Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Hvenær komst sú hefð á að flytja þjóðsöngva fyrir landsleiki?

Björn Reynir Halldórsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvaðan kemur sú áralanga hefð að syngja þjóðsöngva landa fyrir landsleiki?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvenær var þjóðsöngur fyrst fluttur við íþróttaleik? er flutningur söngsins Hen Wlad Fy Nhadau á Cardiff Arms Park í Wales árið 1905 fyrsta þekkta dæmið um að þjóðsöngur hafi verið sunginn fyrir landsleik. Enn eldra dæmi er frá Bandaríkjunum árið 1862, en þar var ekki um leik milli tveggja þjóða að ræða. Lagið sem þá var flutt, Star-Spangled Banner, varð heldur ekki opinber þjóðsöngur fyrr en árið 1931.

Segja má að sá siður að leika þjóðsöngva við íþróttakappleiki hafi verið festur í sessi eftir Ólympíuleikana í París árið 1924. Þar voru gullverðlaunahafar í fyrsta skipti heiðraðir með því að flytja þjóðsöngva lands þeirra. Talið er víst að í kjölfar þessara leika hafi siðurinn breiðst út og orðið að þeirri hefð sem við þekkjum.

Hægt er að rekja þá hefð að leika þjóðsöngva við íþróttakappleiki til Ólympíuleikanna í París árið 1924.

Þjóðsöngvar landa og notkun þeirra á íþróttaleikjum er alls ekki óumdeild. Þannig má nefna að Star-Spangled Bannar hefur rasískan undirtón og höfundur textans, Francis Scott Key, var þrælahaldari.

Íþróttamenn hafa einnig nýtt sér flutning á þjóðsöngvum til mótmæla. Frægasta dæmið um slíkt er frá Ólympíuleikunum í Mexíkóborg árið 1968 þegar gull- og bronsverðlaunahafarnir í 200 m hlaupi, Bandaríkjamennirnir Tommie Smith og John Carlos, lyftu svartklæddum hnefum og lutu höfði undir þjóðsöngnum til að mótmæla misrétti í garð þeldökkra Bandaríkjamann. Einnig má nefna ruðningskappann Colin Caeperknick sem skók amerískt samfélag þegar hann kraup undir þjóðsöngnum fyrir leik í stað þess að standa eins og venjan er og vildi með því mótmæla kerfisbundnum rasisma í Bandaríkjunum.

Bandarísku spretthlaupararnir Tommie Smith og John Carlos lyftu svartklæddum hnefum og lutu höfði undir þjóðsöng Bandaríkjanna á verðlaunaafhendingu í 200 m hlaupi á Ólympíuleikunum í Mexíkó árið 1968. Tilgangur þeirra var að mótmæla misrétti í garð þeldökkra Bandaríkjamann. Silfurverðlaunahafinn, hinn ástralski Peter Norman, studdi málstaðinn með því að bera barmmerki samtaka sem börðust fyrir réttindum blökkumanna.

Fleira íþróttafólk fylgdi í kjölfarið og árið 2023 neitaði meirihluti bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu að taka undir á sönginn á heimsmeistaramótinu í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þá neitaði landslið Írans í knattspyrnu karla að taka undir fyrir leiki sína á heimsmeistaramótinu í Katar 2022. Var það gert til að standa með konum í Íran gegn siðgæðislögreglu landsins í kjölfar dauða hinnar 23 ára Möhsu Amini sem látist hafði í haldi þeirra skömmu áður. Masha hafði verið handtekin vegna klæðaburðar síns.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

26.9.2023

Spyrjandi

Björn Gústav Jónsson

Tilvísun

Björn Reynir Halldórsson. „Hvenær komst sú hefð á að flytja þjóðsöngva fyrir landsleiki?“ Vísindavefurinn, 26. september 2023. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=83912.

Björn Reynir Halldórsson. (2023, 26. september). Hvenær komst sú hefð á að flytja þjóðsöngva fyrir landsleiki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83912

Björn Reynir Halldórsson. „Hvenær komst sú hefð á að flytja þjóðsöngva fyrir landsleiki?“ Vísindavefurinn. 26. sep. 2023. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83912>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær komst sú hefð á að flytja þjóðsöngva fyrir landsleiki?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvaðan kemur sú áralanga hefð að syngja þjóðsöngva landa fyrir landsleiki?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvenær var þjóðsöngur fyrst fluttur við íþróttaleik? er flutningur söngsins Hen Wlad Fy Nhadau á Cardiff Arms Park í Wales árið 1905 fyrsta þekkta dæmið um að þjóðsöngur hafi verið sunginn fyrir landsleik. Enn eldra dæmi er frá Bandaríkjunum árið 1862, en þar var ekki um leik milli tveggja þjóða að ræða. Lagið sem þá var flutt, Star-Spangled Banner, varð heldur ekki opinber þjóðsöngur fyrr en árið 1931.

Segja má að sá siður að leika þjóðsöngva við íþróttakappleiki hafi verið festur í sessi eftir Ólympíuleikana í París árið 1924. Þar voru gullverðlaunahafar í fyrsta skipti heiðraðir með því að flytja þjóðsöngva lands þeirra. Talið er víst að í kjölfar þessara leika hafi siðurinn breiðst út og orðið að þeirri hefð sem við þekkjum.

Hægt er að rekja þá hefð að leika þjóðsöngva við íþróttakappleiki til Ólympíuleikanna í París árið 1924.

Þjóðsöngvar landa og notkun þeirra á íþróttaleikjum er alls ekki óumdeild. Þannig má nefna að Star-Spangled Bannar hefur rasískan undirtón og höfundur textans, Francis Scott Key, var þrælahaldari.

Íþróttamenn hafa einnig nýtt sér flutning á þjóðsöngvum til mótmæla. Frægasta dæmið um slíkt er frá Ólympíuleikunum í Mexíkóborg árið 1968 þegar gull- og bronsverðlaunahafarnir í 200 m hlaupi, Bandaríkjamennirnir Tommie Smith og John Carlos, lyftu svartklæddum hnefum og lutu höfði undir þjóðsöngnum til að mótmæla misrétti í garð þeldökkra Bandaríkjamann. Einnig má nefna ruðningskappann Colin Caeperknick sem skók amerískt samfélag þegar hann kraup undir þjóðsöngnum fyrir leik í stað þess að standa eins og venjan er og vildi með því mótmæla kerfisbundnum rasisma í Bandaríkjunum.

Bandarísku spretthlaupararnir Tommie Smith og John Carlos lyftu svartklæddum hnefum og lutu höfði undir þjóðsöng Bandaríkjanna á verðlaunaafhendingu í 200 m hlaupi á Ólympíuleikunum í Mexíkó árið 1968. Tilgangur þeirra var að mótmæla misrétti í garð þeldökkra Bandaríkjamann. Silfurverðlaunahafinn, hinn ástralski Peter Norman, studdi málstaðinn með því að bera barmmerki samtaka sem börðust fyrir réttindum blökkumanna.

Fleira íþróttafólk fylgdi í kjölfarið og árið 2023 neitaði meirihluti bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu að taka undir á sönginn á heimsmeistaramótinu í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þá neitaði landslið Írans í knattspyrnu karla að taka undir fyrir leiki sína á heimsmeistaramótinu í Katar 2022. Var það gert til að standa með konum í Íran gegn siðgæðislögreglu landsins í kjölfar dauða hinnar 23 ára Möhsu Amini sem látist hafði í haldi þeirra skömmu áður. Masha hafði verið handtekin vegna klæðaburðar síns.

Heimildir og myndir:

...