Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjar eru ástæður stríðsins í Úkraínu?

Jón Ólafsson og Valur Gunnarsson

Upphaf núverandi stríðs í Úkraínu má rekja til atvika í nóvember 2013. Úkraínsk stjórnvöld höfðu þá gengið frá viðskiptasamningi við Evrópusambandið sem beið undirritunar Viktors Janúkovitsj, forseta Úkraínu. En hann skipti skyndilega um skoðun, ákvað að falla frá samningnum en þiggja í hans stað stór lán frá Rússum. Sinnaskiptin féllu í grýttan jarðveg í Úkraínu og til mótmæla kom sem voru í fyrstu friðsamleg en 22. janúar 2014 voru þrír mótmælenda skotnir til bana. Á næstu vikum var skotvopnum beitt í auknum mæli sem leiddi til meira mannfalls. Mest urðu átökin milli 18. og 22. febrúar en þann dag var Janúkovitsj steypt af stóli og flúði hann land. Þá höfðu að minnsta kosti 125 manns látið lífið.

Rússneskt herlið hóf innrás á Krímskaga 20. febrúar 2014 og var allur skaginn kominn undir yfirráð Rússa nokkrum dögum síðar. Á sama tíma hófu aðskilnaðarsinnar í Luhansk og Donetsk-héraði í Donbass í Austur-Úkraínu vopnaða baráttu gegn stjórnvöldum og tókst að ná um þriðjungi þessara héraða á sitt vald. Í framhaldinu var lýst yfir stofnun tveggja sjálfstæðra lýðvelda, Alþýðulýðveldisins Lugansk og Alþýðulýðveldisins Donetsk. Þetta leiddi til harðra átaka í Donbass þar sem Rússar studdu aðskilnaðarsinna leynt og ljóst. Friðarsamningar voru gerðir í Minsk í Belarus 2015 og dró úr átökum eftir það, þótt ekki væri hætt að berjast. Í byrjun árs 2022 höfðu um 14.000 manns látið lífið á þeim átta árum sem þá voru liðin frá upphafi átakanna. Rússnesk stjórnvöld lýstu Krímskaga rússneskt landsvæði vorið 2014.

Upphaf núverandi stríðs í Úkraínu má rekja til atvika í nóvember 2013. Þá ákvað Viktor Janúkovitsj, forseti Úkraínu, að falla frá viðskiptasamningi við Evrópusambandið og þiggja í staðinn stór lán frá Rússum. Sinnaskiptin féllu í grýttan jarðveg í Úkraínu og til mótmæla kom sem voru í fyrstu friðsamleg en 22. janúar 2014 voru þrír mótmælenda skotnir til bana. Myndin er tekin á mótmælum í Kænugarði 18. febrúar 2014.

Þótt aðdragandi stríðsins sem hófst með allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu 24. febrúar 2022 varði samninga Úkraínumanna við Evrópusambandið eru það einkum þreifingar Úkraínumanna um inngöngu í Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) sem rússnesk stjórnvöld voru reiðust yfir mánuðina fyrir innrás. Þær höfðu verið lengi í gangi, þótt mikið vantaði á að Úkraína uppfyllti skilyrði bandalagsins um aðild. Á fundi þess í Búkarest í apríl 2008 hafði verið ákveðið að stefnt skyldi að aðild Georgíu og Úkraínu, þótt það gæti ekki orðið að svo stöddu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti því þá yfir að innganga ríkjanna í Atlantshafsbandalagið yrði ógnun við Rússland. Þegar Georgíustjórn hugðist ná yfirráðum yfir Suður-Ossetíu, héraði í Georgíu sem hefur verið á valdi aðskilnaðarsinna um langt skeið, réðust Rússar inn í landið og komu í veg fyrir að Georgíuher næði markmiðum sínum. Í kjölfarið viðurkenndi Rússland sjálfstæði Suður-Ossetíu og um leið sjálfstæði Abkasíu, annars héraðs í Georgíu sem aðskilnaðarsinnar ráða.

