Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Af hverju heitir gyllinæð þessu nafni?

Guðrún Kvaran

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvaðan kemur orðið gyllinæð?

Á vef Heilsuveru stendur um gyllinæð:

Gyllinæð (e. hemorrhoids) eru bólgnar bláæðar (æðahnútar) sem geta bæði legið utan á endaþarmi eða inni í endaþarmi.

Annað heiti á gyllinæð á íslensku er gylliniæð. Bæði heitin koma fram um svipað leyti í seðlasafni Orðabókar Háskólans, það er í lok 18. aldar. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (1920-1924: 252) er gylliniæð þýdd sem ‘den gyldne Aare, Hæmorrhoider, Takker’ og í eldri þýsku hét æðin ‘goldene Ader’, það er gyllta æðin.

Mynd frá miðöldum sem sýnir skurðaðgerð á sjúklingi með gyllinæð.

Íslensku orðin gyllinæð og gylliniæð eru annaðhvort komin beint úr dönsku í íslensku eða úr þýsku um dönsku.

Heimild og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

2.2.2022

Spyrjandi

Gunnar Kristinsson, Guðrún Heimisdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju heitir gyllinæð þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 2. febrúar 2022. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=82921.

Guðrún Kvaran. (2022, 2. febrúar). Af hverju heitir gyllinæð þessu nafni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=82921

Guðrún Kvaran. „Af hverju heitir gyllinæð þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 2. feb. 2022. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=82921>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju heitir gyllinæð þessu nafni?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvaðan kemur orðið gyllinæð?

Á vef Heilsuveru stendur um gyllinæð:

Gyllinæð (e. hemorrhoids) eru bólgnar bláæðar (æðahnútar) sem geta bæði legið utan á endaþarmi eða inni í endaþarmi.

Annað heiti á gyllinæð á íslensku er gylliniæð. Bæði heitin koma fram um svipað leyti í seðlasafni Orðabókar Háskólans, það er í lok 18. aldar. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (1920-1924: 252) er gylliniæð þýdd sem ‘den gyldne Aare, Hæmorrhoider, Takker’ og í eldri þýsku hét æðin ‘goldene Ader’, það er gyllta æðin.

Mynd frá miðöldum sem sýnir skurðaðgerð á sjúklingi með gyllinæð.

Íslensku orðin gyllinæð og gylliniæð eru annaðhvort komin beint úr dönsku í íslensku eða úr þýsku um dönsku.

Heimild og mynd:

...