Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér eitthvað um stjörnumerkið Litlabjörn?

Stjörnufræðivefurinn

Litlibjörn (lat. Ursa Minor) er stjörnumerki við norðurpól himins, fremur dauft og lítt áberandi. Merkið var eitt hinna 48 stjörnumerkja sem gríski stjörnufræðingurinn Ptólemaíos skrásetti á 2. öld e.Kr. Litlibjörn er pólhverft stjörnumerki frá Íslandi séð sem þýðir að það er alltaf fyrir ofan sjóndeildarhring. Í merkinu er ein þekktasta stjarna næturhiminsins, Pólstjarnan.

Litlibjörn er tiltölulega lítið stjörnumerki og lendir í 56. sæti í stærðarröð stjörnumerkjanna. Stjörnumerkið Drekinn umlykur nánast allan Litlabjörn en hann liggur einnig að Sefeusi og Gíraffanum.

Norðurpóll himins er í skottinu á Litlabirni og er Pólstjarnan nánast beint yfir norðurpól jarðar. Það þýðir að hún er alltaf í norðri hjá þeim sem búa norðan miðbaugs. Þetta nýttu sæfarendur fyrri alda sér áður en áttavitinn kom til sögunnar.

Kort af stjörnumerkinu Litlabirni.

Á dögum Ptólemaíosar var engin björt stjarna við norðurpól himins. Stjarnan sem við þekkjum sem Pólstjörnuna var ellefu gráður í burtu. Kochab, næstbjartasta stjarna Litlabjörns, var örfáum gráðum nær pólnum. Með tíð og tíma hefur bjartasta stjarna merkisins smám saman færst nær pólnum. Pólstjarnan verður næst norðurpól himins í kringum árið 2100 en byrjar svo að fjarlægjast hann vegna pólveltu jarðar. Í kringum árið 3000 tekur stjarnan Gamma í Sefeusi við sem pólstjarna.

Litlabjörn mynda sjö björtustu stjörnur merkisins sem þó eru allar nokkuð daufar. Pólstjarnan er bjartasta stjarnan í stjörnumerkinu (birtustig 2,07) en ekki bjartasta stjarna næturhiminsins eins og margir halda. Samkvæmt hliðrunarmælingum evrópska gervitunglsins Hipparkosar er hún í um 434 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Pólstjarnan er þrístirni. Stærsta og bjartasta stjarnan er sex sinnum massameiri en sólin, 49 sinnum breiðari og 2.200 sinnum bjartari.


Meira má lesa um stjörnumerkið Litlabjörn á Stjörnufræðivefnum en þetta svar er stytt útgáfa af þeirri umfjöllun og birt með góðfúslegu leyfi. Myndin er fengin af sama vef.

Útgáfudagur

4.4.2018

Spyrjandi

Guðjón Einarsson

Tilvísun

Stjörnufræðivefurinn. „Getið þið sagt mér eitthvað um stjörnumerkið Litlabjörn?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2018, sótt 7. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=21750.

Stjörnufræðivefurinn. (2018, 4. apríl). Getið þið sagt mér eitthvað um stjörnumerkið Litlabjörn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=21750

Stjörnufræðivefurinn. „Getið þið sagt mér eitthvað um stjörnumerkið Litlabjörn?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2018. Vefsíða. 7. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=21750>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér eitthvað um stjörnumerkið Litlabjörn?
Litlibjörn (lat. Ursa Minor) er stjörnumerki við norðurpól himins, fremur dauft og lítt áberandi. Merkið var eitt hinna 48 stjörnumerkja sem gríski stjörnufræðingurinn Ptólemaíos skrásetti á 2. öld e.Kr. Litlibjörn er pólhverft stjörnumerki frá Íslandi séð sem þýðir að það er alltaf fyrir ofan sjóndeildarhring. Í merkinu er ein þekktasta stjarna næturhiminsins, Pólstjarnan.

Litlibjörn er tiltölulega lítið stjörnumerki og lendir í 56. sæti í stærðarröð stjörnumerkjanna. Stjörnumerkið Drekinn umlykur nánast allan Litlabjörn en hann liggur einnig að Sefeusi og Gíraffanum.

Norðurpóll himins er í skottinu á Litlabirni og er Pólstjarnan nánast beint yfir norðurpól jarðar. Það þýðir að hún er alltaf í norðri hjá þeim sem búa norðan miðbaugs. Þetta nýttu sæfarendur fyrri alda sér áður en áttavitinn kom til sögunnar.

Kort af stjörnumerkinu Litlabirni.

Á dögum Ptólemaíosar var engin björt stjarna við norðurpól himins. Stjarnan sem við þekkjum sem Pólstjörnuna var ellefu gráður í burtu. Kochab, næstbjartasta stjarna Litlabjörns, var örfáum gráðum nær pólnum. Með tíð og tíma hefur bjartasta stjarna merkisins smám saman færst nær pólnum. Pólstjarnan verður næst norðurpól himins í kringum árið 2100 en byrjar svo að fjarlægjast hann vegna pólveltu jarðar. Í kringum árið 3000 tekur stjarnan Gamma í Sefeusi við sem pólstjarna.

Litlabjörn mynda sjö björtustu stjörnur merkisins sem þó eru allar nokkuð daufar. Pólstjarnan er bjartasta stjarnan í stjörnumerkinu (birtustig 2,07) en ekki bjartasta stjarna næturhiminsins eins og margir halda. Samkvæmt hliðrunarmælingum evrópska gervitunglsins Hipparkosar er hún í um 434 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Pólstjarnan er þrístirni. Stærsta og bjartasta stjarnan er sex sinnum massameiri en sólin, 49 sinnum breiðari og 2.200 sinnum bjartari.


Meira má lesa um stjörnumerkið Litlabjörn á Stjörnufræðivefnum en þetta svar er stytt útgáfa af þeirri umfjöllun og birt með góðfúslegu leyfi. Myndin er fengin af sama vef.

...