Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig og hvenær varð íslenski þjóðsöngurinn til?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Spurning Jóns Björns hljómaði svona:
Mig langar til þess að forvitnast um allt er tengist íslenska þjóðsöngnum. Getið þið komið því á framfæri t.d. undir leitarorðunum, þjóðsöngur og íslenski þjóðsöngurinn?

Þjóðsöngur er kvæði með lagi, flutt við hátíðleg tækifæri sem eins konar tákn um þjóðarvitund. Þjóðsöngvar urðu almennir á 19. öld, þegar þjóðernishyggja var víða ríkjandi hugmyndafræði. Kvæði eru sjaldnast ort beinlínis sem þjóðsöngvar, heldur öðlast þau þann sess smám saman, meðal annars vegna yrkisefnisins og vinsælda. Að lokum hlýtur þjóðsöngur opinbera viðurkenningu fullvalda ríkis.

Veturinn 1873-74 orti Matthías Jochumsson (1835-1920) sálm, sem síðar varð þjóðsöngur Íslendinga. Sálmurinn eða kvæðið er þrjú erindi, það fyrsta var ort í Edinborg í Skotlandi en seinni tvö í Lundúnum.

Tónskáldið Sveinbjörn Sveinbjörnsson (1847-1926), sem lengi bjó í Edinborg, samdi lagið við kvæði Matthíasar. Haustið 1873 bjó Matthías hjá Sveinbirni í London Street nr. 15. Þar orti hann fyrsta erindið og sýndi Sveinbirni. Lagið varð þó ekki til fyrr en um vorið 1874.

Fyrsta erindi kvæðisins „Lofsöngur í minningu Íslands þúsund ára“, sem síðar varð þjóðsöngur Íslendinga, var ort í London Street nr. 15 í Edinborg í Skotlandi. Þar bjó tónskáldið Sveinbjörn Sveinbjörnsson sem samdi lagið. Hann var vinur og fyrrum skólafélagi Matthíasar Jochumssonar. Menntamálaráðuneytið lét koma fyrir minningarskildi um tilurð kvæðisins á húsinu árið 1974.

Matthías samdi kvæðið í tilefni af þjóðhátíð sem átti að halda á Íslandi árið 1874. Á henni átti að minnast þess að talin voru þúsund ár frá því að Ingólfur Arnarson nam land á Íslandi. Í öllum þremur erindum kvæðisins koma fyrir orðin „Íslands þúsund ár“ og vísa þau til upphafs Íslandsbyggðar. Heitið á kvæðinu og laginu í frumútgáfu þess frá 1874 er „Lofsöngur í minningu Íslands þúsund ára.“

Samkvæmt konungsúrskurði frá 1873 skyldu guðsþjónustur haldnar vegna hátíðahaldanna í öllum íslenskum kirkjum sumarið 1874. Messudagurinn var ákveðinn af biskupi Íslands og varð 2. ágúst fyrir valinu. Biskup valdi einnig ritningartextann, 90. sálm Davíðs. Textavalið hafði áhrif á inntak kvæðis Matthíasar. Lofsöngur Matthíasar var fyrst fluttur opinberlega af blönduðum kór við hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 2. ágúst að viðstöddum Kristjáni IX. Danakonungi.

Uppbyggingu kvæðisins hefur meðal annars verið lýst svona:

Kvæðið er þannig byggt, að fyrri erindin tvö fjalla um hin liðnu þúsund ár, en þriðja og síðasta erindið höfðar til framtíðarinnar. [...] Fyrri erindin eru lof til drottins og þakklæti fátækrar þjóðar fyrir þúsund ára líf, en hið síðasta ákall og bæn til guðs um leiðsögn hans og forustu á komandi tímum.[1]

Á þessum tíma var litið á Matthías sem þjóðskáld, en það hugtak er haft um skáld sem njóta bæði almannnahylli og viðurkenningar þeirra sem mark er tekið á í umfjöllun um bókmenntir.

Við fullveldistökuna árið 1918 var kvæði Matthíasar í fyrsta sinn flutt sem eiginlegur þjóðsöngur Íslands.

Sálmurinn var oft sunginn opinberlega á 19. öld en snemma á 20. öld, á tímabilinu milli heimastjórnar og fullveldis (frá 1904-1918), öðlast hann smám saman stöðu þjóðsöngs. Við fullveldistökuna árið 1918 var kvæðið í fyrsta sinn flutt sem eiginlegur þjóðsöngur Íslands.

Íslenska ríkið eignaðist höfundarétt að laginu árið 1948 og að ljóðinu 1949. Lög voru sett um þjóðsönginn árið 1983. Í lögunum segir meðal annars að þjóðsöngurinn sé eign íslensku þjóðarinnar og að hann megi ekki „flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð.“

Tilvísun:
  1. ^ Njörður P. Njarðvík. 1962. „Þjóðhátíðarljóð Matthíasar Jochumssonar“. Skírnir 136 (1): 145. https://timarit.is/page/6525526. (Sótt 31.08.2021).

Heimildir:

Myndir:

Andrés spurði: Hvaða ár var þjóðsöngur Íslands ortur og hver orti hann?

