Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er einhver munur á réttindum kvenna á Íslandi og í Bandaríkjum?

Silja Bára Ómarsdóttir

Það er að vissu leyti flókið að bera saman réttindi kvenna á Íslandi og í Bandaríkjunum, einkum vegna þess að Bandaríkin eru sambandsríki þar sem fjöldi sjálfstæðra ríkja setur lög á sínu yfirráðasvæði. Það hefur í för með sér að konur (og aðrir hópar) njóta ólíkra réttinda eftir því hvar þær eru búsettar. Á Íslandi gilda ein lög um allt land, þannig að lagaleg réttindi allra kvenna á landinu eru þau sömu. Þrátt fyrir þetta er hægt að bera saman ýmsa þætti sem snerta réttindi kvenna, bæði á grundvelli aðildar ríkjanna tveggja að alþjóðasamningum og hvað varðar innlend lög sem tryggja réttindi kvenna. Þá er rétt að geta þess að lagakerfi ríkjanna eru ólík; á Íslandi er hefð fyrir því að þingið setji lög um flest mál en í Bandaríkjunum er gjarnan farið með mál fyrir dómstóla, og dómsúrskurðir hafa lagagildi meðan ekki eru sett lög sem fella þá úr gildi.

Í þessu svari tek ég nokkur dæmi um rétt kvenna í Bandaríkjunum og á Íslandi, það er jafnrétti í stjórnarskrá og almenn jafnréttislög, kosningarétt og réttinn til þungunarrofs. Að auki skoða ég hlítni ríkjanna gagnvart Samningi Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum. Það væri ærin ástæða til að fjalla sérstaklega um hvert þessara efna og fleiri, eins og til dæmis jafnlaunamál, en það næst ekki í stuttu svari sem þessu.

Réttindi kvenna falla undir almenn mannréttindi, en vegna sögulegrar undirskipunar kvenna hefur víða þótt ástæða til að setja sérstök lög til að tryggja að ríki virði réttindi þeirra.

Réttindi kvenna falla undir almenn mannréttindi, en vegna sögulegrar undirskipunar kvenna hefur víða þótt ástæða til að setja sérstök lög til að tryggja að ríki virði réttindi þeirra. Þetta hefur verið reyndin á Íslandi, þar sem lög um jöfn laun kynjanna voru sett 1960, lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla 1975 (og uppfærð reglulega, síðast með lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020). Ýmis önnur réttindi hafa svo verið tryggð með sértækum lögum, og má þar nefna ný heildarlög um þungunarrof sem voru samþykkt 2019, en þótt fólk af öðrum kynjum kunni að þurfa á þeirri þjónustu að halda þá eru konur langflestar í þeim hópi. Þá hefur þótt nauðsynlegt að setja sérstök lög um kosningarétt kvenna, sem fékkst á Íslandi árið 1915[1] (með undantekningum þó) og í Bandaríkjunum árið 1920 með 19. viðbótarákvæði stjórnarskrárinnar.[2] Í dag hafa konur bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum fullan kosningarétt á við aðra borgara, þótt það sé mikilvægt að átta sig á því að það er ekki alltaf auðvelt að nýta kosningarétt sinn í Bandaríkjunum.

Löggjöf um jafnrétti kynjanna er ólík í löndunum tveimur. Á Íslandi hefur, eins og kom fram hér að framan, slík löggjöf verið til staðar um nærri hálfrar aldar skeið, þótt jafnrétti kvenna og karla hafi fyrst verið sett í stjórnarskrá árið 1995. Fyrsta tilraun til að koma slíku ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna var gerð snemma á þriðja áratug 20. aldar þegar kvenréttindakonurnar Alice Paul og Crystal Eastman sendu Bandaríkjaþingi frumvarp þess efnis,[3] sem jafnan er kallað ERA (Equal Rights Amendment). Frumvarpið náði ekki fram að ganga en snemma á áttunda áratugnum, einmitt þegar kvenréttindabaráttan var að eflast víða á Vesturlöndum, var frumvarpið lagt fyrir þingið og fór þá í gegn. Til þess að koma stjórnarskrárbreytingu í gegn þurfa hins vegar bæði alríkisþingið og tveir þriðju hlutar allra ríkja (það er 38 af 50) að samþykkja hana, og það náðist ekki fyrir tilskilinn tíma árið 1979. ERA-ákvæðið byggði aftur á Title VII í Civil Rights Act, sem var staðfest 1964. Þar var kyni bætt inn í löggjafarferlinu, reyndar í tilraun til að auka andstöðu við lögin[4] sem gerðu það ólöglegt að mismuna konum og ýmsum minnihlutahópum á vinnumarkaði.[5]

