Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvenær voru gallabuxur fyrst búnar til?

Sverrir Arnar Ragnarsson, Elínborg Una Einarsdóttir, Heiða Norðkvist Halldórsdóttir og Ívar Daði Þorvaldsson

Upprunalega spurningin var:
Hver er uppruni og saga gallabuxnanna?

Gallabuxur eru síðbuxur úr þykku, þéttofnu bómullarefni, oftast bláu. Rekja má sögu gallabuxanna aftur til seinni hluta 19. aldar. Í lok árs 1870 fékk klæðskerinn Jacob Davis í Nevada-fylki í Bandaríkjunum það verkefni að útbúa sterkbyggðar buxur fyrir skógarhöggsmann á svæðinu. Það var svo árið 1871 sem fyrstu gallabuxurnar litu dagsins ljós. Buxurnar urðu strax vinsælar á svæðinu og átti Davis erfitt með að anna eftirspurn. Davis fékk efnið í buxurnar frá manni að nafni Levi Strauss en árið 1872 hafði Davis samband við Strauss með einkaleyfi í huga. Einkleyfið fékkst 20. maí árið 1873 í nafni Jacobs Davis og fyrirtæki Levis Strauss.

Svokallaður hnoðnagli (e. rivet) er notaður til að minnka líkurnar á því að vasarnir rifni.

Fyrst um sinn voru gallabuxur aðallega notaðar sem vinnubuxur í vesturríkjunum, auk þess að vera vinsælar meðal kúreka. Í kúrekamyndum 4. áratugarins mátti iðullega sjá aðalpersónurnar klæddar í gallabuxur en það varð til þess að almenningur fór að sýna þeim meiri áhuga. Þrátt fyrir það urðu þær ekki að hversdagsklæðnaði fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina (1939-1945). Þá voru gallabuxurnar tákn uppreisnar eftir vinsælar kvikmyndir 6. áratugarins, svo sem The Wild One með Marlon Brando og Rebel Without a Cause með James Dean í aðalhlutverki en þeir klæddust buxunum margumtöluðu. Gallabuxur voru um tíma bannaðar í ýmsum skólum vegna þessa. Um svipað leyti fóru buxurnar einnig að sjást utan Bandaríkjanna.

Pönkarar í gallabuxum. Myndin er tekin í Evansville í Indiana í Bandaríkjunum um 1984.

Gallabuxur urðu vinsælli með tímanum og á 7. og 8. áratugnum voru þær orðnar algengur hversdagsfatnaður. Þær eru nú orðnar vinsælar um allan heim og notaðar af fólki á öllum aldri. Þær koma í mörgum sniðum og litum, auk þess sem þær eru unnar á mismunandi hátt sem gefur þeim mismunandi yfirbragð. Fjölmargir samfélagshópar hafa sett mark sitt á gallabuxurnar, til dæmis kúrekar og uppreisnarseggir, eins og áður hefur komið fram, auk hippa, pönkara og rappara, svo fátt eitt sé nefnt.

Heimildir:

Myndir:


Grunnurinn í þessu svari er skrifaður af nemendum í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

9.7.2015

Spyrjandi

Hulda Ösp Atladóttir

Tilvísun

Sverrir Arnar Ragnarsson, Elínborg Una Einarsdóttir, Heiða Norðkvist Halldórsdóttir og Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvenær voru gallabuxur fyrst búnar til?“ Vísindavefurinn, 9. júlí 2015. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=9699.

Sverrir Arnar Ragnarsson, Elínborg Una Einarsdóttir, Heiða Norðkvist Halldórsdóttir og Ívar Daði Þorvaldsson. (2015, 9. júlí). Hvenær voru gallabuxur fyrst búnar til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=9699

Sverrir Arnar Ragnarsson, Elínborg Una Einarsdóttir, Heiða Norðkvist Halldórsdóttir og Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvenær voru gallabuxur fyrst búnar til?“ Vísindavefurinn. 9. júl. 2015. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=9699>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær voru gallabuxur fyrst búnar til?
Upprunalega spurningin var:

Hver er uppruni og saga gallabuxnanna?

Gallabuxur eru síðbuxur úr þykku, þéttofnu bómullarefni, oftast bláu. Rekja má sögu gallabuxanna aftur til seinni hluta 19. aldar. Í lok árs 1870 fékk klæðskerinn Jacob Davis í Nevada-fylki í Bandaríkjunum það verkefni að útbúa sterkbyggðar buxur fyrir skógarhöggsmann á svæðinu. Það var svo árið 1871 sem fyrstu gallabuxurnar litu dagsins ljós. Buxurnar urðu strax vinsælar á svæðinu og átti Davis erfitt með að anna eftirspurn. Davis fékk efnið í buxurnar frá manni að nafni Levi Strauss en árið 1872 hafði Davis samband við Strauss með einkaleyfi í huga. Einkleyfið fékkst 20. maí árið 1873 í nafni Jacobs Davis og fyrirtæki Levis Strauss.

Svokallaður hnoðnagli (e. rivet) er notaður til að minnka líkurnar á því að vasarnir rifni.

Fyrst um sinn voru gallabuxur aðallega notaðar sem vinnubuxur í vesturríkjunum, auk þess að vera vinsælar meðal kúreka. Í kúrekamyndum 4. áratugarins mátti iðullega sjá aðalpersónurnar klæddar í gallabuxur en það varð til þess að almenningur fór að sýna þeim meiri áhuga. Þrátt fyrir það urðu þær ekki að hversdagsklæðnaði fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina (1939-1945). Þá voru gallabuxurnar tákn uppreisnar eftir vinsælar kvikmyndir 6. áratugarins, svo sem The Wild One með Marlon Brando og Rebel Without a Cause með James Dean í aðalhlutverki en þeir klæddust buxunum margumtöluðu. Gallabuxur voru um tíma bannaðar í ýmsum skólum vegna þessa. Um svipað leyti fóru buxurnar einnig að sjást utan Bandaríkjanna.

Pönkarar í gallabuxum. Myndin er tekin í Evansville í Indiana í Bandaríkjunum um 1984.

Gallabuxur urðu vinsælli með tímanum og á 7. og 8. áratugnum voru þær orðnar algengur hversdagsfatnaður. Þær eru nú orðnar vinsælar um allan heim og notaðar af fólki á öllum aldri. Þær koma í mörgum sniðum og litum, auk þess sem þær eru unnar á mismunandi hátt sem gefur þeim mismunandi yfirbragð. Fjölmargir samfélagshópar hafa sett mark sitt á gallabuxurnar, til dæmis kúrekar og uppreisnarseggir, eins og áður hefur komið fram, auk hippa, pönkara og rappara, svo fátt eitt sé nefnt.

Heimildir:

Myndir:


Grunnurinn í þessu svari er skrifaður af nemendum í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015.

...