Sólin Sólin Rís 09:50 • sest 17:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:38 • Sest 10:53 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:34 • Síðdegis: 19:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík

Hvað merkir „nema skör höggvist“ í kvæði Gríms loðinkinna?

Guðrún Kvaran

Í Gríms sögu loðinkinna segir frá því að Grímur gekk að eiga konu sem hét Lofthæna. Þau eignuðust dóttur sem Brynhildur hét. Hún óx upp í Hrafnistu og var hin fegursta mær. Unni Grímur henni mikið. En er hún var tólf ára gömul, bað hennar sá maður, er Sörkvir hét og var Svaðason. Hún vildi ekki eiga hann og fyrir það skorar Sörkvir Grím á hólm. Grímur gengst inn á það. Sörkvir mætir með tólf berserki og eru þeir allir felldir. Grímur kvað þá tvær vísur og er hin seinni svona:
Fyrst mun ek líkja
eptir feðr mínum:
skal-at mín dóttir,
nema skör höggvist,
nauðig gefin
neinum manni,
guðvefs þella,
meðan Grímr lifir.

Orðið skör hefur fleiri en eina merkingu en sú sem hér er vísað til er ‘höfuðhár’. Einnig hefur verið bent á að orðið geti merkt ‘(afhöggvið) höfuð’ eins og til dæmis í 55. kafla Laxdælu. Búið var að höggva höfuðið af Bolla og Þorgerður Egilsdóttir (Skalla-Grímssonar) kvað Guðrúnu Ósvífursdóttur „mundu eiga að búa um rauða skör Bolla um hríð“.

Orðið skör getur til dæmis merkt höfuðhár. Orðið getur líka merkt (afhöggvið) höfuð.

Heimild og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

14.12.2022

Spyrjandi

Helgi Hólm

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir „nema skör höggvist“ í kvæði Gríms loðinkinna?“ Vísindavefurinn, 14. desember 2022. Sótt 7. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=83498.

Guðrún Kvaran. (2022, 14. desember). Hvað merkir „nema skör höggvist“ í kvæði Gríms loðinkinna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83498

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir „nema skör höggvist“ í kvæði Gríms loðinkinna?“ Vísindavefurinn. 14. des. 2022. Vefsíða. 7. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83498>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir „nema skör höggvist“ í kvæði Gríms loðinkinna?
Í Gríms sögu loðinkinna segir frá því að Grímur gekk að eiga konu sem hét Lofthæna. Þau eignuðust dóttur sem Brynhildur hét. Hún óx upp í Hrafnistu og var hin fegursta mær. Unni Grímur henni mikið. En er hún var tólf ára gömul, bað hennar sá maður, er Sörkvir hét og var Svaðason. Hún vildi ekki eiga hann og fyrir það skorar Sörkvir Grím á hólm. Grímur gengst inn á það. Sörkvir mætir með tólf berserki og eru þeir allir felldir. Grímur kvað þá tvær vísur og er hin seinni svona:

Fyrst mun ek líkja
eptir feðr mínum:
skal-at mín dóttir,
nema skör höggvist,
nauðig gefin
neinum manni,
guðvefs þella,
meðan Grímr lifir.

Orðið skör hefur fleiri en eina merkingu en sú sem hér er vísað til er ‘höfuðhár’. Einnig hefur verið bent á að orðið geti merkt ‘(afhöggvið) höfuð’ eins og til dæmis í 55. kafla Laxdælu. Búið var að höggva höfuðið af Bolla og Þorgerður Egilsdóttir (Skalla-Grímssonar) kvað Guðrúnu Ósvífursdóttur „mundu eiga að búa um rauða skör Bolla um hríð“.

Orðið skör getur til dæmis merkt höfuðhár. Orðið getur líka merkt (afhöggvið) höfuð.

Heimild og mynd:

...