Hin íhaldssama Phyllis Schlafly (1924–2016) er oft gerð að holdgervingi andstöðunnar við ákvæðið,[6] en hún setti fram rök fyrir því að með því væri verið að svipta konur forréttindum sínum til að vera heima og sinna börnum og búi. Í kvenréttindabylgjum á borð við #metoo sem hafa gengið yfir heiminn síðustu ár vaknaði áhugi á ERA aftur í Bandaríkjunum og nú hafa 38 ríki samþykkt viðbótarákvæðið,[7] en ekki er ljóst að það dugi til. Þar sem svo langt er liðið frá því að fresturinn rann út þyrfti sérstaka ákvörðun þingsins um að endurlífga ákvæðið.

Phyllis Schlafly að mótmæla ERA, frumvarpi um jafnrétti kynjanna, fyrir framan Hvíta húsið í febrúar 1977.

Framfarir í mannréttindum verða ekki í tómarúmi og það er mikilvægt að horfa á alþjóðlegt samhengi slíkra breytinga. Baráttan fyrir kosningarétti kvenna var þannig alþjóðleg og konur í fjöldamörgum löndum heims fengu kosningarétt á svipuðum tíma og konur á Íslandi og í Bandaríkjunum. Önnur sterk bylgja framfara varð svo á áttunda áratug síðustu aldar. Alþjóðlegur áratugur kvenna var frá 1975-1985[8] og samhliða honum áunnust ýmis réttindi kvenna víða um heim. Einn merkasti áfangi þessarar aldar var gerð alþjóðasamnings um afnám allrar mismununar gegn konum (hér eftir CEDAW, Convention to End Discrimination Against Women sem var gerður árið 1979).[9] Íslendingar undirrituðu samninginn á ráðstefnu um jafnréttismál í Kaupmannahöfn árið 1980[10] og hann tók gildi á Íslandi 18. júlí 1985.[11]

Yfirgnæfandi meirihluti ríkja heims hefur staðfest þennan samning, en frá því eru nokkrar mikilvægar undantekningar. Sumar kunna að koma lítið á óvart, stríðshrjáð ríki á borð við Sómalíu og Súdan hafa ekki undirritað hann; sama á við um Íran og Páfagarð, og smáeyríkin Tonga og Niue. Það sem sker þó helst í augu er að Bandaríkin, sem stæra sig mjög af framgöngu sinni í mannréttinda- og lýðræðismálum á heimsvísu, hafa undirritað samninginn (undir lok valdatíðar Carters árið 1980) en enn ekki staðfest hann. Þetta þýðir að samningurinn hefur ekki lagagildi í Bandaríkjunum og bandarískar konur njóta ekki þeirrar verndar sem samningurinn tryggir til dæmis konum á Íslandi.[12] Aðeins eitt annað ríki er í sömu stöðu, það er smáeyríkið Palaú.