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.9.2021

Spyrjandi

Andrés, Jón Björn Ólafsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvernig og hvenær varð íslenski þjóðsöngurinn til?“ Vísindavefurinn, 2. september 2021, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82330.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2021, 2. september). Hvernig og hvenær varð íslenski þjóðsöngurinn til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82330

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvernig og hvenær varð íslenski þjóðsöngurinn til?“ Vísindavefurinn. 2. sep. 2021. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82330>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig og hvenær varð íslenski þjóðsöngurinn til?
Spurning Jóns Björns hljómaði svona:

Mig langar til þess að forvitnast um allt er tengist íslenska þjóðsöngnum. Getið þið komið því á framfæri t.d. undir leitarorðunum, þjóðsöngur og íslenski þjóðsöngurinn?

Þjóðsöngur er kvæði með lagi, flutt við hátíðleg tækifæri sem eins konar tákn um þjóðarvitund. Þjóðsöngvar urðu almennir á 19. öld, þegar þjóðernishyggja var víða ríkjandi hugmyndafræði. Kvæði eru sjaldnast ort beinlínis sem þjóðsöngvar, heldur öðlast þau þann sess smám saman, meðal annars vegna yrkisefnisins og vinsælda. Að lokum hlýtur þjóðsöngur opinbera viðurkenningu fullvalda ríkis.

Veturinn 1873-74 orti Matthías Jochumsson (1835-1920) sálm, sem síðar varð þjóðsöngur Íslendinga. Sálmurinn eða kvæðið er þrjú erindi, það fyrsta var ort í Edinborg í Skotlandi en seinni tvö í Lundúnum.

Tónskáldið Sveinbjörn Sveinbjörnsson (1847-1926), sem lengi bjó í Edinborg, samdi lagið við kvæði Matthíasar. Haustið 1873 bjó Matthías hjá Sveinbirni í London Street nr. 15. Þar orti hann fyrsta erindið og sýndi Sveinbirni. Lagið varð þó ekki til fyrr en um vorið 1874.

Fyrsta erindi kvæðisins „Lofsöngur í minningu Íslands þúsund ára“, sem síðar varð þjóðsöngur Íslendinga, var ort í London Street nr. 15 í Edinborg í Skotlandi. Þar bjó tónskáldið Sveinbjörn Sveinbjörnsson sem samdi lagið. Hann var vinur og fyrrum skólafélagi Matthíasar Jochumssonar. Menntamálaráðuneytið lét koma fyrir minningarskildi um tilurð kvæðisins á húsinu árið 1974.

Matthías samdi kvæðið í tilefni af þjóðhátíð sem átti að halda á Íslandi árið 1874. Á henni átti að minnast þess að talin voru þúsund ár frá því að Ingólfur Arnarson nam land á Íslandi. Í öllum þremur erindum kvæðisins koma fyrir orðin „Íslands þúsund ár“ og vísa þau til upphafs Íslandsbyggðar. Heitið á kvæðinu og laginu í frumútgáfu þess frá 1874 er „Lofsöngur í minningu Íslands þúsund ára.“

Samkvæmt konungsúrskurði frá 1873 skyldu guðsþjónustur haldnar vegna hátíðahaldanna í öllum íslenskum kirkjum sumarið 1874. Messudagurinn var ákveðinn af biskupi Íslands og varð 2. ágúst fyrir valinu. Biskup valdi einnig ritningartextann, 90. sálm Davíðs. Textavalið hafði áhrif á inntak kvæðis Matthíasar. Lofsöngur Matthíasar var fyrst fluttur opinberlega af blönduðum kór við hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 2. ágúst að viðstöddum Kristjáni IX. Danakonungi.

Uppbyggingu kvæðisins hefur meðal annars verið lýst svona:

Kvæðið er þannig byggt, að fyrri erindin tvö fjalla um hin liðnu þúsund ár, en þriðja og síðasta erindið höfðar til framtíðarinnar. [...] Fyrri erindin eru lof til drottins og þakklæti fátækrar þjóðar fyrir þúsund ára líf, en hið síðasta ákall og bæn til guðs um leiðsögn hans og forustu á komandi tímum.[1]

Á þessum tíma var litið á Matthías sem þjóðskáld, en það hugtak er haft um skáld sem njóta bæði almannnahylli og viðurkenningar þeirra sem mark er tekið á í umfjöllun um bókmenntir.

Við fullveldistökuna árið 1918 var kvæði Matthíasar í fyrsta sinn flutt sem eiginlegur þjóðsöngur Íslands.

Sálmurinn var oft sunginn opinberlega á 19. öld en snemma á 20. öld, á tímabilinu milli heimastjórnar og fullveldis (frá 1904-1918), öðlast hann smám saman stöðu þjóðsöngs. Við fullveldistökuna árið 1918 var kvæðið í fyrsta sinn flutt sem eiginlegur þjóðsöngur Íslands.

Íslenska ríkið eignaðist höfundarétt að laginu árið 1948 og að ljóðinu 1949. Lög voru sett um þjóðsönginn árið 1983. Í lögunum segir meðal annars að þjóðsöngurinn sé eign íslensku þjóðarinnar og að hann megi ekki „flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð.“

Tilvísun:
  1. ^ Njörður P. Njarðvík. 1962. „Þjóðhátíðarljóð Matthíasar Jochumssonar“. Skírnir 136 (1): 145. https://timarit.is/page/6525526. (Sótt 31.08.2021).

Heimildir:

Myndir:

Andrés spurði: Hvaða ár var þjóðsöngur Íslands ortur og hver orti hann?...