Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Ljónið?

Stjörnufræðivefurinn

Ljónið er eitt hinna 88 stjörnumerkja sem þekja himinhvelfinguna. Það er stórt um sig og lendir í 12. sæti þegar stjörnumerkjunum er raðað eftir stærð. Ljónið er áberandi á himninum á vorin og auðþekkjanlegt. Stjörnurnar í höfði Ljónsins mynda eins konar sigð á himninum sem tiltölulega auðvelt er að finna á himninum talsvert neðan við Karlsvagninn.

Ljónið er að mestu norðan við miðbaug himins og markast af stjörnumerkjunum Krabbanum í vestri, Litlaljóni og Stórabirni í norðri, Meyjunni og Bereníkuhaddi í austri og Bikarnum, Sextantinum og Vatnaskrímslinu í suðri. Ljónið er eitt þeirra 48 stjörnumerkja sem Ptólemaíos lýsir í ritum sínum.

Sólin gengur leið sína eftir sólbaugnum um stjörnumerkin í dýrahringnum og er í Ljóninu seinni part sumars. Afstaða stjörnumerkjanna hefur breyst á þeim tvö til þrjú þúsund árum síðan stjörnuspekikerfið kom fram og því er sólin nú innan marka Ljónsins frá 10. ágúst til 16. september, en ekki frá 23. júlí til 23. ágúst eins og segir í stjörnuspám. Þótt stjörnumerkin sjáist ekki að degi til er samt hægt að reikna út hvar sólin er stödd á himninum með aðstoð stjörnukorta. Það gerist svo einstaka sinnum að allir fá tækifæri til þess að sannreyna í hvaða stjörnumerki sólin er þegar tunglið gengur fyrir sólskífuna við almyrkva á sólu og myrkur skellur á um miðjan dag.Ljónið og stjörnumerki umhverfis það. Kortið er ekki mjög nákvæmt en sýnir ágætlega afstöðu Ljónsins til stjörnumerkja í nágrenninu.

Tunglið og reikistjörnurnar fara aldrei langt frá sólbaugnum sem sólin fylgir á næturhimninum og sjást því stundum í Ljóninu. Skærasta stjarnan í Ljónsmerkinu, Regúlus, er örskammt frá sólbaugnum og sést því oft á svipuðum stað og hnettir sólkerfisins.

Loftsteinadrífan Leonítar er kennd við Ljónið sem nefnast Leo á latínu. Leonítar eiga rætur að rekja til halastjörnunnar Tempel-Tuttle. Drífan nær hámarki 17.-18. nóvember og virðist geislapunktur stjörnuhrapanna vera við stjörnuna Algíebu í sigðinni fremst í Ljónsmerkinu. Ljósrákirnar geta birst víða á himninum út frá stjörnunni. Leonítar eru án efa þekktasta loftsteinadrífan en ástæða þessarar miklu frægðar er sú að á um það bil 33 ára fresti fer jörðin í gegnum sérlega þéttan hluta af rykslóða Tempel-Tuttle halastjörnunnar. Árið 1833 var einstaklega mikil loftsteinahríð og gátu áhorfendur sér þess til að sést hefðu um 100 þúsund stjörnuhröp á einni klukkustund! Síðasta öfluga leonítahryðjan kom árið 1966.

Ljónið tekur að sjást að kvöldlagi upp úr áramótunum og er á kvöldhimninum fram í apríl. Það er í suðaustri klukkan tíu að kvöldi í mars.

Sem fyrr segir mynda fremstu stjörnurnar í Ljóninu áberandi mynstur á himninum og sér fólk út úr því ýmist sigð, speglað spurningamerki eða sjóræningjakrók. Auðveldast er að finna Ljónið á vorhimninum með því að leita að sigðinni fyrir neðan Karlsvagninn í Stórabirni.

Í grískum goðsögum segir frá kappanum Herkúlesi sem þarf að leysa tólf þrautir. Í fyrstu þrautinni drepur hann ljón sem síðan var sett upp á himininn.

Um 52 stjörnur í Ljóninu sjást með berum augum. Björtustu stjörnurnar eru Regúlus, Denebóla og Algíeba.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Þetta svar er stytt útgáfa af pistli um Ljónið á Stjörnufræðivefnum www.stjornuskodun.is og birt með góðfúslegu leyfi. Á Stjörnufræðivefnum er að finna fleiri kort sem sýna Ljónið og stjörnumerkin umhverfis það.

Útgáfudagur

1.6.2010

Spyrjandi

Ragnar Sigurðarson, Ingi Björn, Arna Sigurðardóttir, Snorri Traustason

Tilvísun

Stjörnufræðivefurinn. „Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Ljónið?“ Vísindavefurinn, 1. júní 2010, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55961.

