Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu löng er drykklöng stund?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurninin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hvaðan er "drykklöng stund" upprunnin og hversu löng er raunverulega drykklöng stund?

Orðið drykklangur í drykklöng stund, drykklangur tími er samsett úr drykkur og lýsingarorðinu langur og segir í raun ekkert hvernig orðið er hugsað og hver tímalengdin er. Elstu heimildir í söfnum Orðabókar Háskólans eru frá síðasta þriðjungi 18. aldar. Sú sem best sýnir tímamerkinguna er úr Stuttu Agripi af Yfirsetu-qvenna frædum sem gefið var út 1789. Þar stendur:

innan fárra mínútna (á drucklaungum tíma).

Þarna er ljóst að drykklangur tími stendur stutt.

Í ritinu Supplement til islandske Ordbøger, Tredje Samling, sem Jón Þorkelsson gaf út á árunum 1890–1894 er vísað úr flettunni drykklangur í drukklangur (156) en þar er skýringin:

Som varer medens man drikker en Slurk, overmaade kort.

Sama merking kemur fram í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (1920–1924) en þar segir á bls. 142:

Som varer, medens man drikker en Drik, kort: drykklöng stund, et lille Öjeblik, en Stund.

Samkvæmt eldri orðabókaskýringum er drykklöng stund sá tími sem tekur að drekka einn drykk.

Af þessum orðabókaskýringum er ljóst að átt er við stuttan tíma, þann tíma sem tekur að drekka einn drykk.

Í Íslenskri orðabók sem gefin var út af Menningarsjóði 1963 og Árni Böðvarsson ritstýrði stendur við drykklangur (96):

alllangur: drykklöng stund stundarkorn, tímakorn.

Við stundarkorn (679) er gefin skýringin 'dálítil stund, stutt stund’ og við tímakorn 'smátími, stutt stund’ enda er viðliðurinn –korn notaður til smækkunar. Skýringin 'alllangur’ kemur því ekki heim og saman við síðari hluta skýringargreinarinnar. Sama skýring er í útgáfunni frá 1983. Í útgáfunni frá 2002 stendur aðeins: '(um tíma) alllangur > drykklöng stund’.

Hvenær drykklöng stund lengdist og fékk þá merkingu sem notuð er í nútímamáli er ekki gott að segja en flestir, ef ekki allir, líta svo á að tíminn sé nokkuð langur. ,,Hann þagði drykklanga stund“ tel ég merkja að hann hafi þagað góða stund, nokkuð lengi.

Heyrst hefur sú skýring að áhrif á merkingarbreytinguna séu frá enska orðinu long drink en ég sel hana ekki dýrar en ég keypti.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

6.5.2014

Spyrjandi

Sara Karlsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hversu löng er drykklöng stund?“ Vísindavefurinn, 6. maí 2014, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67026.

Guðrún Kvaran. (2014, 6. maí). Hversu löng er drykklöng stund? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67026

Guðrún Kvaran. „Hversu löng er drykklöng stund?“ Vísindavefurinn. 6. maí. 2014. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67026>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu löng er drykklöng stund?
Spurninin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvaðan er "drykklöng stund" upprunnin og hversu löng er raunverulega drykklöng stund?

Orðið drykklangur í drykklöng stund, drykklangur tími er samsett úr drykkur og lýsingarorðinu langur og segir í raun ekkert hvernig orðið er hugsað og hver tímalengdin er. Elstu heimildir í söfnum Orðabókar Háskólans eru frá síðasta þriðjungi 18. aldar. Sú sem best sýnir tímamerkinguna er úr Stuttu Agripi af Yfirsetu-qvenna frædum sem gefið var út 1789. Þar stendur:

innan fárra mínútna (á drucklaungum tíma).

Þarna er ljóst að drykklangur tími stendur stutt.

Í ritinu Supplement til islandske Ordbøger, Tredje Samling, sem Jón Þorkelsson gaf út á árunum 1890–1894 er vísað úr flettunni drykklangur í drukklangur (156) en þar er skýringin:

Som varer medens man drikker en Slurk, overmaade kort.

Sama merking kemur fram í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (1920–1924) en þar segir á bls. 142:

Som varer, medens man drikker en Drik, kort: drykklöng stund, et lille Öjeblik, en Stund.

Samkvæmt eldri orðabókaskýringum er drykklöng stund sá tími sem tekur að drekka einn drykk.

Af þessum orðabókaskýringum er ljóst að átt er við stuttan tíma, þann tíma sem tekur að drekka einn drykk.

Í Íslenskri orðabók sem gefin var út af Menningarsjóði 1963 og Árni Böðvarsson ritstýrði stendur við drykklangur (96):

alllangur: drykklöng stund stundarkorn, tímakorn.

Við stundarkorn (679) er gefin skýringin 'dálítil stund, stutt stund’ og við tímakorn 'smátími, stutt stund’ enda er viðliðurinn –korn notaður til smækkunar. Skýringin 'alllangur’ kemur því ekki heim og saman við síðari hluta skýringargreinarinnar. Sama skýring er í útgáfunni frá 1983. Í útgáfunni frá 2002 stendur aðeins: '(um tíma) alllangur > drykklöng stund’.

Hvenær drykklöng stund lengdist og fékk þá merkingu sem notuð er í nútímamáli er ekki gott að segja en flestir, ef ekki allir, líta svo á að tíminn sé nokkuð langur. ,,Hann þagði drykklanga stund“ tel ég merkja að hann hafi þagað góða stund, nokkuð lengi.

Heyrst hefur sú skýring að áhrif á merkingarbreytinguna séu frá enska orðinu long drink en ég sel hana ekki dýrar en ég keypti.

Mynd:...