Það eru ýmsar ástæður fyrir því að Bandaríkin hafa ekki staðfest CEDAW, þar á meðal stofnanalegir þættir eins og að til þess þyrfti aukinn meirihluta atkvæða í öldungadeild Bandaríkjanna og undirritun forseta. Fyrst og fremst er það þó andstaða and-femínista og andstæðinga kyn- og frjósemisréttinda (sem gjarnan kalla sig „pro-life“) við samninginn sem gerir það að verkum að hann er ekki innleiddur sem lög, enda hafa þessir hópar áttað sig á því að samningurinn gæti unnið gegn markmiðum þeirra. Öldungadeildin hefur nokkrum sinnum tekið samninginn til umfjöllunar, en aldrei náð honum í gegn.[13]

Konur öðluðust lagalegan rétt til að undirgangast þungunarrof á áttunda áratug síðustu aldar, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Árið 2021 var stjórnarskrárvarinn réttur kvenna í Bandaríkjunum til þungunarrofs hins vegar felldur úr gildi og grundvallast nú aðeins á ríkislögum.

Bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum öðluðust konur lagalegan rétt til að undirgangast þungunarrof á áttunda áratug síðustu aldar. Í Bandaríkjunum var það með Hæstaréttardómi kenndum við Roe v. Wade,[14] sem skilgreindi það sem rétt kvenna á grundvelli frelsis til einkalífs að binda endi á meðgöngu áður en fóstur væri lífvænlegt. Á Íslandi voru sett lög árið 1975,[15] sem heimiluðu konum að sækja um þungunarrof, en ákvörðunin var í höndum lækna.[16] Rétturinn til þungunarrofs er sennilega það sem skilur helst á milli réttinda kvenna í þessum tveimur löndum, og það er áberandi að á meðan réttindin voru aukin og sjálfsákvörðunarvald sett í hendur kvenna um þau mál með lögum hér á landi árið 2019[17] þá féll dómur (kenndur við Dobbs v. Jackson[18]) í Bandaríkjunum sem felldi úr gildi þann stjórnarskrárvarða rétt sem Roe hafði áður skapað. Konur víða í Bandaríkjunum njóta vissulega enn réttar og aðgengis að þungunarrofi, en þá eingöngu á grundvelli ríkislaga.

Eins og má sjá af ofangreindu njóta konur á Íslandi og í Bandaríkjunum ólíkra réttinda. Konur víða í Bandaríkjunum njóta þó aðgengis að flestum þeim sömu réttindum og íslenskar konur, en á alríkisstiginu er ekki hægt að fullyrða að mannréttindi kvenna í Bandaríkjunum séu tryggð til fulls. Er þar einkum því að kenna að áhrif CEDAW-samningsins hafa ekki verið jafn mikil þar í landi og skautun í stjórnmálum sem hverfist að miklu leyti um takmarkanir á sjálfsákvörðunarrétti kvenna yfir eigin líkama.