Stjörnufræðivefurinn. (2010, 1. júní). Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Ljónið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55961

Stjörnufræðivefurinn. „Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Ljónið?“ Vísindavefurinn. 1. jún. 2010. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55961>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Ljónið?
Ljónið er eitt hinna 88 stjörnumerkja sem þekja himinhvelfinguna. Það er stórt um sig og lendir í 12. sæti þegar stjörnumerkjunum er raðað eftir stærð. Ljónið er áberandi á himninum á vorin og auðþekkjanlegt. Stjörnurnar í höfði Ljónsins mynda eins konar sigð á himninum sem tiltölulega auðvelt er að finna á himninum talsvert neðan við Karlsvagninn.

Ljónið er að mestu norðan við miðbaug himins og markast af stjörnumerkjunum Krabbanum í vestri, Litlaljóni og Stórabirni í norðri, Meyjunni og Bereníkuhaddi í austri og Bikarnum, Sextantinum og Vatnaskrímslinu í suðri. Ljónið er eitt þeirra 48 stjörnumerkja sem Ptólemaíos lýsir í ritum sínum.

Sólin gengur leið sína eftir sólbaugnum um stjörnumerkin í dýrahringnum og er í Ljóninu seinni part sumars. Afstaða stjörnumerkjanna hefur breyst á þeim tvö til þrjú þúsund árum síðan stjörnuspekikerfið kom fram og því er sólin nú innan marka Ljónsins frá 10. ágúst til 16. september, en ekki frá 23. júlí til 23. ágúst eins og segir í stjörnuspám. Þótt stjörnumerkin sjáist ekki að degi til er samt hægt að reikna út hvar sólin er stödd á himninum með aðstoð stjörnukorta. Það gerist svo einstaka sinnum að allir fá tækifæri til þess að sannreyna í hvaða stjörnumerki sólin er þegar tunglið gengur fyrir sólskífuna við almyrkva á sólu og myrkur skellur á um miðjan dag.Ljónið og stjörnumerki umhverfis það. Kortið er ekki mjög nákvæmt en sýnir ágætlega afstöðu Ljónsins til stjörnumerkja í nágrenninu.

Tunglið og reikistjörnurnar fara aldrei langt frá sólbaugnum sem sólin fylgir á næturhimninum og sjást því stundum í Ljóninu. Skærasta stjarnan í Ljónsmerkinu, Regúlus, er örskammt frá sólbaugnum og sést því oft á svipuðum stað og hnettir sólkerfisins.

Loftsteinadrífan Leonítar er kennd við Ljónið sem nefnast Leo á latínu. Leonítar eiga rætur að rekja til halastjörnunnar Tempel-Tuttle. Drífan nær hámarki 17.-18. nóvember og virðist geislapunktur stjörnuhrapanna vera við stjörnuna Algíebu í sigðinni fremst í Ljónsmerkinu. Ljósrákirnar geta birst víða á himninum út frá stjörnunni. Leonítar eru án efa þekktasta loftsteinadrífan en ástæða þessarar miklu frægðar er sú að á um það bil 33 ára fresti fer jörðin í gegnum sérlega þéttan hluta af rykslóða Tempel-Tuttle halastjörnunnar. Árið 1833 var einstaklega mikil loftsteinahríð og gátu áhorfendur sér þess til að sést hefðu um 100 þúsund stjörnuhröp á einni klukkustund! Síðasta öfluga leonítahryðjan kom árið 1966.

Ljónið tekur að sjást að kvöldlagi upp úr áramótunum og er á kvöldhimninum fram í apríl. Það er í suðaustri klukkan tíu að kvöldi í mars.

Sem fyrr segir mynda fremstu stjörnurnar í Ljóninu áberandi mynstur á himninum og sér fólk út úr því ýmist sigð, speglað spurningamerki eða sjóræningjakrók. Auðveldast er að finna Ljónið á vorhimninum með því að leita að sigðinni fyrir neðan Karlsvagninn í Stórabirni.

Í grískum goðsögum segir frá kappanum Herkúlesi sem þarf að leysa tólf þrautir. Í fyrstu þrautinni drepur hann ljón sem síðan var sett upp á himininn.

Um 52 stjörnur í Ljóninu sjást með berum augum. Björtustu stjörnurnar eru Regúlus, Denebóla og Algíeba.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Þetta svar er stytt útgáfa af pistli um Ljónið á Stjörnufræðivefnum www.stjornuskodun.is og birt með góðfúslegu leyfi. Á Stjörnufræðivefnum er að finna fleiri kort sem sýna Ljónið og stjörnumerkin umhverfis það....