör ‘flík; tuska, fataleppur,…’ og sagnarinnar spjara ‘klæða sig, fara í spjarir’.

Spjör kemur fyrir í fornu máli. Í Laxdælu (35. kafla) segir:

Hvárt er þat satt, Þórður, að Auður, kona þín, er jafnan í brókum, og setgeiri í, en vafið skjörum mjög í skúa (þ.e. skó) niður?

Þarna merkir spjör ‘fataleppur, tuska’. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elsta dæmi um sögnina spjara er frá fyrsta þriðjungi 19. aldar og er merkingin þar ‘1. klæða sig; 2. Slá um sig’.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. Orðabókina má einnig finna á Málið.is á vef Stofnunar Árna Magnússonar.
  • Laxdæla. 1934. Íslenzk fornrit V. bindi, 35. kafli, bls. 95. Einar Ólafur Sveinsson gaf út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (4.01.2022).

Mynd:...