Vorið 2021 hófst mikil hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu, bæði í Rússlandi og Belarus. Pútín krafðist þess að Atlantshafsbandalagið drægi hersveitir sínar í Austur-Evrópu frá þeim löndum sem höfðu gengið í bandalagið eftir 1997 og að bandalagið féllist á að ekkert eldflaugavarnakerfi væri á þess vegum í austurhluta álfunnar. Erindrekar Vesturveldanna og Rússlands funduðu stíft og talað var um að endurvekja Minsk-samkomulagið sem átti að gera aðskilnaðarhéruðin í Donbass að sjálfstjórnarhéruðum innan Úkraínu.

Þegar Vladimir Pútín lýsti því yfir 21. febrúar 2022 að sjálfstæði hinna svokölluðu alþýðulýðvelda Luhansk og Donetsk fengi viðurkenningu eins og rússneska þingið hafði ályktað um, voru öryggishagsmunir rússneska ríkisins ásamt öryggi rússneskumælandi íbúa Donbass gefin upp sem meginástæða þessarar ákvörðunar. Þegar rússneskur her réðist svo inn í Úkraínu aðfararnótt 24. febrúar var enn vísað til útþenslu NATO og öryggishagsmuna, en því jafnframt haldið fram að Rússland ætti sögulegan rétt til stórs hluta Úkraínu og landið væri því ekki nágrannaríki heldur í raun óaðskiljanlegur hluti hins „rússneska heims“.

Gagnleg rit og greinar:

  • Kimmage, Michael. Time for NATO to Close Its Door. Foreign Affairs 2022 (17. janúar).
  • Matthews, Owen. Overreach: the inside story of Putin’s war against Ukraine. London: Mudlark, 2022.
  • Radnitz, Scott. Vladimir Putin’s Casus Belli for Invading Ukraine. PONARS Eurasia Policy Memo No. 762 (2022).

Myndir:

Höfundar

Jón Ólafsson

prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands

Valur Gunnarsson

sagnfræðingur

Útgáfudagur

23.2.2023

Spyrjandi

Örn, Björn G.

Tilvísun

Jón Ólafsson og Valur Gunnarsson. „Hverjar eru ástæður stríðsins í Úkraínu?“ Vísindavefurinn, 23. febrúar 2023, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84708.

Jón Ólafsson og Valur Gunnarsson. (2023, 23. febrúar). Hverjar eru ástæður stríðsins í Úkraínu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84708

Jón Ólafsson og Valur Gunnarsson. „Hverjar eru ástæður stríðsins í Úkraínu?“ Vísindavefurinn. 23. feb. 2023. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84708>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjar eru ástæður stríðsins í Úkraínu?
Upphaf núverandi stríðs í Úkraínu má rekja til atvika í nóvember 2013. Úkraínsk stjórnvöld höfðu þá gengið frá viðskiptasamningi við Evrópusambandið sem beið undirritunar Viktors Janúkovitsj, forseta Úkraínu. En hann skipti skyndilega um skoðun, ákvað að falla frá samningnum en þiggja í hans stað stór lán frá Rússum. Sinnaskiptin féllu í grýttan jarðveg í Úkraínu og til mótmæla kom sem voru í fyrstu friðsamleg en 22. janúar 2014 voru þrír mótmælenda skotnir til bana. Á næstu vikum var skotvopnum beitt í auknum mæli sem leiddi til meira mannfalls. Mest urðu átökin milli 18. og 22. febrúar en þann dag var Janúkovitsj steypt af stóli og flúði hann land. Þá höfðu að minnsta kosti 125 manns látið lífið.

Rússneskt herlið hóf innrás á Krímskaga 20. febrúar 2014 og var allur skaginn kominn undir yfirráð Rússa nokkrum dögum síðar. Á sama tíma hófu aðskilnaðarsinnar í Luhansk og Donetsk-héraði í Donbass í Austur-Úkraínu vopnaða baráttu gegn stjórnvöldum og tókst að ná um þriðjungi þessara héraða á sitt vald. Í framhaldinu var lýst yfir stofnun tveggja sjálfstæðra lýðvelda, Alþýðulýðveldisins Lugansk og Alþýðulýðveldisins Donetsk. Þetta leiddi til harðra átaka í Donbass þar sem Rússar studdu aðskilnaðarsinna leynt og ljóst. Friðarsamningar voru gerðir í Minsk í Belarus 2015 og dró úr átökum eftir það, þótt ekki væri hætt að berjast. Í byrjun árs 2022 höfðu um 14.000 manns látið lífið á þeim átta árum sem þá voru liðin frá upphafi átakanna. Rússnesk stjórnvöld lýstu Krímskaga rússneskt landsvæði vorið 2014.

Upphaf núverandi stríðs í Úkraínu má rekja til atvika í nóvember 2013. Þá ákvað Viktor Janúkovitsj, forseti Úkraínu, að falla frá viðskiptasamningi við Evrópusambandið og þiggja í staðinn stór lán frá Rússum. Sinnaskiptin féllu í grýttan jarðveg í Úkraínu og til mótmæla kom sem voru í fyrstu friðsamleg en 22. janúar 2014 voru þrír mótmælenda skotnir til bana. Myndin er tekin á mótmælum í Kænugarði 18. febrúar 2014.

Þótt aðdragandi stríðsins sem hófst með allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu 24. febrúar 2022 varði samninga Úkraínumanna við Evrópusambandið eru það einkum þreifingar Úkraínumanna um inngöngu í Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) sem rússnesk stjórnvöld voru reiðust yfir mánuðina fyrir innrás. Þær höfðu verið lengi í gangi, þótt mikið vantaði á að Úkraína uppfyllti skilyrði bandalagsins um aðild. Á fundi þess í Búkarest í apríl 2008 hafði verið ákveðið að stefnt skyldi að aðild Georgíu og Úkraínu, þótt það gæti ekki orðið að svo stöddu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti því þá yfir að innganga ríkjanna í Atlantshafsbandalagið yrði ógnun við Rússland. Þegar Georgíustjórn hugðist ná yfirráðum yfir Suður-Ossetíu, héraði í Georgíu sem hefur verið á valdi aðskilnaðarsinna um langt skeið, réðust Rússar inn í landið og komu í veg fyrir að Georgíuher næði markmiðum sínum. Í kjölfarið viðurkenndi Rússland sjálfstæði Suður-Ossetíu og um leið sjálfstæði Abkasíu, annars héraðs í Georgíu sem aðskilnaðarsinnar ráða.

Vorið 2021 hófst mikil hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu, bæði í Rússlandi og Belarus. Pútín krafðist þess að Atlantshafsbandalagið drægi hersveitir sínar í Austur-Evrópu frá þeim löndum sem höfðu gengið í bandalagið eftir 1997 og að bandalagið féllist á að ekkert eldflaugavarnakerfi væri á þess vegum í austurhluta álfunnar. Erindrekar Vesturveldanna og Rússlands funduðu stíft og talað var um að endurvekja Minsk-samkomulagið sem átti að gera aðskilnaðarhéruðin í Donbass að sjálfstjórnarhéruðum innan Úkraínu.

Þegar Vladimir Pútín lýsti því yfir 21. febrúar 2022 að sjálfstæði hinna svokölluðu alþýðulýðvelda Luhansk og Donetsk fengi viðurkenningu eins og rússneska þingið hafði ályktað um, voru öryggishagsmunir rússneska ríkisins ásamt öryggi rússneskumælandi íbúa Donbass gefin upp sem meginástæða þessarar ákvörðunar. Þegar rússneskur her réðist svo inn í Úkraínu aðfararnótt 24. febrúar var enn vísað til útþenslu NATO og öryggishagsmuna, en því jafnframt haldið fram að Rússland ætti sögulegan rétt til stórs hluta Úkraínu og landið væri því ekki nágrannaríki heldur í raun óaðskiljanlegur hluti hins „rússneska heims“.

Gagnleg rit og greinar:

  • Kimmage, Michael. Time for NATO to Close Its Door. Foreign Affairs 2022 (17. janúar).
  • Matthews, Owen. Overreach: the inside story of Putin’s war against Ukraine. London: Mudlark, 2022.
  • Radnitz, Scott. Vladimir Putin’s Casus Belli for Invading Ukraine. PONARS Eurasia Policy Memo No. 762 (2022).

Myndir:...