Tilvísanir:
  1. ^ 100 ára kosningaréttur kvenna á Íslandi. (2015, 4. mars). Hvenær fengu allir fullorðnir kosningarétt á Íslandi? Vísindavefurinn. (Sótt 24.1.2023).
  2. ^ National Archives. (2022, 8. febrúar). 19th Amendment to the U.S. Constitution: Women's Right to Vote (1920). (Sótt 24.1.2023).
  3. ^ Lila Thulin. (2020, 15. janúar). Why the Equal Rights Amendment Is Still Not Part of the Constitution. Smithsonian Magazine. (Sótt 24.1.2023).
  4. ^ Linda Napikoski. (2020, 4. febrúar). How Women Became Part of the 1964 Civil Rights Act. ThoughtCo. (Sótt 24.1.2023).
  5. ^ Caroline Fredrickson. (2019, 17. júni). How the Most Important U.S. Civil Rights Law Came to Include Women. The Harbinger, 43. (Sótt 24.1.2023).
  6. ^ Lesley Kennedy. (2021, 9. febrúar).How Phyllis Schlafly Derailed the Equal Rights Amendment. History. (Sótt 24.1.2023).
  7. ^ Alex Cohen og Wilfred U. Codrington III. (2020, 23. janúar). The Equal Rights Amendment Explained. Brennan Center for Justice. (Sótt 24.1.2023).
  8. ^ United Nations - Conferences - Women and gender equality. World Conference of the International Women's Year 19 June-2 July 1975, Mexico City, Mexico. (Sótt 24.1.2023).
  9. ^ Kristín Ástgeirsdóttir. Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 30 ára. Jafnréttisstofa. (Sótt 24.1.2023).
  10. ^ United Nations - Conferences - Women and gender equality. World Conference of the United Nations Decade for Women 14-30 July 1980, Copenhagen, Denmark. (Sótt 24.1.2023).
  11. ^ Samningur um afnám allrar mismununar gagnvart konum 1985 nr. 5 10. (Sótt 24.10.2023).
  12. ^ United Nations Human Rights. Status of Ratification Interactive Dashboard. (Sótt 24.10.2023).
  13. ^ Baldez, L. (2014). Why the United States Has Not Ratified CEDAW. Í Defying Convention: US Resistance to the UN Treaty on Women's Rights (Problems of International Politics, bls. 152-182). Cambridge: Cambridge University Press. (Sótt 24.1.2023).
  14. ^ Roe v. Wade, 410 U.S. 113 (1973). Justia. (Sótt 24.1.2023).
  15. ^ Gunnhildur Sigurhansdóttir. (2014). „Þá er hrópað hátt um líf og synd og glæp.“ Um rauðsokkur, frjálsar fóstureyðingar og andstöðu. (Meistararitgerð. Háskóli Íslands). Skemman. (Sótt 24.1.2023).
  16. ^ Silja Bára Ómarsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir. 2015. Rof: Frásagnir kvenna af fóstureyðingum. Reykjavík: Háskólaútgáfan.
  17. ^ Lög um þungunarrof nr. 43/2019. (Sótt 24.1.2023).
  18. ^ Supreme Court of the United States. Dobbs v. Jackson Women's Health Organization No. 19–1392. (Sótt 24.1.2023).

Myndir:

Höfundur

Silja Bára Ómarsdóttir

prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands

Útgáfudagur

30.1.2023

Spyrjandi

Guðjón Ingi Hauksson

Tilvísun

Silja Bára Ómarsdóttir. „Er einhver munur á réttindum kvenna á Íslandi og í Bandaríkjum?“ Vísindavefurinn, 30. janúar 2023, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84531.

Silja Bára Ómarsdóttir. (2023, 30. janúar). Er einhver munur á réttindum kvenna á Íslandi og í Bandaríkjum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84531

Silja Bára Ómarsdóttir. „Er einhver munur á réttindum kvenna á Íslandi og í Bandaríkjum?“ Vísindavefurinn. 30. jan. 2023. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84531>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er einhver munur á réttindum kvenna á Íslandi og í Bandaríkjum?
Það er að vissu leyti flókið að bera saman réttindi kvenna á Íslandi og í Bandaríkjunum, einkum vegna þess að Bandaríkin eru sambandsríki þar sem fjöldi sjálfstæðra ríkja setur lög á sínu yfirráðasvæði. Það hefur í för með sér að konur (og aðrir hópar) njóta ólíkra réttinda eftir því hvar þær eru búsettar. Á Íslandi gilda ein lög um allt land, þannig að lagaleg réttindi allra kvenna á landinu eru þau sömu. Þrátt fyrir þetta er hægt að bera saman ýmsa þætti sem snerta réttindi kvenna, bæði á grundvelli aðildar ríkjanna tveggja að alþjóðasamningum og hvað varðar innlend lög sem tryggja réttindi kvenna. Þá er rétt að geta þess að lagakerfi ríkjanna eru ólík; á Íslandi er hefð fyrir því að þingið setji lög um flest mál en í Bandaríkjunum er gjarnan farið með mál fyrir dómstóla, og dómsúrskurðir hafa lagagildi meðan ekki eru sett lög sem fella þá úr gildi.

Í þessu svari tek ég nokkur dæmi um rétt kvenna í Bandaríkjunum og á Íslandi, það er jafnrétti í stjórnarskrá og almenn jafnréttislög, kosningarétt og réttinn til þungunarrofs. Að auki skoða ég hlítni ríkjanna gagnvart Samningi Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum. Það væri ærin ástæða til að fjalla sérstaklega um hvert þessara efna og fleiri, eins og til dæmis jafnlaunamál, en það næst ekki í stuttu svari sem þessu.

