Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað geta hundar lifað lengi án matar og vatns?

Jón Már Halldórsson

Margar dýrategundir geta tekist á við svelti í skamman tíma án þess að bíða skaða af. Lífið er barátta og í lífi villtra dýra koma oft dagar þar sem enga fæðu er að fá.

Rannsóknir á tíðni drápa hjá úlfum (Canis lupus) hafa sýnt að þeir fella bráð að jafnaði á þriggja daga fresti og þá belgja þeir sig út af kjöti, allt að 10 kg í einu ef bráðin er stór svo sem elgur eða hreindýr. Þannig ná þeir að viðhalda heilbrigði og orku. Það er hins vegar vel þekkt meðal vísindamanna sem hafa fylgst með fæðuvistfræði úlfa að vetrarlagi að þeir geta haldið út í meira en viku án þess að sýnilegt svelti komi fram, svo framarlega sem þeir hafa aðgang að nægu vatni. Dýrin fara að láta á sjá ef þau hafa ekki fengið æti í 14 daga og þá eru veikustu dýrin jafnvel drepin og étin.

Hundar geta lifað í einhvern tíma án þess að éta ef þeir hafa aðgang að vatni en aðeins í örfáa daga fái þeir ekki heldur að drekka.

Höfundur þessa svars fann ekki rannsóknarniðurstöður sem greina frá áhrifum sveltis á hunda en vegna skyldleika er að einhverju leyti hægt að draga sambærilegar ályktanir um hund og um úlfa. Eins hafa dýralæknar víða um heim því miður reynslu af illa höldnum dýrum sem ekki nærast af einhverri ástæðu. Ábendingar um næringu og fæðu hunda má því víða finna á heimasíðum sem fjalla um heilbrigði hunda.

Hversu lengi hundur geta lifað án matar fer að einhverju leyti eftir því af hvaða kyni hann er, stærð, heilbrigði og líkamlegu ástandi. Sjálfsagt er hundur sem er búinn að vera án ætis í tvær vikur orðinn mjög máttfarinn og illa horaður ef hann er þá á lífi. Vatnsskortur er annað mál en samkvæmt dýralæknum þá geta hundar lifað að hámarki í fimm daga án vatns enda losa dýr rétt eins og menn mikið vatn í gegnum efnaskipti og útöndun á hverjum sólahring.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.3.2019

Spyrjandi

Elín Birna Gunnlaugsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað geta hundar lifað lengi án matar og vatns?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2019. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76614.

Jón Már Halldórsson. (2019, 13. mars). Hvað geta hundar lifað lengi án matar og vatns? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76614

Jón Már Halldórsson. „Hvað geta hundar lifað lengi án matar og vatns?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2019. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76614>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað geta hundar lifað lengi án matar og vatns?
Margar dýrategundir geta tekist á við svelti í skamman tíma án þess að bíða skaða af. Lífið er barátta og í lífi villtra dýra koma oft dagar þar sem enga fæðu er að fá.

Rannsóknir á tíðni drápa hjá úlfum (Canis lupus) hafa sýnt að þeir fella bráð að jafnaði á þriggja daga fresti og þá belgja þeir sig út af kjöti, allt að 10 kg í einu ef bráðin er stór svo sem elgur eða hreindýr. Þannig ná þeir að viðhalda heilbrigði og orku. Það er hins vegar vel þekkt meðal vísindamanna sem hafa fylgst með fæðuvistfræði úlfa að vetrarlagi að þeir geta haldið út í meira en viku án þess að sýnilegt svelti komi fram, svo framarlega sem þeir hafa aðgang að nægu vatni. Dýrin fara að láta á sjá ef þau hafa ekki fengið æti í 14 daga og þá eru veikustu dýrin jafnvel drepin og étin.

Hundar geta lifað í einhvern tíma án þess að éta ef þeir hafa aðgang að vatni en aðeins í örfáa daga fái þeir ekki heldur að drekka.

Höfundur þessa svars fann ekki rannsóknarniðurstöður sem greina frá áhrifum sveltis á hunda en vegna skyldleika er að einhverju leyti hægt að draga sambærilegar ályktanir um hund og um úlfa. Eins hafa dýralæknar víða um heim því miður reynslu af illa höldnum dýrum sem ekki nærast af einhverri ástæðu. Ábendingar um næringu og fæðu hunda má því víða finna á heimasíðum sem fjalla um heilbrigði hunda.

Hversu lengi hundur geta lifað án matar fer að einhverju leyti eftir því af hvaða kyni hann er, stærð, heilbrigði og líkamlegu ástandi. Sjálfsagt er hundur sem er búinn að vera án ætis í tvær vikur orðinn mjög máttfarinn og illa horaður ef hann er þá á lífi. Vatnsskortur er annað mál en samkvæmt dýralæknum þá geta hundar lifað að hámarki í fimm daga án vatns enda losa dýr rétt eins og menn mikið vatn í gegnum efnaskipti og útöndun á hverjum sólahring.

Heimildir og mynd:

...