Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig fer ég að því að finna halastjörnuna ZTF E3 á næturhimninum?

Sævar Helgi Bragason

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Góðan daginn. Mig langaði að forvitnast um halastjörnuna C/2022 E3 (ZTF) sem er nú sjáanleg og verður næst jörðu 1.feb. Í hvaða átt á að horfa til að sjá hana og hver er gráðutalan frá sjóndeildarhring svo ég viti hversu hátt/lágt hún verður á lofti? Og er einhver tími dags sem er bestur? Eða eru 2. og 20. feb betri dagar til að sjá hana. Með von um svör og virðingarfyllst. Pétur Örn Guðmundsson

Þegar þetta er skrifað í janúarlok 2023 er halastjarnan ZTF E3 á lofti yfir Íslandi allar myrkurstundir. Hana er að finna nálægt norðurpól himins milli stjörnumerkjanna Litla- og Stórabjarnar en færist hratt frá þeim á næstu vikum. Halastjarnan er dauf en sést naumlega með berum augum við bestu aðstæður, það er fjarri allri ljósmengun og ef hvorki birta af tungli né norðurljós trufla. Mun auðveldara er að koma auga á hana með handsjónauka og litlum stjörnusjónaukum.

Til að finna hana er best að styðjast við stjörnukort, til dæmis því sem fylgir þessu svari eða á vefsíðu eins og The Sky Live - Where is Comet C/2022 E3 (ZTF).

Stjörnukort sem gagnast til að finna halastjörnuna ZTF E3. Hana er að finna nálægt norðurpól himins milli stjörnumerkjanna Litla- og Stórabjarnar (sem nefnast á ensku Litle Dipper og Big Dipper.) Inn á kortið er merkt hvar halastjarnan verður á bilinu 16. til 31. janúar.

Gott er að skanna svæðið á himninum þar sem hún á að vera það kvöld með handsjónauka. Í sjónaukanum sést bjartur kjarni og dauft ský í kring sem dofnar hratt til jaðranna. Frá henni liggur mjór hali sem rétt glittir í. Með berum augum lítur halastjarnan út eins og lítill, daufur þokuhnoðri á himni en halinn sést ekki vel.

Litlir stjörnusjónaukar geta leitt í ljós blágrænan lit í hjúpi halastjörnunnar. Hann má rekja til bjarma frá sameindum á borð við kolefni sem brotna niður í útfjólubláa ljósinu frá sólinni. Sólin bræðir ískjarna halastjörnunnar og sólvindurinn feykir rykinu burt.

Tunglið er vaxandi á kvöldhimninum þessa dagana og verður fullt í byrjun febrúar. Þá hefur birta þess áhrif á sýnileika halastjörnunnar. Mest eru áhrifin í kringum fullt tungl, kvöldin 3-5. febrúar. Eftir það opnast aftur gluggar til að sjá halastjörnuna snemma á kvöldin þegar tunglið er ekki enn komið á loft.

Mynd af halastjörnunni ZTF E3 sem Gísli Már Árnason tók að kvöldi 18. janúar, þá staddur á Hellisheiði í 18 stiga frosti.

ZTF E3 var næst sólu 12. janúar 2023, þá í 166 milljón km fjarlægð frá sólinni. Halastjarnan verður svo næst jörðu 1. febrúar þegar hún þeysist framhjá okkur úr 42 milljón km fjarlægð. Hún verður áfram sjáanleg með sjónaukum næstu vikur á eftir en dofnar með hverjum deginum sem líður og lækkar sömuleiðis á lofti.

ZTF E3 er gestur úr Oortsskýinu. Hún fannst á myndum sem teknar voru árið 2022 fyrir Zwicki Transient Facility-verkefnið. Halastjarnan var með 53 þúsund ára umferðartíma um sólu en við ferðalagið inn í innra sólkerfið, framhjá reikistjörnunum, hefur sporbraut hennar breyst. Halastjarnan er að yfirgefa sólkerfið okkar og snýr aldrei aftur, heldur mun hún svífa meðal stjarnanna um ókomna tíð.

Mynd:
  • Mynd af halastjörnunni ZTF E3: Gísli Már Árnason.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

27.1.2023

Spyrjandi

Pétur Örn Guðmundsson

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvernig fer ég að því að finna halastjörnuna ZTF E3 á næturhimninum?“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2023, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84592.

