Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Má skjóta hrafna?

Jón Már Halldórsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvað éta hrafnar á veturna? Eru þeir réttdræpir til að halda fjölgun í skefjum? Ef svo er, hvað má þá skjóta marga á ári?

Hrafninn (Corvus corax) er staðfugl á Íslandi og þarf því að þreyja þorrann hér yfir kaldasta hluta ársins. Til að komast af yfir vetrartímann leggur hann sér ýmislegt til goggs, aðallega hræ og úrgang sem til fellur, en étur annars allt sem hann kemst í til þess að draga fram lífið. Þá sækja hrafnar oft í byggð í von um að finna eitthvað matarkyns yfir köldustu mánuðina og eru fæðugjafir óneitanlega mikilvægar fyrir hrafna í þéttbýli víða um land.

Varpstofn hrafnsins hér á landi er að jafnaði í kringum tvö þúsund pör og eru vísbendingar um að hröfnum hafi fækkað sérstaklega staðbundið á tveimur svæðum, það er á Norðausturlandi og við Breiðafjörð. Margt bendir til að veiðiálag hafi stuðlað að fækkun hrafna á þessum svæðum.

Hrafn (Corvus corax).

Allir villtir fuglar á Íslandi og í efnahagslögsögu landsins eru friðaðir samkvæmt lögum nr. 64/1994 og á það sama við um villt landspendýr. Nánar má lesa um það í svari við spurningunni Eru allir máfar friðaðir? Lögin heimila þó ráðherra að setja reglugerð til að aflétta friðun nokkurra fuglategunda og er hrafninn þar á meðal. Samkvæmt reglugerð 456/1994 er heimilt er að veiða hrafna allt árið og ekki eru neinar hömlur á því hversu marga fugla má veiða.

Veiðar á villtum dýrum ber að tilkynna til Umhverfisstofnunar. Á vef Hagstofu Íslands er hægt að nálgast tölur um dýra- og fuglaveiðar á hverju ári, þar með talið veiðar á hröfnum. Í gögnunum kemur fram að veiðar á hröfnum hafa dregist saman á undanförnum tæpum þremur áratugum eða úr 7.119 fuglum árið 1995 í 2.589 fugla 2021. Hvort þetta sé til marks um minnkandi stofnstærð, vanskráningu á veiðitölum eða minnkandi veiðiálag á íslenska varpstofninn verður látið liggja milli hluta hér.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

26.4.2023

Spyrjandi

Erna Hartmannsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Má skjóta hrafna?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2023, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84435.

Jón Már Halldórsson. (2023, 26. apríl). Má skjóta hrafna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84435

Jón Már Halldórsson. „Má skjóta hrafna?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2023. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84435>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Má skjóta hrafna?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvað éta hrafnar á veturna? Eru þeir réttdræpir til að halda fjölgun í skefjum? Ef svo er, hvað má þá skjóta marga á ári?

Hrafninn (Corvus corax) er staðfugl á Íslandi og þarf því að þreyja þorrann hér yfir kaldasta hluta ársins. Til að komast af yfir vetrartímann leggur hann sér ýmislegt til goggs, aðallega hræ og úrgang sem til fellur, en étur annars allt sem hann kemst í til þess að draga fram lífið. Þá sækja hrafnar oft í byggð í von um að finna eitthvað matarkyns yfir köldustu mánuðina og eru fæðugjafir óneitanlega mikilvægar fyrir hrafna í þéttbýli víða um land.

Varpstofn hrafnsins hér á landi er að jafnaði í kringum tvö þúsund pör og eru vísbendingar um að hröfnum hafi fækkað sérstaklega staðbundið á tveimur svæðum, það er á Norðausturlandi og við Breiðafjörð. Margt bendir til að veiðiálag hafi stuðlað að fækkun hrafna á þessum svæðum.

Hrafn (Corvus corax).

Allir villtir fuglar á Íslandi og í efnahagslögsögu landsins eru friðaðir samkvæmt lögum nr. 64/1994 og á það sama við um villt landspendýr. Nánar má lesa um það í svari við spurningunni Eru allir máfar friðaðir? Lögin heimila þó ráðherra að setja reglugerð til að aflétta friðun nokkurra fuglategunda og er hrafninn þar á meðal. Samkvæmt reglugerð 456/1994 er heimilt er að veiða hrafna allt árið og ekki eru neinar hömlur á því hversu marga fugla má veiða.

Veiðar á villtum dýrum ber að tilkynna til Umhverfisstofnunar. Á vef Hagstofu Íslands er hægt að nálgast tölur um dýra- og fuglaveiðar á hverju ári, þar með talið veiðar á hröfnum. Í gögnunum kemur fram að veiðar á hröfnum hafa dregist saman á undanförnum tæpum þremur áratugum eða úr 7.119 fuglum árið 1995 í 2.589 fugla 2021. Hvort þetta sé til marks um minnkandi stofnstærð, vanskráningu á veiðitölum eða minnkandi veiðiálag á íslenska varpstofninn verður látið liggja milli hluta hér.

Heimildir og mynd:

...