Réttindi kvenna falla undir almenn mannréttindi, en vegna sögulegrar undirskipunar kvenna hefur víða þótt ástæða til að setja sérstök lög til að tryggja að ríki virði réttindi þeirra.

Réttindi kvenna falla undir almenn mannréttindi, en vegna sögulegrar undirskipunar kvenna hefur víða þótt ástæða til að setja sérstök lög til að tryggja að ríki virði réttindi þeirra. Þetta hefur verið reyndin á Íslandi, þar sem lög um jöfn laun kynjanna voru sett 1960, lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla 1975 (og uppfærð reglulega, síðast með lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020). Ýmis önnur réttindi hafa svo verið tryggð með sértækum lögum, og má þar nefna ný heildarlög um þungunarrof sem voru samþykkt 2019, en þótt fólk af öðrum kynjum kunni að þurfa á þeirri þjónustu að halda þá eru konur langflestar í þeim hópi. Þá hefur þótt nauðsynlegt að setja sérstök lög um kosningarétt kvenna, sem fékkst á Íslandi árið 1915[1] (með undantekningum þó) og í Bandaríkjunum árið 1920 með 19. viðbótarákvæði stjórnarskrárinnar.[2] Í dag hafa konur bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum fullan kosningarétt á við aðra borgara, þótt það sé mikilvægt að átta sig á því að það er ekki alltaf auðvelt að nýta kosningarétt sinn í Bandaríkjunum.

Löggjöf um jafnrétti kynjanna er ólík í löndunum tveimur. Á Íslandi hefur, eins og kom fram hér að framan, slík löggjöf verið til staðar um nærri hálfrar aldar skeið, þótt jafnrétti kvenna og karla hafi fyrst verið sett í stjórnarskrá árið 1995. Fyrsta tilraun til að koma slíku ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna var gerð snemma á þriðja áratug 20. aldar þegar kvenréttindakonurnar Alice Paul og Crystal Eastman sendu Bandaríkjaþingi frumvarp þess efnis,[3] sem jafnan er kallað ERA (Equal Rights Amendment). Frumvarpið náði ekki fram að ganga en snemma á áttunda áratugnum, einmitt þegar kvenréttindabaráttan var að eflast víða á Vesturlöndum, var frumvarpið lagt fyrir þingið og fór þá í gegn. Til þess að koma stjórnarskrárbreytingu í gegn þurfa hins vegar bæði alríkisþingið og tveir þriðju hlutar allra ríkja (það er 38 af 50) að samþykkja hana, og það náðist ekki fyrir tilskilinn tíma árið 1979. ERA-ákvæðið byggði aftur á Title VII í Civil Rights Act, sem var staðfest 1964. Þar var kyni bætt inn í löggjafarferlinu, reyndar í tilraun til að auka andstöðu við lögin[4] sem gerðu það ólöglegt að mismuna konum og ýmsum minnihlutahópum á vinnumarkaði.[5]

Hin íhaldssama Phyllis Schlafly (1924–2016) er oft gerð að holdgervingi andstöðunnar við ákvæðið,[6] en hún setti fram rök fyrir því að með því væri verið að svipta konur forréttindum sínum til að vera heima og sinna börnum og búi. Í kvenréttindabylgjum á borð við #metoo sem hafa gengið yfir heiminn síðustu ár vaknaði áhugi á ERA aftur í Bandaríkjunum og nú hafa 38 ríki samþykkt viðbótarákvæðið,[7] en ekki er ljóst að það dugi til. Þar sem svo langt er liðið frá því að fresturinn rann út þyrfti sérstaka ákvörðun þingsins um að endurlífga ákvæðið.

Phyllis Schlafly að mótmæla ERA, frumvarpi um jafnrétti kynjanna, fyrir framan Hvíta húsið í febrúar 1977.

