Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Af hverju eru ráðherrar hæstvirtir en þingmenn háttvirtir?

Guðrún Kvaran

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hví eru á alþingi ráðherrar hæstvirtir en þingmenn háttvirtir? Þingið er æðst. Ráðherrar án þingsætis ættu að vera háttvirtir en þingmenn hæstvirtir.

Ráðherrar standa hærra í metorðastiga Alþingis en almennir þingmenn og er hæstvirtur því áskilið kurteisisorð um þá og um forseta Alþingis. Þingmenn eru aftur á móti í ávarpi á þingi háttvirtir, stigi neðar, samanber stigbreytingu lýsingarorðsins hár (hár-hærri-hæstur). Þannig ávarpaði Jón Sigurðsson þingmenn 1849:

Hátt virtu alþíngismenn og meðbræður.

Hæstvirtur virðist hafa verið notað á 19. öld og eitthvað fram eftir þeirri tuttugustu sem kurteisisorð í ávarpi samanber:

Ég þakka yður […] fyrir yðar hæstvirta bréf.
Hæstvirti ástkæri vinur minn.

Ráðherrar standa hærra í metorðastiga Alþingis en almennir þingmenn og hæstvirtur því áskilið kurteisisorð um þá og um forseta Alþingis.

Heimild og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

31.5.2023

Spyrjandi

Jón Ingvar Jónsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju eru ráðherrar hæstvirtir en þingmenn háttvirtir?“ Vísindavefurinn, 31. maí 2023. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=83612.

Guðrún Kvaran. (2023, 31. maí). Af hverju eru ráðherrar hæstvirtir en þingmenn háttvirtir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83612

Guðrún Kvaran. „Af hverju eru ráðherrar hæstvirtir en þingmenn háttvirtir?“ Vísindavefurinn. 31. maí. 2023. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83612>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru ráðherrar hæstvirtir en þingmenn háttvirtir?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hví eru á alþingi ráðherrar hæstvirtir en þingmenn háttvirtir? Þingið er æðst. Ráðherrar án þingsætis ættu að vera háttvirtir en þingmenn hæstvirtir.

Ráðherrar standa hærra í metorðastiga Alþingis en almennir þingmenn og er hæstvirtur því áskilið kurteisisorð um þá og um forseta Alþingis. Þingmenn eru aftur á móti í ávarpi á þingi háttvirtir, stigi neðar, samanber stigbreytingu lýsingarorðsins hár (hár-hærri-hæstur). Þannig ávarpaði Jón Sigurðsson þingmenn 1849:

Hátt virtu alþíngismenn og meðbræður.

Hæstvirtur virðist hafa verið notað á 19. öld og eitthvað fram eftir þeirri tuttugustu sem kurteisisorð í ávarpi samanber:

Ég þakka yður […] fyrir yðar hæstvirta bréf.
Hæstvirti ástkæri vinur minn.

Ráðherrar standa hærra í metorðastiga Alþingis en almennir þingmenn og hæstvirtur því áskilið kurteisisorð um þá og um forseta Alþingis.

Heimild og mynd:

...