Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Flett upp í svörum Vísindavefsins um 300.000 sinnum í mánuði árið 2022

Ritstjórn Vísindavefsins

Gestir Vísindavefs Háskóla Íslands flettu að meðaltali 300 þúsund sinnum í svörum vefsins í hverjum mánuði árið 2022. Alls voru flettingar ársins rúmlega 3,3 milljónir og heimsóknir um 2,6 milljónir. Það samsvarar um 214 þúsund gestum mánaðarlega.

Þessar tölur jafngilda því að í hverri viku hafi um 50 þúsund gestir heimsótt Vísindavefinn. Í aðsóknarmestu vikunum voru heimsóknirnar rétt um 70 þúsund en þegar nemendur og þorri landsmanna fer í sumar- og jólafrí dregst notkunin að öllu jöfnu saman.

Vikulegir gestir Vísindavefsins árið 2022. Um 50 þúsund gestir heimsækja Vísindavefinn að meðaltali í hverri viku.

Ef sömu tölur eru heimfærðar upp á daga sést að rúmlega 7.000 gestir nýta sér Vísindavefinn að meðaltali daglega og fletta þar rúmlega 9.000 síðum.

Daglegar heimsóknir gesta Vísindavefsins árið 2022.

Aðsókn á Vísindavefinn hefur verið býsna stöðug og jöfn undanfarin ár. Þó má geta þess að Vísindavefurinn fann vel fyrir aukinni umferð í heimsfaraldri COVID-19. Á þeim tíma var leitast við að sinna sérstaklega vísindamiðlun á mannamáli um flókin nútímavísindi sem tengdust faraldrinum. Ljóst er að fjölmiðlar og allur almenningur nýtti sér svör Vísindavefsins til að afla sér þekkingar á faraldrinum og til þess að skilja betur hvaða upplýsingar skiptu máli og hverjar ekki. Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu og COVID-19 leitaði meðal annars sérstaklega eftir samstarfi við Vísindavefinn í þessu skyni, eins og hægt er að lesa um hér: Þjóðaröryggisráð og Vísindavefur í samstarf.

Eldgos í Geldingadölum og jarðskjálftavirkni áður en gosið hófst hafði einnig markverð áhrif á umferð um Vísindavefinn árið 2021, samanber til að mynda þessa frétt á Vísindavefnum áður en gosið hófst: Skjálftamælar Vísindavefsins í góðu lagi!

Mánaðarlegar heimsóknir og síðuflettingar á Vísindavef HÍ 2018 til 2022.

Að lokum má nefna að yfirleitt dreifist lestur notenda Vísindavefsins á fjölmörg svör hvern einasta dag ársins. Eins og gefur að skilja eru sum svör þó meira lesin en önnur. Þannig er hægt greina að einhverju leyti hvers konar fróðleik flestir lesendur sækjast eftir hverju sinni. Hér fyrir neðan er til gamans birtur listi yfir fimm mestu lesnu svör ársins 2022:

Vísindavefurinn þakkar spyrjendum, lesendum og höfundum sínum fyrir einstaklega góðar móttökur árið 2022.

Heimild og myndir:
  • Tölur og myndir um aðsókn og heimsóknir á Vísindavefinn koma frá vefmælingu Matomo. Aðilar eins og NASA, Amnesty International og Sameinuðu þjóðirnar styðjast einnig við sömu vefmælingu.

Útgáfudagur

10.3.2023

Síðast uppfært

17.1.2024

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Flett upp í svörum Vísindavefsins um 300.000 sinnum í mánuði árið 2022.“ Vísindavefurinn, 10. mars 2023, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84765.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2023, 10. mars). Flett upp í svörum Vísindavefsins um 300.000 sinnum í mánuði árið 2022. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84765

Ritstjórn Vísindavefsins. „Flett upp í svörum Vísindavefsins um 300.000 sinnum í mánuði árið 2022.“ Vísindavefurinn. 10. mar. 2023. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84765>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Flett upp í svörum Vísindavefsins um 300.000 sinnum í mánuði árið 2022
Gestir Vísindavefs Háskóla Íslands flettu að meðaltali 300 þúsund sinnum í svörum vefsins í hverjum mánuði árið 2022. Alls voru flettingar ársins rúmlega 3,3 milljónir og heimsóknir um 2,6 milljónir. Það samsvarar um 214 þúsund gestum mánaðarlega.

Þessar tölur jafngilda því að í hverri viku hafi um 50 þúsund gestir heimsótt Vísindavefinn. Í aðsóknarmestu vikunum voru heimsóknirnar rétt um 70 þúsund en þegar nemendur og þorri landsmanna fer í sumar- og jólafrí dregst notkunin að öllu jöfnu saman.

Vikulegir gestir Vísindavefsins árið 2022. Um 50 þúsund gestir heimsækja Vísindavefinn að meðaltali í hverri viku.

Ef sömu tölur eru heimfærðar upp á daga sést að rúmlega 7.000 gestir nýta sér Vísindavefinn að meðaltali daglega og fletta þar rúmlega 9.000 síðum.

Daglegar heimsóknir gesta Vísindavefsins árið 2022.

Aðsókn á Vísindavefinn hefur verið býsna stöðug og jöfn undanfarin ár. Þó má geta þess að Vísindavefurinn fann vel fyrir aukinni umferð í heimsfaraldri COVID-19. Á þeim tíma var leitast við að sinna sérstaklega vísindamiðlun á mannamáli um flókin nútímavísindi sem tengdust faraldrinum. Ljóst er að fjölmiðlar og allur almenningur nýtti sér svör Vísindavefsins til að afla sér þekkingar á faraldrinum og til þess að skilja betur hvaða upplýsingar skiptu máli og hverjar ekki. Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu og COVID-19 leitaði meðal annars sérstaklega eftir samstarfi við Vísindavefinn í þessu skyni, eins og hægt er að lesa um hér: Þjóðaröryggisráð og Vísindavefur í samstarf.

Eldgos í Geldingadölum og jarðskjálftavirkni áður en gosið hófst hafði einnig markverð áhrif á umferð um Vísindavefinn árið 2021, samanber til að mynda þessa frétt á Vísindavefnum áður en gosið hófst: Skjálftamælar Vísindavefsins í góðu lagi!

Mánaðarlegar heimsóknir og síðuflettingar á Vísindavef HÍ 2018 til 2022.

Að lokum má nefna að yfirleitt dreifist lestur notenda Vísindavefsins á fjölmörg svör hvern einasta dag ársins. Eins og gefur að skilja eru sum svör þó meira lesin en önnur. Þannig er hægt greina að einhverju leyti hvers konar fróðleik flestir lesendur sækjast eftir hverju sinni. Hér fyrir neðan er til gamans birtur listi yfir fimm mestu lesnu svör ársins 2022:

Vísindavefurinn þakkar spyrjendum, lesendum og höfundum sínum fyrir einstaklega góðar móttökur árið 2022.

Heimild og myndir:
  • Tölur og myndir um aðsókn og heimsóknir á Vísindavefinn koma frá vefmælingu Matomo. Aðilar eins og NASA, Amnesty International og Sameinuðu þjóðirnar styðjast einnig við sömu vefmælingu.
...