Framfarir í mannréttindum verða ekki í tómarúmi og það er mikilvægt að horfa á alþjóðlegt samhengi slíkra breytinga. Baráttan fyrir kosningarétti kvenna var þannig alþjóðleg og konur í fjöldamörgum löndum heims fengu kosningarétt á svipuðum tíma og konur á Íslandi og í Bandaríkjunum. Önnur sterk bylgja framfara varð svo á áttunda áratug síðustu aldar. Alþjóðlegur áratugur kvenna var frá 1975-1985[8] og samhliða honum áunnust ýmis réttindi kvenna víða um heim. Einn merkasti áfangi þessarar aldar var gerð alþjóðasamnings um afnám allrar mismununar gegn konum (hér eftir CEDAW, Convention to End Discrimination Against Women sem var gerður árið 1979).[9] Íslendingar undirrituðu samninginn á ráðstefnu um jafnréttismál í Kaupmannahöfn árið 1980[10] og hann tók gildi á Íslandi 18. júlí 1985.[11]

Yfirgnæfandi meirihluti ríkja heims hefur staðfest þennan samning, en frá því eru nokkrar mikilvægar undantekningar. Sumar kunna að koma lítið á óvart, stríðshrjáð ríki á borð við Sómalíu og Súdan hafa ekki undirritað hann; sama á við um Íran og Páfagarð, og smáeyríkin Tonga og Niue. Það sem sker þó helst í augu er að Bandaríkin, sem stæra sig mjög af framgöngu sinni í mannréttinda- og lýðræðismálum á heimsvísu, hafa undirritað samninginn (undir lok valdatíðar Carters árið 1980) en enn ekki staðfest hann. Þetta þýðir að samningurinn hefur ekki lagagildi í Bandaríkjunum og bandarískar konur njóta ekki þeirrar verndar sem samningurinn tryggir til dæmis konum á Íslandi.[12] Aðeins eitt annað ríki er í sömu stöðu, það er smáeyríkið Palaú.

Það eru ýmsar ástæður fyrir því að Bandaríkin hafa ekki staðfest CEDAW, þar á meðal stofnanalegir þættir eins og að til þess þyrfti aukinn meirihluta atkvæða í öldungadeild Bandaríkjanna og undirritun forseta. Fyrst og fremst er það þó andstaða and-femínista og andstæðinga kyn- og frjósemisréttinda (sem gjarnan kalla sig „pro-life“) við samninginn sem gerir það að verkum að hann er ekki innleiddur sem lög, enda hafa þessir hópar áttað sig á því að samningurinn gæti unnið gegn markmiðum þeirra. Öldungadeildin hefur nokkrum sinnum tekið samninginn til umfjöllunar, en aldrei náð honum í gegn.[13]

Konur öðluðust lagalegan rétt til að undirgangast þungunarrof á áttunda áratug síðustu aldar, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Árið 2021 var stjórnarskrárvarinn réttur kvenna í Bandaríkjunum til þungunarrofs hins vegar felldur úr gildi og grundvallast nú aðeins á ríkislögum.

Bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum öðluðust konur lagalegan rétt til að undirgangast þungunarrof á áttunda áratug síðustu aldar. Í Bandaríkjunum var það með Hæstaréttardómi kenndum við Roe v. Wade,[14] sem skilgreindi það sem rétt kvenna á grundvelli frelsis til einkalífs að binda endi á meðgöngu áður en fóstur væri lífvænlegt. Á Íslandi voru sett lög árið 1975,[15] sem heimiluðu konum að sækja um þungunarrof, en ákvörðunin var í höndum lækna.[16] Rétturinn til þungunarrofs er sennilega það sem skilur helst á milli réttinda kvenna í þessum tveimur löndum, og það er áberandi að á meðan réttindin voru aukin og sjálfsákvörðunarvald sett í hendur kvenna um þau mál með lögum hér á landi árið 2019[17] þá féll dómur (kenndur við Dobbs v. Jackson[18]) í Bandaríkjunum sem felldi úr gildi þann stjórnarskrárvarða rétt sem Roe hafði áður skapað. Konur víða í Bandaríkjunum njóta vissulega enn réttar og aðgengis að þungunarrofi, en þá eingöngu á grundvelli ríkislaga.

