Sólin Sólin Rís 09:53 • sest 17:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:01 • Sest 11:02 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:05 • Síðdegis: 19:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:55 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík

Hvernig eru kanínur gerðar ófrjóar?

Jón Már Halldórsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Dóttir mín er í sjálfboðavinnu í kanínukoti sem er að bjarga villikanínum í Elliðaárdal. Hún er núna að keyra þær í aðgerð, bæði kvendýr og karldýr, og okkur langar að vita hvernig þær aðgerðir eru framkvæmdar bæði á karldýrum og kvendýrum. Allir alltaf að flýta sér og forðast of mikil samskipti vegna COVID. Hún segir að þær virðist ekki vera mjög illa haldnar eftir aðgerðirnar. Venjulega er nú auðvelt aðgengi að sáðrásinni en verra með eggjastokkana.

Ófrjósemisaðgerðir á dýrum fara yfirleitt fram með þeim hætti að dýrin eru svæfð fyrir aðgerð og kviðsvæðið rakað. Dýralæknirinn byrjar á því að binda fyrir æðar sem liggja að æxlunarfærunum til að koma í veg fyrir lífshættulegar blæðingar, áður en eiginleg ófrjósemisaðgerð hefst. Því næst eru æxlunarfærin fjarlægð, legið hjá kvendýrunum og eistun hjá karldýrunum. Svo er skurðsárinu lokað aftur með saumum. Dýrin eru sofandi eins og áður segir og þurfa svo næði til að vakna aftur á öruggum stað. Yfirleitt eru kanínur komnar til síns heima innan sólarhrings frá innlögn.

Í ófrjósemisaðgerðum dýra eru æxlunarfærin fjarlægð, legið hjá kvendýrunum og eistun hjá karldýrunum.

Heimild:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

17.3.2022

Spyrjandi

Nanna Gunnarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig eru kanínur gerðar ófrjóar?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2022. Sótt 6. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=83382.

Jón Már Halldórsson. (2022, 17. mars). Hvernig eru kanínur gerðar ófrjóar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83382

Jón Már Halldórsson. „Hvernig eru kanínur gerðar ófrjóar?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2022. Vefsíða. 6. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83382>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru kanínur gerðar ófrjóar?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Dóttir mín er í sjálfboðavinnu í kanínukoti sem er að bjarga villikanínum í Elliðaárdal. Hún er núna að keyra þær í aðgerð, bæði kvendýr og karldýr, og okkur langar að vita hvernig þær aðgerðir eru framkvæmdar bæði á karldýrum og kvendýrum. Allir alltaf að flýta sér og forðast of mikil samskipti vegna COVID. Hún segir að þær virðist ekki vera mjög illa haldnar eftir aðgerðirnar. Venjulega er nú auðvelt aðgengi að sáðrásinni en verra með eggjastokkana.

Ófrjósemisaðgerðir á dýrum fara yfirleitt fram með þeim hætti að dýrin eru svæfð fyrir aðgerð og kviðsvæðið rakað. Dýralæknirinn byrjar á því að binda fyrir æðar sem liggja að æxlunarfærunum til að koma í veg fyrir lífshættulegar blæðingar, áður en eiginleg ófrjósemisaðgerð hefst. Því næst eru æxlunarfærin fjarlægð, legið hjá kvendýrunum og eistun hjá karldýrunum. Svo er skurðsárinu lokað aftur með saumum. Dýrin eru sofandi eins og áður segir og þurfa svo næði til að vakna aftur á öruggum stað. Yfirleitt eru kanínur komnar til síns heima innan sólarhrings frá innlögn.

Í ófrjósemisaðgerðum dýra eru æxlunarfærin fjarlægð, legið hjá kvendýrunum og eistun hjá karldýrunum.

Heimild:

...