Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Er grásleppa með sundmaga og hvernig hefur hún aðlagast lífi nálægt yfirborði sjávar?

Jón Már Halldórsson

Þar sem hér er spurt um grásleppu er rétt að taka fram að lengi hefur tíðkast að nota það heiti um kvenkynshrognkelsi (hrygnuna), en karlkynshrognkelsið (hængurinn) gengur undir heitinu rauðmagi.

Flestir beinfiskar hafa sundmaga en það er loftfyllt blaðra sem stjórnar því hversu djúpt fiskurinn er í vatninu. Eftir því sem meira loft er í sundmaganum syndir fiskurinn ofar en með því að losa loft kemst hann á meira dýpi án mikillar fyrirhafnar.

Hrognkelsi hafa ekki sundmaga. Þau eru heldur ekki vöðvastælt og straumlínulaga eins og á oft við um uppsjávarfiska. Hrognkelsi hafa því þurft að aðlagast lífi ofarlega í sjónum á annan hátt en á við um margar aðrar tegundir fiska.

Hrognkelsi (Cyclopterus lumpus) hafa ekki sundmaga eins og þorskfiskar og margir aðrir hópar algengra fiska sem finnast hér við land. Hrognkelsi halda sig að hluta til í efstu lögum sjávar líkt og uppsjávarfiskar eins og síld og loðna. En þau eru ekki ekki vöðvastælt og straumlínulaga eins og uppsjávarfiskar eru gjarnan, það gerir fiskunum mögulegt að vera á stöðugri hreyfingu til að sökkva ekki. Og þar sem þau hafa heldur ekki sundmaga til að halda sér á floti hafa hrognkelsi því þurft að aðlagast lífi ofarlega í sjónum á annan hátt.

Meðal annars eru bein þeirra ekki sérlega þétt eða sterk og hlutfall vatns í vöðvum er nokkuð hátt; þess vegna er eðlisþyngd þeirra nálægt eðlisþyngd sjávar. Þetta gerir hrognkelsum kleift að halda til í efri lögum sjávar án þess að það útheimti mikla orku. Jafnframt geta þau farið hratt upp og niður í sjónum án þess að eiga á hættu að sundmaginn þenjist út og springi líkt og hætta er á meðal suma uppsjávarfiska sem dregnir eru hratt upp á yfirborðið í veiðarfærum.

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.5.2022

Spyrjandi

Elvar Einarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er grásleppa með sundmaga og hvernig hefur hún aðlagast lífi nálægt yfirborði sjávar?“ Vísindavefurinn, 3. maí 2022. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=83162.

Jón Már Halldórsson. (2022, 3. maí). Er grásleppa með sundmaga og hvernig hefur hún aðlagast lífi nálægt yfirborði sjávar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83162

Jón Már Halldórsson. „Er grásleppa með sundmaga og hvernig hefur hún aðlagast lífi nálægt yfirborði sjávar?“ Vísindavefurinn. 3. maí. 2022. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83162>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er grásleppa með sundmaga og hvernig hefur hún aðlagast lífi nálægt yfirborði sjávar?
Þar sem hér er spurt um grásleppu er rétt að taka fram að lengi hefur tíðkast að nota það heiti um kvenkynshrognkelsi (hrygnuna), en karlkynshrognkelsið (hængurinn) gengur undir heitinu rauðmagi.

Flestir beinfiskar hafa sundmaga en það er loftfyllt blaðra sem stjórnar því hversu djúpt fiskurinn er í vatninu. Eftir því sem meira loft er í sundmaganum syndir fiskurinn ofar en með því að losa loft kemst hann á meira dýpi án mikillar fyrirhafnar.

Hrognkelsi hafa ekki sundmaga. Þau eru heldur ekki vöðvastælt og straumlínulaga eins og á oft við um uppsjávarfiska. Hrognkelsi hafa því þurft að aðlagast lífi ofarlega í sjónum á annan hátt en á við um margar aðrar tegundir fiska.

Hrognkelsi (Cyclopterus lumpus) hafa ekki sundmaga eins og þorskfiskar og margir aðrir hópar algengra fiska sem finnast hér við land. Hrognkelsi halda sig að hluta til í efstu lögum sjávar líkt og uppsjávarfiskar eins og síld og loðna. En þau eru ekki ekki vöðvastælt og straumlínulaga eins og uppsjávarfiskar eru gjarnan, það gerir fiskunum mögulegt að vera á stöðugri hreyfingu til að sökkva ekki. Og þar sem þau hafa heldur ekki sundmaga til að halda sér á floti hafa hrognkelsi því þurft að aðlagast lífi ofarlega í sjónum á annan hátt.

Meðal annars eru bein þeirra ekki sérlega þétt eða sterk og hlutfall vatns í vöðvum er nokkuð hátt; þess vegna er eðlisþyngd þeirra nálægt eðlisþyngd sjávar. Þetta gerir hrognkelsum kleift að halda til í efri lögum sjávar án þess að það útheimti mikla orku. Jafnframt geta þau farið hratt upp og niður í sjónum án þess að eiga á hættu að sundmaginn þenjist út og springi líkt og hætta er á meðal suma uppsjávarfiska sem dregnir eru hratt upp á yfirborðið í veiðarfærum.

Heimild og mynd:...