Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Mega hundar éta kattamat?

Jón Már Halldórsson

Stutta svarið er að hundar geta lifað á kattamat, en ef hann er uppistaðan í fæðu þeirra um lengri tíma gæti það leitt af sér heilsufarsvanda.

Gæludýrafóður er þróað með næringarþörf viðkomandi dýra að leiðarljósi. Hundar eru í eðli sínu alætur en kettir eru hins vegar kjötætur frá náttúrunnar hendi. Næringarþörf hunda og katta er því ekki sú sama. Hundar þurfa hærra hlutfall af kolvetnum, svo sem korni, höfrum eða hveiti, en kattamatur inniheldur hærra hlutfall af prótínum og fitu.

Hundamatur er sérstaklega settur saman með það að markmiði að uppfylla næringarþörf hunda - kattamatur er það hins vegar ekki.

Ef hundur étur kattamat oft og iðulega gæti það valdið offitueinkennum, uppköstum, niðurgangi og bólgueinkennum í brisi. Vissulegar er þó breytilegt eftir hundakynjum og einstaklingum hver áhrifin af langvarandi neyslu kattafóðurs eru á hunda. Dýralæknar mæla með að fóðra dýr á mat sem hefur verið settur saman með næringarþörf þeirra í huga, hvort sem um ræðir hunda, ketti eða önnur dýr. Það er þó engin hætta á ferðum ef hundur kemst í kattamatinn einstaka sinnum.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

1.10.2021

Spyrjandi

Ragnheiður

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Mega hundar éta kattamat?“ Vísindavefurinn, 1. október 2021. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=82230.

Jón Már Halldórsson. (2021, 1. október). Mega hundar éta kattamat? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=82230

Jón Már Halldórsson. „Mega hundar éta kattamat?“ Vísindavefurinn. 1. okt. 2021. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=82230>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Mega hundar éta kattamat?
Stutta svarið er að hundar geta lifað á kattamat, en ef hann er uppistaðan í fæðu þeirra um lengri tíma gæti það leitt af sér heilsufarsvanda.

Gæludýrafóður er þróað með næringarþörf viðkomandi dýra að leiðarljósi. Hundar eru í eðli sínu alætur en kettir eru hins vegar kjötætur frá náttúrunnar hendi. Næringarþörf hunda og katta er því ekki sú sama. Hundar þurfa hærra hlutfall af kolvetnum, svo sem korni, höfrum eða hveiti, en kattamatur inniheldur hærra hlutfall af prótínum og fitu.

Hundamatur er sérstaklega settur saman með það að markmiði að uppfylla næringarþörf hunda - kattamatur er það hins vegar ekki.

Ef hundur étur kattamat oft og iðulega gæti það valdið offitueinkennum, uppköstum, niðurgangi og bólgueinkennum í brisi. Vissulegar er þó breytilegt eftir hundakynjum og einstaklingum hver áhrifin af langvarandi neyslu kattafóðurs eru á hunda. Dýralæknar mæla með að fóðra dýr á mat sem hefur verið settur saman með næringarþörf þeirra í huga, hvort sem um ræðir hunda, ketti eða önnur dýr. Það er þó engin hætta á ferðum ef hundur kemst í kattamatinn einstaka sinnum.

Heimildir og mynd:...