Eins og má sjá af ofangreindu njóta konur á Íslandi og í Bandaríkjunum ólíkra réttinda. Konur víða í Bandaríkjunum njóta þó aðgengis að flestum þeim sömu réttindum og íslenskar konur, en á alríkisstiginu er ekki hægt að fullyrða að mannréttindi kvenna í Bandaríkjunum séu tryggð til fulls. Er þar einkum því að kenna að áhrif CEDAW-samningsins hafa ekki verið jafn mikil þar í landi og skautun í stjórnmálum sem hverfist að miklu leyti um takmarkanir á sjálfsákvörðunarrétti kvenna yfir eigin líkama.

Tilvísanir:
  1. ^ 100 ára kosningaréttur kvenna á Íslandi. (2015, 4. mars). Hvenær fengu allir fullorðnir kosningarétt á Íslandi? Vísindavefurinn. (Sótt 24.1.2023).
  2. ^ National Archives. (2022, 8. febrúar). 19th Amendment to the U.S. Constitution: Women's Right to Vote (1920). (Sótt 24.1.2023).
  3. ^ Lila Thulin. (2020, 15. janúar). Why the Equal Rights Amendment Is Still Not Part of the Constitution. Smithsonian Magazine. (Sótt 24.1.2023).
  4. ^ Linda Napikoski. (2020, 4. febrúar). How Women Became Part of the 1964 Civil Rights Act. ThoughtCo. (Sótt 24.1.2023).
  5. ^ Caroline Fredrickson. (2019, 17. júni). How the Most Important U.S. Civil Rights Law Came to Include Women. The Harbinger, 43. (Sótt 24.1.2023).
  6. ^ Lesley Kennedy. (2021, 9. febrúar).How Phyllis Schlafly Derailed the Equal Rights Amendment. History. (Sótt 24.1.2023).
  7. ^ Alex Cohen og Wilfred U. Codrington III. (2020, 23. janúar). The Equal Rights Amendment Explained. Brennan Center for Justice. (Sótt 24.1.2023).
  8. ^ United Nations - Conferences - Women and gender equality. World Conference of the International Women's Year 19 June-2 July 1975, Mexico City, Mexico. (Sótt 24.1.2023).
  9. ^ Kristín Ástgeirsdóttir. Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 30 ára. Jafnréttisstofa. (Sótt 24.1.2023).
  10. ^ United Nations - Conferences - Women and gender equality. World Conference of the United Nations Decade for Women 14-30 July 1980, Copenhagen, Denmark. (Sótt 24.1.2023).
  11. ^ Samningur um afnám allrar mismununar gagnvart konum 1985 nr. 5 10. (Sótt 24.10.2023).
  12. ^ United Nations Human Rights. Status of Ratification Interactive Dashboard. (Sótt 24.10.2023).
  13. ^ Baldez, L. (2014). Why the United States Has Not Ratified CEDAW. Í Defying Convention: US Resistance to the UN Treaty on Women's Rights (Problems of International Politics, bls. 152-182). Cambridge: Cambridge University Press. (Sótt 24.1.2023).
  14. ^ Roe v. Wade, 410 U.S. 113 (1973). Justia. (Sótt 24.1.2023).
  15. ^ Gunnhildur Sigurhansdóttir. (2014). „Þá er hrópað hátt um líf og synd og glæp.“ Um rauðsokkur, frjálsar fóstureyðingar og andstöðu. (Meistararitgerð. Háskóli Íslands). Skemman. (Sótt 24.1.2023).
  16. ^ Silja Bára Ómarsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir. 2015. Rof: Frásagnir kvenna af fóstureyðingum. Reykjavík: Háskólaútgáfan.
  17. ^ Lög um þungunarrof nr. 43/2019. (Sótt 24.1.2023).
  18. ^ Supreme Court of the United States. Dobbs v. Jackson Women's Health Organization No. 19–1392. (Sótt 24.1.2023).

Myndir:...