Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hver er lengsta á Norður-Ameríku?

EDS

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hver er lengsta á Norður Ameríku? Reyndi að gúggla þetta en fékk mjög mismunandi svör. Er eitthvert óumdeilt svar við þessari spurningu?

Ekki er eins einfalt að mæla nákvæma lengd vatnsfalla og það kann að virðast í fyrstu. Þar skiptir máli hvar upptök vatnsfallsins eru skilgreind og eins hvar það endar nákvæmlega. Einnig skiptir máli hversu nákvæm gögn eru notuð til þess að mæla fjarlægðina þar á milli. Um þetta er fjallað nánar í svari sama höfundar við spurningunni Hver eru lengstu fljót í heimi? og er ágætt að hafa það svar í huga við áframhaldandi lestur.

Það er rétt að þegar leitað er að upplýsingum á netinu um lengsta vatnsfall Norður-Ameríku þá eru niðurstöðurnar ekki allar á einn veg. Langflestar heimildir sem skoðaðar voru fyrir þetta svar segja þó að Missouri-áin sé lengst og Mississippi-fljót næst lengst, en í einhverjum tilfellum er þessu snúið við.

Missouri er yfirleitt talin lengsta á Norður-Ameríku en Mississippi er þó stundum talin lengri.

Missouri-áin á upptök sín í Montanafylki og er sögð vera á bilinu 3.766-4.088 km (2.340-2.540 mílur) löng, allt eftir því hvar upptökin eru skilgreind. Lægri talan miðast við Three Forks þar sem árnar Gallatin, Jefferson, og Madison koma saman í eitt vatnsfall en hærri talan miðast við upptök Jefferson-árinnar. Missouri-áin rennur um sex fylki Bandaríkjanna, Montana, Norður- og Suður-Dakota, Nebraska, Iowa, Kansas og Missouri, þar sem hún sameinast Mississippi og er því í raun þverá hennar. Vatnasvið Missouri-árinnar er meira en 1.371.000 km2 og nær til tíu fylkja í Bandaríkjunum og tveggja í Kanada.

Upptök Mississippi-árinnar eru venjulega talin vera í Itasca-vatni í Minnesota. Þaðan rennur hún 3.700-3.780 km (2300-2350 mílur) leið til sjávar í Mexíkóflóa. Á leið sinni fer hún í gegnum, eða er á mörkum tíu fylkja, Minnesota, Wisconsin, Iowa, Illinois, Missouri, Kentucky, Tennessee, Arkansas, Mississippi, og Louisiana. Vatnasvið árinnar er um 3.220.000 km2 og nær til 32 fylkja í Bandaríkjunum og tveggja í Kanada.

Niðurstaðan er því sú að það er ekki óumdeilanlega eitt rétt svar við spurningunnu um hvert er lengsta vatnsfall Norður-Ameríku. Algengast er þó að nefna Missouri-ána. Hins vegar er engum blöðum um það að fletta að Mississippi hefur vinninginn þegar kemur að stærð vatnasviðs og hún er einnig vatnsmesta á Norður-Ameríku.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

24.2.2022

Spyrjandi

Hildur Sigurbergsdóttir

Tilvísun

EDS. „Hver er lengsta á Norður-Ameríku?“ Vísindavefurinn, 24. febrúar 2022. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=83269.

EDS. (2022, 24. febrúar). Hver er lengsta á Norður-Ameríku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83269

EDS. „Hver er lengsta á Norður-Ameríku?“ Vísindavefurinn. 24. feb. 2022. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83269>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er lengsta á Norður-Ameríku?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hver er lengsta á Norður Ameríku? Reyndi að gúggla þetta en fékk mjög mismunandi svör. Er eitthvert óumdeilt svar við þessari spurningu?

Ekki er eins einfalt að mæla nákvæma lengd vatnsfalla og það kann að virðast í fyrstu. Þar skiptir máli hvar upptök vatnsfallsins eru skilgreind og eins hvar það endar nákvæmlega. Einnig skiptir máli hversu nákvæm gögn eru notuð til þess að mæla fjarlægðina þar á milli. Um þetta er fjallað nánar í svari sama höfundar við spurningunni Hver eru lengstu fljót í heimi? og er ágætt að hafa það svar í huga við áframhaldandi lestur.

Það er rétt að þegar leitað er að upplýsingum á netinu um lengsta vatnsfall Norður-Ameríku þá eru niðurstöðurnar ekki allar á einn veg. Langflestar heimildir sem skoðaðar voru fyrir þetta svar segja þó að Missouri-áin sé lengst og Mississippi-fljót næst lengst, en í einhverjum tilfellum er þessu snúið við.

Missouri er yfirleitt talin lengsta á Norður-Ameríku en Mississippi er þó stundum talin lengri.

Missouri-áin á upptök sín í Montanafylki og er sögð vera á bilinu 3.766-4.088 km (2.340-2.540 mílur) löng, allt eftir því hvar upptökin eru skilgreind. Lægri talan miðast við Three Forks þar sem árnar Gallatin, Jefferson, og Madison koma saman í eitt vatnsfall en hærri talan miðast við upptök Jefferson-árinnar. Missouri-áin rennur um sex fylki Bandaríkjanna, Montana, Norður- og Suður-Dakota, Nebraska, Iowa, Kansas og Missouri, þar sem hún sameinast Mississippi og er því í raun þverá hennar. Vatnasvið Missouri-árinnar er meira en 1.371.000 km2 og nær til tíu fylkja í Bandaríkjunum og tveggja í Kanada.

Upptök Mississippi-árinnar eru venjulega talin vera í Itasca-vatni í Minnesota. Þaðan rennur hún 3.700-3.780 km (2300-2350 mílur) leið til sjávar í Mexíkóflóa. Á leið sinni fer hún í gegnum, eða er á mörkum tíu fylkja, Minnesota, Wisconsin, Iowa, Illinois, Missouri, Kentucky, Tennessee, Arkansas, Mississippi, og Louisiana. Vatnasvið árinnar er um 3.220.000 km2 og nær til 32 fylkja í Bandaríkjunum og tveggja í Kanada.

Niðurstaðan er því sú að það er ekki óumdeilanlega eitt rétt svar við spurningunnu um hvert er lengsta vatnsfall Norður-Ameríku. Algengast er þó að nefna Missouri-ána. Hins vegar er engum blöðum um það að fletta að Mississippi hefur vinninginn þegar kemur að stærð vatnasviðs og hún er einnig vatnsmesta á Norður-Ameríku.

Heimildir og mynd: ...