Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 08:22 • Sest 02:36 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:32 • Síðdegis: 21:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík

Hver var Hlöðver Hlöðversson keisari sem getið er um í Landnámu?

Sverrir Jakobsson

Í öðrum kafla Sturlubókar og Hauksbókar Landnámu er fundur Íslands tímasettur með tilvísun í samtímakónga, konunga á Norðurlöndum og á Englandi, en einnig páfann í Róm og keisara. Hlöðver Hlöðversson er „keisari fyrir norðan fjall“ en auk hans eru nefndir keisarar í Miklagarði.

Hlöðver þessi er nú jafnan kallaður Lúðvík og var uppi um 805-876. Hann var sonur Lúðvíks guðhrædda Frankakeisara (778-840) og sonarsonur Karlamagnúsar (d. 814). Eftir lát Lúðvíks guðhrædda börðust synir hans um völdin yfir ríki hans, en sættust að lokum á þrískiptingu þess sem var staðfest í Verdun 843. Fékk Lúðvík austurhluta ríkisins, sem er ekki fjarri því að vera það sem nú er Þýskaland. Þegar hann er sagður vera keisari „fyrir norðan fjall“ er sem sé átt við Alpafjöllin.

Afkomendur Karlamagnúsar, oft nefndir Karlungar, gerðu ekki mikið úr keisaratitli föður síns, en á 10. öld tóku Þýskalandskonungar af ætt Saxahertoga að krýna sig keisara og litu þá á sig sem arftaka Karlamagnúsar. Í Veraldar sögu (frá síðari hluta 12. aldar) kemur fram að Íslendingar kalla Þýskalandskonunga keisara og því er ekki óeðlilegt að Landnáma, sem er frá svipuðum tíma, geri það einnig.

Nafnið Hlöðver er hliðarmynd við Lúðvík. Forliðirnir Chlod-, Hluot- og Liud- eru notaðir til skiptis í þýskum heimildum frá ármiðöldum. Endingarnar eru einnig náskyldar og finna má myndina Chlodoveus við hlið Chlodavichus í heimildum. Bróðir Lúðvíks, Lotharius (795-855), ber skylt nafn, sem á sér myndina Hloþ-here. Naumast mun þó vera átt við þann konung hér, enda eru fleiri dæmi þess úr norrænum fornbókmenntum að nafnið Hlöðver merki Lúðvík, til dæmis í Völundarkviðu.

Höfundur

Sverrir Jakobsson

prófessor í miðaldasögu við HÍ

Útgáfudagur

19.8.2000

Spyrjandi

Kristinn Pétursson

Tilvísun

Sverrir Jakobsson. „Hver var Hlöðver Hlöðversson keisari sem getið er um í Landnámu?“ Vísindavefurinn, 19. ágúst 2000. Sótt 15. júní 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=836.

Sverrir Jakobsson. (2000, 19. ágúst). Hver var Hlöðver Hlöðversson keisari sem getið er um í Landnámu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=836

Sverrir Jakobsson. „Hver var Hlöðver Hlöðversson keisari sem getið er um í Landnámu?“ Vísindavefurinn. 19. ágú. 2000. Vefsíða. 15. jún. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=836>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Hlöðver Hlöðversson keisari sem getið er um í Landnámu?
Í öðrum kafla Sturlubókar og Hauksbókar Landnámu er fundur Íslands tímasettur með tilvísun í samtímakónga, konunga á Norðurlöndum og á Englandi, en einnig páfann í Róm og keisara. Hlöðver Hlöðversson er „keisari fyrir norðan fjall“ en auk hans eru nefndir keisarar í Miklagarði.

Hlöðver þessi er nú jafnan kallaður Lúðvík og var uppi um 805-876. Hann var sonur Lúðvíks guðhrædda Frankakeisara (778-840) og sonarsonur Karlamagnúsar (d. 814). Eftir lát Lúðvíks guðhrædda börðust synir hans um völdin yfir ríki hans, en sættust að lokum á þrískiptingu þess sem var staðfest í Verdun 843. Fékk Lúðvík austurhluta ríkisins, sem er ekki fjarri því að vera það sem nú er Þýskaland. Þegar hann er sagður vera keisari „fyrir norðan fjall“ er sem sé átt við Alpafjöllin.

Afkomendur Karlamagnúsar, oft nefndir Karlungar, gerðu ekki mikið úr keisaratitli föður síns, en á 10. öld tóku Þýskalandskonungar af ætt Saxahertoga að krýna sig keisara og litu þá á sig sem arftaka Karlamagnúsar. Í Veraldar sögu (frá síðari hluta 12. aldar) kemur fram að Íslendingar kalla Þýskalandskonunga keisara og því er ekki óeðlilegt að Landnáma, sem er frá svipuðum tíma, geri það einnig.

Nafnið Hlöðver er hliðarmynd við Lúðvík. Forliðirnir Chlod-, Hluot- og Liud- eru notaðir til skiptis í þýskum heimildum frá ármiðöldum. Endingarnar eru einnig náskyldar og finna má myndina Chlodoveus við hlið Chlodavichus í heimildum. Bróðir Lúðvíks, Lotharius (795-855), ber skylt nafn, sem á sér myndina Hloþ-here. Naumast mun þó vera átt við þann konung hér, enda eru fleiri dæmi þess úr norrænum fornbókmenntum að nafnið Hlöðver merki Lúðvík, til dæmis í Völundarkviðu....