Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru hreindýr þung og er það rétt að hreindýr sem lifa norðarlega séu léttari en þau sem lifa sunnar á hnettinum?

Jón Már Halldórsson

Algeng þyngd hreindýra (Rangifer tarandus), það er karldýra, er að jafnaði í kringum 160-185 kg en kvendýrin eru nokkuð minni eða að jafnaði um 80-120 kg. Að vísu getur stærð hreindýra verið allbreytileg eftir stofnum og deilitegundum en hreindýrum er skipt niður í nokkrar deilitegundir enda lifa þau villt allt í kringum norðurskautið.

Algeng þyngd karldýra er 160-185 kg en hjá kvendýrum um 80-120 kg. Sumir deilitegundir hreindýra eru hins vegar smávaxnari og léttari. Svonefnd regla Allens segir að dýr sem lifa á kaldari slóðum, svo sem á norðurhjara, eru með styttri útlimi en einstaklingar sömu tegundar sunnar á hnettinum.

Sumar deilitegundir eru nokkuð smávaxnari en sú sem fyrirfinnst hér á landi. Ein smávaxin deilitegund, R. t. platyrhynchus, finnst á Svalbarða. Kvendýr þessarar deilitegundar vega að jafnaði um 50-55 kg að vori en eftir fitun yfir hina skammvinnu sumarmánuði norðurhjarans bæta þau við sig að jafnaði um 20 kg og eru því um 70 kg. Tarfarnir eru að vori um 65 kg og að hausti 90 kg.

Hreindýrin á Svalbarða eru einnig lágvaxnari en meginlandshreindýrin eða um 80 cm við herðakamb en önnur hreindýr eru að minnsta kosti 150 cm á herðakamb. Þau eru einnig fótstyttri sem er í góðu samræmi við reglu Allens en hún var sett fram árið 1877 af Joel Asaph Allen (1838-1921). Reglan segir að dýr sem lifa á kaldari slóðum, svo sem á norðurhjara, eru með styttri útlimi en einstaklingar sömu tegundar sunnar á hnettinum. Þetta sést einnig hjá hreindýrum af deilitegundinni R. t. pearyi sem finnast í norðurhluta Kanada.

Sumar deilitegundir eru nokkuð smávaxnari en sú sem fyrirfinnst hér á landi. Meðal annars deilitegundin R. t. pearyi sem finnst í norðurhluta Kanada.

Skýringin á því er sú að með styttri útlimum þá minnkar yfirborð dýranna og um leið möguleiki á varmatapi í köldu umhverfi. Þess má geta að regla Allens er einnig í fullu gildi hjá mannskepnunni en inúítar eru að jafnaði útlimastyttri en fólk sem lifir við miðbaug.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.5.2013

Spyrjandi

Hjördís Brynjarsdóttir, f. 1999

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru hreindýr þung og er það rétt að hreindýr sem lifa norðarlega séu léttari en þau sem lifa sunnar á hnettinum?“ Vísindavefurinn, 21. maí 2013, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65186.

Jón Már Halldórsson. (2013, 21. maí). Hvað eru hreindýr þung og er það rétt að hreindýr sem lifa norðarlega séu léttari en þau sem lifa sunnar á hnettinum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65186

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru hreindýr þung og er það rétt að hreindýr sem lifa norðarlega séu léttari en þau sem lifa sunnar á hnettinum?“ Vísindavefurinn. 21. maí. 2013. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65186>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru hreindýr þung og er það rétt að hreindýr sem lifa norðarlega séu léttari en þau sem lifa sunnar á hnettinum?
Algeng þyngd hreindýra (Rangifer tarandus), það er karldýra, er að jafnaði í kringum 160-185 kg en kvendýrin eru nokkuð minni eða að jafnaði um 80-120 kg. Að vísu getur stærð hreindýra verið allbreytileg eftir stofnum og deilitegundum en hreindýrum er skipt niður í nokkrar deilitegundir enda lifa þau villt allt í kringum norðurskautið.

Algeng þyngd karldýra er 160-185 kg en hjá kvendýrum um 80-120 kg. Sumir deilitegundir hreindýra eru hins vegar smávaxnari og léttari. Svonefnd regla Allens segir að dýr sem lifa á kaldari slóðum, svo sem á norðurhjara, eru með styttri útlimi en einstaklingar sömu tegundar sunnar á hnettinum.

Sumar deilitegundir eru nokkuð smávaxnari en sú sem fyrirfinnst hér á landi. Ein smávaxin deilitegund, R. t. platyrhynchus, finnst á Svalbarða. Kvendýr þessarar deilitegundar vega að jafnaði um 50-55 kg að vori en eftir fitun yfir hina skammvinnu sumarmánuði norðurhjarans bæta þau við sig að jafnaði um 20 kg og eru því um 70 kg. Tarfarnir eru að vori um 65 kg og að hausti 90 kg.

Hreindýrin á Svalbarða eru einnig lágvaxnari en meginlandshreindýrin eða um 80 cm við herðakamb en önnur hreindýr eru að minnsta kosti 150 cm á herðakamb. Þau eru einnig fótstyttri sem er í góðu samræmi við reglu Allens en hún var sett fram árið 1877 af Joel Asaph Allen (1838-1921). Reglan segir að dýr sem lifa á kaldari slóðum, svo sem á norðurhjara, eru með styttri útlimi en einstaklingar sömu tegundar sunnar á hnettinum. Þetta sést einnig hjá hreindýrum af deilitegundinni R. t. pearyi sem finnast í norðurhluta Kanada.

Sumar deilitegundir eru nokkuð smávaxnari en sú sem fyrirfinnst hér á landi. Meðal annars deilitegundin R. t. pearyi sem finnst í norðurhluta Kanada.

Skýringin á því er sú að með styttri útlimum þá minnkar yfirborð dýranna og um leið möguleiki á varmatapi í köldu umhverfi. Þess má geta að regla Allens er einnig í fullu gildi hjá mannskepnunni en inúítar eru að jafnaði útlimastyttri en fólk sem lifir við miðbaug.

Myndir:

...