Sævar Helgi Bragason. (2023, 27. janúar). Hvernig fer ég að því að finna halastjörnuna ZTF E3 á næturhimninum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84592

Sævar Helgi Bragason. „Hvernig fer ég að því að finna halastjörnuna ZTF E3 á næturhimninum?“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2023. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84592>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig fer ég að því að finna halastjörnuna ZTF E3 á næturhimninum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Góðan daginn. Mig langaði að forvitnast um halastjörnuna C/2022 E3 (ZTF) sem er nú sjáanleg og verður næst jörðu 1.feb. Í hvaða átt á að horfa til að sjá hana og hver er gráðutalan frá sjóndeildarhring svo ég viti hversu hátt/lágt hún verður á lofti? Og er einhver tími dags sem er bestur? Eða eru 2. og 20. feb betri dagar til að sjá hana. Með von um svör og virðingarfyllst. Pétur Örn Guðmundsson

Þegar þetta er skrifað í janúarlok 2023 er halastjarnan ZTF E3 á lofti yfir Íslandi allar myrkurstundir. Hana er að finna nálægt norðurpól himins milli stjörnumerkjanna Litla- og Stórabjarnar en færist hratt frá þeim á næstu vikum. Halastjarnan er dauf en sést naumlega með berum augum við bestu aðstæður, það er fjarri allri ljósmengun og ef hvorki birta af tungli né norðurljós trufla. Mun auðveldara er að koma auga á hana með handsjónauka og litlum stjörnusjónaukum.

Til að finna hana er best að styðjast við stjörnukort, til dæmis því sem fylgir þessu svari eða á vefsíðu eins og The Sky Live - Where is Comet C/2022 E3 (ZTF).

Stjörnukort sem gagnast til að finna halastjörnuna ZTF E3. Hana er að finna nálægt norðurpól himins milli stjörnumerkjanna Litla- og Stórabjarnar (sem nefnast á ensku Litle Dipper og Big Dipper.) Inn á kortið er merkt hvar halastjarnan verður á bilinu 16. til 31. janúar.

Gott er að skanna svæðið á himninum þar sem hún á að vera það kvöld með handsjónauka. Í sjónaukanum sést bjartur kjarni og dauft ský í kring sem dofnar hratt til jaðranna. Frá henni liggur mjór hali sem rétt glittir í. Með berum augum lítur halastjarnan út eins og lítill, daufur þokuhnoðri á himni en halinn sést ekki vel.

Litlir stjörnusjónaukar geta leitt í ljós blágrænan lit í hjúpi halastjörnunnar. Hann má rekja til bjarma frá sameindum á borð við kolefni sem brotna niður í útfjólubláa ljósinu frá sólinni. Sólin bræðir ískjarna halastjörnunnar og sólvindurinn feykir rykinu burt.

Tunglið er vaxandi á kvöldhimninum þessa dagana og verður fullt í byrjun febrúar. Þá hefur birta þess áhrif á sýnileika halastjörnunnar. Mest eru áhrifin í kringum fullt tungl, kvöldin 3-5. febrúar. Eftir það opnast aftur gluggar til að sjá halastjörnuna snemma á kvöldin þegar tunglið er ekki enn komið á loft.

Mynd af halastjörnunni ZTF E3 sem Gísli Már Árnason tók að kvöldi 18. janúar, þá staddur á Hellisheiði í 18 stiga frosti.

ZTF E3 var næst sólu 12. janúar 2023, þá í 166 milljón km fjarlægð frá sólinni. Halastjarnan verður svo næst jörðu 1. febrúar þegar hún þeysist framhjá okkur úr 42 milljón km fjarlægð. Hún verður áfram sjáanleg með sjónaukum næstu vikur á eftir en dofnar með hverjum deginum sem líður og lækkar sömuleiðis á lofti.

ZTF E3 er gestur úr Oortsskýinu. Hún fannst á myndum sem teknar voru árið 2022 fyrir Zwicki Transient Facility-verkefnið. Halastjarnan var með 53 þúsund ára umferðartíma um sólu en við ferðalagið inn í innra sólkerfið, framhjá reikistjörnunum, hefur sporbraut hennar breyst. Halastjarnan er að yfirgefa sólkerfið okkar og snýr aldrei aftur, heldur mun hún svífa meðal stjarnanna um ókomna tíð.

Mynd:
  • Mynd af halastjörnunni ZTF E3: Gísli Már Árnason.
...