Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er átt við þegar menn fá sér í tána?

Guðrún Kvaran

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvaða tá er átt við þegar menn fá sér í tána? Hvaðan kemur þetta orðatiltæki?

fá sér í tána er ungt orðatiltæki og þekkist fyrst eftir 2000 samkvæmt þeim dæmum sem ég hef fundið. Algengara og eldra er orðasambandið að fá sér í fótinn, fá sér í annan fótinn, fá sér í betri fótinn og fá sér í löppina.

fá sér í tána er að öllum líkindum notað í smækkandi merkingu, fá sér lítið magn.

Allt merkir þetta að fá sér neðan í því, fá sér í staupinu. Að fá sér í tána er að öllum líkindum notað í smækkandi merkingu, fá sér rétt aðeins lítið staup, verða ekki drukkinn vegna þess að magnið er svo lítið. Gæti menn ekki hófs gæti farið svo að þeir verði á felgunni, það er kófdrukknir.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

16.2.2023

Spyrjandi

Eyjólfur Kristopher Kolbeins

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er átt við þegar menn fá sér í tána?“ Vísindavefurinn, 16. febrúar 2023, sótt 5. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84182.

Guðrún Kvaran. (2023, 16. febrúar). Hvað er átt við þegar menn fá sér í tána? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84182

Guðrún Kvaran. „Hvað er átt við þegar menn fá sér í tána?“ Vísindavefurinn. 16. feb. 2023. Vefsíða. 5. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84182>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er átt við þegar menn fá sér í tána?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvaða tá er átt við þegar menn fá sér í tána? Hvaðan kemur þetta orðatiltæki?

fá sér í tána er ungt orðatiltæki og þekkist fyrst eftir 2000 samkvæmt þeim dæmum sem ég hef fundið. Algengara og eldra er orðasambandið að fá sér í fótinn, fá sér í annan fótinn, fá sér í betri fótinn og fá sér í löppina.

fá sér í tána er að öllum líkindum notað í smækkandi merkingu, fá sér lítið magn.

Allt merkir þetta að fá sér neðan í því, fá sér í staupinu. Að fá sér í tána er að öllum líkindum notað í smækkandi merkingu, fá sér rétt aðeins lítið staup, verða ekki drukkinn vegna þess að magnið er svo lítið. Gæti menn ekki hófs gæti farið svo að þeir verði á felgunni, það er kófdrukknir.

Mynd:...