Sólin Sólin Rís 06:47 • sest 20:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:10 • Sest 07:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:51 • Síðdegis: 16:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:24 • Síðdegis: 22:29 í Reykjavík

Gæti enska nafnið Randall verið skylt íslenska nafninu Randalín?

Guðrún Kvaran

Enska nafnið Randall er miðaldamynd nafnsins Randolf sem er sett saman af orðunum rand ‘brún á skildi, skjaldarrönd’ og wulf ‘úlfur’. Það missti snemma vinsældir sem eiginnafn en var tekið upp sem ættarnafn. Nú er það jafnt notað sem eigin- og ættarnafn.

Nafnið Randalín var upphaflega dulnefni Áslaugar, dóttur Sigurðar Fáfnisbana, samkvæmt Ragnars sögu loðbrókar en hún fór fyrir liði til að hefna stjúpsona sinna. Það var síðan tekið upp af Oddaverjum en kona Odds Þórarinssonar hét Randalín Filippusdóttir samkvæmt Sturlungu. Nafnið er því gamalt í íslensku þótt það sé lítið notað núna. Það er samsett af rönd ‘brún á skildi, skjaldarrönd’ eins og í Randall. Uppruni viðliðarins getur verið sama orð og lín ‘léreft, léreftsdúkur, blæja’ en einnig er hugsanlegt að um sé að ræða hliðarmynd við Hlín ‘sú sem er höll að einhverjum, verndardís’.

Enska nafnið Randall er miðaldamynd nafnsins Randolf sem er sett saman af orðunum rand ‘brún á skildi, skjaldarrönd’ og wulf ‘úlfur’.

Af framansögðu er ljóst að nöfnin Randall og Randalín eru merkingarlega skyld en meira er það sennilega ekki. Rand- er notað í fleiri nöfnum hérlendis, til dæmis Randíður og Randver.

Heimild:
  • Guðrún Kvaran. 2011. Nöfn Íslendinga. Önnur útgáfa. Bls. 481–483; 302.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

17.5.2022

Spyrjandi

Elías Halldór Ágústsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Gæti enska nafnið Randall verið skylt íslenska nafninu Randalín?“ Vísindavefurinn, 17. maí 2022. Sótt 1. apríl 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=83648.

Guðrún Kvaran. (2022, 17. maí). Gæti enska nafnið Randall verið skylt íslenska nafninu Randalín? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83648

Guðrún Kvaran. „Gæti enska nafnið Randall verið skylt íslenska nafninu Randalín?“ Vísindavefurinn. 17. maí. 2022. Vefsíða. 1. apr. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83648>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gæti enska nafnið Randall verið skylt íslenska nafninu Randalín?
Enska nafnið Randall er miðaldamynd nafnsins Randolf sem er sett saman af orðunum rand ‘brún á skildi, skjaldarrönd’ og wulf ‘úlfur’. Það missti snemma vinsældir sem eiginnafn en var tekið upp sem ættarnafn. Nú er það jafnt notað sem eigin- og ættarnafn.

Nafnið Randalín var upphaflega dulnefni Áslaugar, dóttur Sigurðar Fáfnisbana, samkvæmt Ragnars sögu loðbrókar en hún fór fyrir liði til að hefna stjúpsona sinna. Það var síðan tekið upp af Oddaverjum en kona Odds Þórarinssonar hét Randalín Filippusdóttir samkvæmt Sturlungu. Nafnið er því gamalt í íslensku þótt það sé lítið notað núna. Það er samsett af rönd ‘brún á skildi, skjaldarrönd’ eins og í Randall. Uppruni viðliðarins getur verið sama orð og lín ‘léreft, léreftsdúkur, blæja’ en einnig er hugsanlegt að um sé að ræða hliðarmynd við Hlín ‘sú sem er höll að einhverjum, verndardís’.

Enska nafnið Randall er miðaldamynd nafnsins Randolf sem er sett saman af orðunum rand ‘brún á skildi, skjaldarrönd’ og wulf ‘úlfur’.

Af framansögðu er ljóst að nöfnin Randall og Randalín eru merkingarlega skyld en meira er það sennilega ekki. Rand- er notað í fleiri nöfnum hérlendis, til dæmis Randíður og Randver.

Heimild:
  • Guðrún Kvaran. 2011. Nöfn Íslendinga. Önnur útgáfa. Bls. 481–483; 302.

Mynd:...