Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er vitað hvenær hagkerfi Kína verður stærra en Bandaríkjanna?

Gylfi Magnússon

Stutta svarið er nei! Það er hins vegar gaman að velta þessu fyrir sér. Samkvæmt nýjasta mati Alþjóðabankans er kínverska hagkerfið enn nokkuð smærra en það bandaríska miðað við algengasta mælikvarðann sem notaður er, það er verg landsframleiðsla á markaðsvirði. Bankinn telur að landsframleiðsla Bandaríkjanna hafi verið 20.953 milljarðar Bandaríkjadala árið 2020 en í Kína 14.723 milljarðar dala.

Þetta er hins vegar ekki eini mælikvarðinn sem til greina kemur. Einnig er hægt að reikna út landsframleiðslu þannig að leiðrétt er fyrir verðlagi, það er tekið tillit til þess að verðlag er almennt talsvert lægra í Kína en í Bandaríkjunum. Sé það gert telst landsframleiðsla Kína 24.283 milljarðar dala og því þegar orðin talsvert meiri en Bandaríkjanna.

Mynd af starfsfólki í Kína sem vinnur að framleiðslu og prófunum á ljósleiðurum.

Ýmsir spá því að landsframleiðsla Kína verði fyrr eða síðar líka meiri en Bandaríkjanna á fyrri mælikvarðann en eðli máls samkvæmt er talsverð óvissa um það hvort og þá hvenær það gerist. Það fer eftir hagvexti í löndunum tveimur og þróun verðlags. Hagvöxtur í Kína hefur að jafnaði verið talsvert meiri en í Bandaríkjunum undanfarna áratugi en þegar hagvaxtarskeiðið hófst var landið sárafátækt eftir miklar hörmungar vegna óstjórnar í efnahagsmálum. Kínverjar eru enn mun fátækari en Bandaríkjamenn sé miðað við landsframleiðslu á mann, enda ríkið mun fjölmennara. Munurinn hefur þó minnkað mikið.

Evrópusambandið sem heild er svipað að stærð og Bandaríkin sé síðari mælikvarðinn á stærð hagkerfis notaður, með samanlagða verga landsframleiðslu upp á 20.045 milljarða dala.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

22.3.2022

Spyrjandi

Björn Gústav Jónsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Er vitað hvenær hagkerfi Kína verður stærra en Bandaríkjanna?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2022, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83445.

Gylfi Magnússon. (2022, 22. mars). Er vitað hvenær hagkerfi Kína verður stærra en Bandaríkjanna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83445

Gylfi Magnússon. „Er vitað hvenær hagkerfi Kína verður stærra en Bandaríkjanna?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2022. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83445>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er vitað hvenær hagkerfi Kína verður stærra en Bandaríkjanna?
Stutta svarið er nei! Það er hins vegar gaman að velta þessu fyrir sér. Samkvæmt nýjasta mati Alþjóðabankans er kínverska hagkerfið enn nokkuð smærra en það bandaríska miðað við algengasta mælikvarðann sem notaður er, það er verg landsframleiðsla á markaðsvirði. Bankinn telur að landsframleiðsla Bandaríkjanna hafi verið 20.953 milljarðar Bandaríkjadala árið 2020 en í Kína 14.723 milljarðar dala.

Þetta er hins vegar ekki eini mælikvarðinn sem til greina kemur. Einnig er hægt að reikna út landsframleiðslu þannig að leiðrétt er fyrir verðlagi, það er tekið tillit til þess að verðlag er almennt talsvert lægra í Kína en í Bandaríkjunum. Sé það gert telst landsframleiðsla Kína 24.283 milljarðar dala og því þegar orðin talsvert meiri en Bandaríkjanna.

Mynd af starfsfólki í Kína sem vinnur að framleiðslu og prófunum á ljósleiðurum.

Ýmsir spá því að landsframleiðsla Kína verði fyrr eða síðar líka meiri en Bandaríkjanna á fyrri mælikvarðann en eðli máls samkvæmt er talsverð óvissa um það hvort og þá hvenær það gerist. Það fer eftir hagvexti í löndunum tveimur og þróun verðlags. Hagvöxtur í Kína hefur að jafnaði verið talsvert meiri en í Bandaríkjunum undanfarna áratugi en þegar hagvaxtarskeiðið hófst var landið sárafátækt eftir miklar hörmungar vegna óstjórnar í efnahagsmálum. Kínverjar eru enn mun fátækari en Bandaríkjamenn sé miðað við landsframleiðslu á mann, enda ríkið mun fjölmennara. Munurinn hefur þó minnkað mikið.

Evrópusambandið sem heild er svipað að stærð og Bandaríkin sé síðari mælikvarðinn á stærð hagkerfis notaður, með samanlagða verga landsframleiðslu upp á 20.045 milljarða dala.

Mynd: