Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:50 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík

Hvaða lönd í Evrópu voru hluti af Sovétríkjunum fyrir 1991?

EDS

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað voru löndin mörg sem tilheyrðu Sovétríkjunum og hver voru þau?

Svarið við þessari spurningu er ekki alveg jafn klippt og skorið og í fyrstu kann að virðast. Evrópa er nokkuð vel afmörkuð á þrjá vegu í norður, suður og vestur enda liggur álfan þar að mestu að hafi. Mörk Asíu og Evrópu hafa hins vegar verið umdeild og fylgja ekki endilega landamærum ríkja auk þess sem fleiri þættir, svo sem menning og saga, geta líka skipt máli. Á þessum jaðri heimsálfanna tveggja eru einmitt nokkur fyrrum sovétlýðveldi.

Sovétríkin voru fjölþjóðaríki, stofnuð eftir rússnesku byltinguna árið 1917 undir forystu Kommúnistaflokksins og liðu undir lok árið 1991. Síðust áratugina voru aðildarríkin 15 og urðu þau öll sjálfstæð eftir 1991.

Lýðveldin 15 sem saman mynduðu Sovétríkin.

Af þessum 15 fyrrum sovétlýðveldum eru sjö í Evrópu. Þrjú þeirra, Eistland, Lettland og Litháen, eiga aðild að Evrópusambandinu, en hin fjögur eru Belarús, Moldóva, Úkraína og Rússland. Reyndar er Rússland bæði í Evrópu og Asíu eins og lesa má í svari við spurningunni Í hvaða heimsálfu er Rússland? en það er venjulega talið til Evrópu, fjölmennasti hluti þess er í Evrópu sem og höfuðborg landsins.

Fjögur önnur ríki eru eiga land að hluta til í Evrópu eða eru meðlimir í evrópskum samtökum og eru oft, en alls ekki alltaf, talin til álfunnar. Þá er ekki eingöngu horft til landfræðilegrar legu heldur getur það byggst á menningarlegum eða sögulegum grunni. Þetta eru Georgía, Aserbaídsjan og Kasakstan sem liggja öll að litlum hluta innan Evrópu og tilheyra því í raun tveimur heimsálfum. Landfræðilega er Armenía sjaldnast talin til Evrópu en ef litið er til menningar og sögu þegar löndum er skipt á milli heimsálfa þá er Armenía stundum talin með Evrópulöndum. Að Kasakstan undanskildu eiga þessi lönd öll aðild að Evrópuráðinu.

Þau fjögur fyrrum sovétlýðveldi sem eftir standa og geta hvorki beint né óbeint talist til Evrópu heldur eru óumdeilanlega í Asíu eru Kirgistan, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan.

Kort:

Höfundur

Útgáfudagur

4.8.2015

Spyrjandi

Bjartey Unnur Stefánsdóttir, Kristín Anna Tryggvadóttir

Tilvísun

EDS. „Hvaða lönd í Evrópu voru hluti af Sovétríkjunum fyrir 1991?“ Vísindavefurinn, 4. ágúst 2015. Sótt 27. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=68511.

EDS. (2015, 4. ágúst). Hvaða lönd í Evrópu voru hluti af Sovétríkjunum fyrir 1991? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68511

EDS. „Hvaða lönd í Evrópu voru hluti af Sovétríkjunum fyrir 1991?“ Vísindavefurinn. 4. ágú. 2015. Vefsíða. 27. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68511>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða lönd í Evrópu voru hluti af Sovétríkjunum fyrir 1991?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvað voru löndin mörg sem tilheyrðu Sovétríkjunum og hver voru þau?

Svarið við þessari spurningu er ekki alveg jafn klippt og skorið og í fyrstu kann að virðast. Evrópa er nokkuð vel afmörkuð á þrjá vegu í norður, suður og vestur enda liggur álfan þar að mestu að hafi. Mörk Asíu og Evrópu hafa hins vegar verið umdeild og fylgja ekki endilega landamærum ríkja auk þess sem fleiri þættir, svo sem menning og saga, geta líka skipt máli. Á þessum jaðri heimsálfanna tveggja eru einmitt nokkur fyrrum sovétlýðveldi.

Sovétríkin voru fjölþjóðaríki, stofnuð eftir rússnesku byltinguna árið 1917 undir forystu Kommúnistaflokksins og liðu undir lok árið 1991. Síðust áratugina voru aðildarríkin 15 og urðu þau öll sjálfstæð eftir 1991.

Lýðveldin 15 sem saman mynduðu Sovétríkin.

Af þessum 15 fyrrum sovétlýðveldum eru sjö í Evrópu. Þrjú þeirra, Eistland, Lettland og Litháen, eiga aðild að Evrópusambandinu, en hin fjögur eru Belarús, Moldóva, Úkraína og Rússland. Reyndar er Rússland bæði í Evrópu og Asíu eins og lesa má í svari við spurningunni Í hvaða heimsálfu er Rússland? en það er venjulega talið til Evrópu, fjölmennasti hluti þess er í Evrópu sem og höfuðborg landsins.

Fjögur önnur ríki eru eiga land að hluta til í Evrópu eða eru meðlimir í evrópskum samtökum og eru oft, en alls ekki alltaf, talin til álfunnar. Þá er ekki eingöngu horft til landfræðilegrar legu heldur getur það byggst á menningarlegum eða sögulegum grunni. Þetta eru Georgía, Aserbaídsjan og Kasakstan sem liggja öll að litlum hluta innan Evrópu og tilheyra því í raun tveimur heimsálfum. Landfræðilega er Armenía sjaldnast talin til Evrópu en ef litið er til menningar og sögu þegar löndum er skipt á milli heimsálfa þá er Armenía stundum talin með Evrópulöndum. Að Kasakstan undanskildu eiga þessi lönd öll aðild að Evrópuráðinu.

Þau fjögur fyrrum sovétlýðveldi sem eftir standa og geta hvorki beint né óbeint talist til Evrópu heldur eru óumdeilanlega í Asíu eru Kirgistan, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan.

Kort:...